Fylkir - 01.12.2021, Blaðsíða 21
21FYLKIR - jólin 2021
°
°
meiri mannfjöldi um vertíðina og
e.t.v. líka þegar kaupskip komu
að utan. Styst var fyrir Árnesinga,
Rangæinga og Skaftfellinga að
sækja til Eyja eftir nauðsynjavöru.
Mjög fáar og fátæklegar heimildir
eru um búsetu í Eyjum fyrir 1400,
en þá má ráða af frásögnum að
fullbyggt sé þar, þ.e. komin sú
byggð sem síðar var lengi. Elsta
jarðaskrá (afgjaldaskrá) Vest-
mannaeyja er frá 1451 og má af
henni sjá að búið hafi verið á 15-
16 bæjum og margbýlt sums stað-
ar, þ.e. svipuð byggð og síðar var.
Bæjarnöfn, sem þar má finna, eru
kunnugleg: Höfn, Ofanleiti, Dalir
og Steinstaðir. Önnur slík skrá er
frá 1507 og byggðin þá nokkurn
vegin hin sama, 15 bæir, og bæj-
arnöfn þau sem haldist hafa alla
tíð: Þorlaugargerði, Norðurgarður,
Miðhús, Gjábakki, Gerði, Prestshús
o.fl. Bendir þetta óneitanlega til
þess að sú byggð, sem lengstum
var í Eyjum, hafi myndast miklu
fyrr en menn hafa ætlað, jafnvel
um 1200, ef ekki fyrr.
Nokkru eftir 1400 hófu
Englendingar fiskveiðar hér við
land („enska öldin“) og Vest-
mannaeyjar urðu aðalbækistöð
þeirra á Íslandi. Í Eyjum ráku þeir
útgerð í trássi við eigandann,
Danakonung, og kúguðu Eyja-
menn til að eiga við sig viðskipti
og róa á skipum sínum og verka
aflann. Frásagnir eru skráðar frá
15. og 16. öld um alls kyns róstur
og átök milli Englendinga og
Vestmanneyinga og um mann-
fall, en einnig við hirðstjóra og
útsendara Danakonungs og loks
við hansakaupmenn (Hamborgar-
menn) sem urðu mestu ráðandi á
Íslandsmiðum og um verslun við
landsmenn er leið á 16. öld. Sagt
hefur verið að Vestmannaeyjar
hafi þá orðið „peð í stórvelda-
tafli“ Englendinga og Þjóðverja.
Hið mikla rán Englendinga í Vest-
mannaeyjum 1614 er til vitnis um
þessi átök. Þá varð að vísu ekki
mikið mannfall en þeirri sögu
mætti þó halda meira á loft. All-
ir þessir atburðir eru raktir í bók
Helga Þorlákssonar prófessors,
Sjórán og siglingar, frá 1999.
Flest bendir því til þess að þétt-
býlið, sem myndaðist í Vestmanna-
eyjum strandlengis við höfnina,
tómthúsabyggðin, hafi verið ein
elsta búseta landlausra á Íslandi,
og stöðug en ekki árstíðabundin.
Eins og jafnan var litu embætt-
ismenn og bændastéttin niður á
fólk í verinu, á mölinni, og taldi að
þar þrifist mikil léttúð, óregla og
jafnvel frillulífi. Um það eru sagn-
ir skráðar. Eflaust er sitthvað til í
þeim en óvíst hvort ólifnaður hafi
verið meira þar en í sveitum.
„Krúnugóss“ og þrælahald
Við siðbótina 1550 eflist kon-
ungsvald um allan helming hér
á landi sem og annars staðar og
upp úr því nær Danakonungur
fullkomnum tökum á íslenskum
málum. Skömmu eftir 1600 hefst
einokunarverslunin. Fyrir Vest-
manneyinga þýddi þessi þróun að
þeir urðu í einu og öllu upp á kon-
ung eða útsendara hans komnir
um alla verslun en líka útgerð.
Englendingum og Þjóðverjum var
rutt burt. Og þá hófu „konungs-
skipin“ að ganga. Urðu bændur
og þurrabúðarmenn skyldir að
róa á þeim skipum, oftast fyrir rýr-
an hlut, sem rétt dugði til þess að
hásetarnir og skyldulið þeirra félli
ekki úr hor og vesöld. Innfæddum
í Eyjum var bannað að eiga skip.
Sennilega hafa Íslendingar hvergi
komist nær því að vera í þrældómi
en í Eyjum eftir 1600 og fram á 19.
öld.
Ágóði konungs af Vestmannaeyj-
um, fiskveiðum þar, segja sagn-
fræðingar að hafi verið verulegur
og eyjarnar jafnan arðsamar fyrir
konung eða aðra þá sem hann
framseldi umboð yfir þeim. Sig-
fús M. Johnsen birtir ágætt yf-
irlit um þann „arð sem erlendir
menn höfðu af Vestmannaeyjum“
í riti sínu Saga Vestmannaeyja,
II. bindi, 309.-316. bls. Eyjarnar
höfðu algera sérstöðu,
voru „krúnugóss“,
landskyldur hærri en
annars staðar á Íslandi
og enginn innborinn
jarðeigandi í Eyjum,
aðeins kóngurinn
einn.
Ginklofinn – hin
ægilega plága
16001850
Ginklofinn hafði gíf-
urlega mikil áhrif á bú-
setu í Vestmannaeyj-
um og samsetningu
íbúa þar. Elstu heim-
ildir um ginklofann eru frá 17. öld
og svo virðist sem hann hafi legið
eins og dökkur skuggi yfir Vest-
mannaeyjum í a.m.k. tvær aldir.
Ekki tekst að kveða hann niður fyrr
en um miðja 19. öld og höfðu þó
fjórir læknar verið sendir til Eyja að
fást við sjúkdóminn. Það er fyrst
þegar dr. Schleisner læknir kemur
til Eyja með konunglegri tilskipun
frá Danmörku 1847 að straum-
hvörf verða. Schleisner starfar þar
í um ár. Greining hans og ráð duga
til þess að draga mjög verulega úr
þessum geigvænlega sjúkdómi og
með tíð og tíma útrýma honum al-
veg. Síðasta tilfelli sem skráð er um
barnadauða af völdum ginklofa
í Eyjum er frá 1916. Mestu máli
skipti bætt hreinlæti, fæðingar-
stofa og sótthreinsandi naflaolían.
Allt að 80% barna, sem fæddust
í Vestmanna-
eyjum með-
an ginklofinn
geisaði, létust
á fyrstu vikum
eftir fæðingu.
Sambærilega
tala fyrir Ísland
allt var um
30%. Til er all-
nákvæm skrá
um fæðingar
í Eyjum 1817-
1842 og er
hlutfallið þá
74%; 330 börn
fæddust á því
árabili en 244 létust úr ginklofa.
Er hryggilegt að lesa æviskár frá
þessum tíma þar sem dæmi eru
um að aðeins tvö börn hjóna af
10 fæddum lifi af fyrstu vikur eða
mánuði, og enn fremur dæmi
þess að öll börn á heimili, sex eða
jafnvel átta, deyi úr ginklofa. Þessi
plága leiddi til þess að búseta í
Vestmannaeyjum byggðist að
mestu á aðfluttu fólki hverju sinni,
aðallega úr sveitum Suðurlands.
Íbúafjöldinn hélst ekki við af eigin
rammleik, Vestmanneyingar gátu
ekki „endurnýjað“ sig eins og gerð-
ist í öðrum sveitum. Það er ástæða
þess hve margir í elstu manntöl-
um í Vestmannaeyjum eru fæddir
annars staðar á landinu, utan Eyja,
aðfluttir.
Manntalið 1703.Vestmannaeyjasýsla. Úr Manntalinu 1703.
Jarðbókin 170212 sem Árni
Magnússon og Páll Vídalín tóku
saman.
Sigfús M. Johnsen. Hann skrif
aði „Sögu Vestmannaeyja III“
um 1946.
Schleisner læknir. Hann kvað
ginklofann ægilega í kútinn um
1850.
Jarðabók yfir Vestmannaeyjar frá 1704.
Ginklofinn hafði gífurlega mikil
áhrif á búsetu í Vestmannaeyjum
og samsetningu íbúa þar. Elstu
heimildir um ginklofann eru frá
17. öld og svo virðist sem hann
hafi legið eins og dökkur skuggi
yfir Vestmannaeyjum í a.m.k.
tvær aldir.
Dánir (nýfædd börn innan 12 daga) úr ginklofa í Vestmannaeyjum
17851895 af þúsundi lifandi fæddra.