Fylkir - 01.12.2021, Side 24
24 FYLKIR - jólin 2021
°
°
Hver á dýpstar rætur
í Vestmannaeyjum?
Í köflunum sem hér koma á eftir
eru tilgreindar nokkrar ættir sem
rekja má um tvær aldir aftur í tí-
mann, a.m.k. til 1850, og hafa átt
samfellda búsetu í Vestmannaeyj-
um.
Til hagræðis er vísað til bæjar-
nafna eða fólks af hverri ætt sem
búast má við að lesendur Fylkis
kannist við úr samtímanum. Yfir-
leitt er fylgt þeirri reglu að rekja út
frá elsta eða eldra barni eða þeim
einstaklingi þaðan sem lengst
verður rakið í ættliðum og miðað
við (sem næst) órofna búsetu í Eyj-
um.
[1757] - Fólkið frá Gerði,
Elín Árnadóttir, Leifur
Gunnarsson o.fl.
Elstu rætur sem ég finn er fæðing-
arár Guðmundar Jónssonar á
Vilborgarstöðum. Hann fæddist
1757, þ.e. fyrir meira en 260 árum.
Leifur Gunnarsson frá Gerði, stýri-
maður, er af þeirri ætt. Forfeður og
mæður hans, ásamt afkomendum,
mynda keðju tíu ættliða:
Guðmundur Jónsson (f. 1757),
hreppstjóri og bóndi á Vilborgar-
stöðum > Vigdís Guðmundsdótt-
ir (f. 1782) > Árni Einarssona al-
þingismaður á Vilborgarstöðum
(f. 1824) > Sigfús Árnason á Lönd-
um, alþingismaður (f. 1856) > Árni
Sigfússon kaupmaður (f. 1887) >
Elín Árnadóttir, húsfreyja í Gerði
( f. 1927) > Leifur Gunnarsson
stýrimaður (f. 1947) > Sigursteinn
Leifsson (f. 1967) > Björn Sigur-
steinsson (f. 1993) > Salka (f. 2018)
og Emil (2021) Björnsbörn.
Samtals eru þetta tíu órofnir ætt-
liðir í Vestmannaeyjum frá 1757.
[1793] - Brekku/Þingholtsætt.
Ættfaðir í Eyjum er Bergur Brynj-
ólfsson sem hefur flust út í Eyjar
ekki síðar en 1793. Hann lést 1840
og Vigfús, sonur hans, lést 1842;
hvorugur þessara manna er því í
Manntalinu 1850. Það er Jón Vig-
fússon ekki heldur, hvað sem því
veldur. Af grein Þorsteins Víglunds-
sonar, Traustir ættliðir, í Bliki 1958
má þó búa til eftirfarandi ættar-
keðju: Bergur Brynjólfsson (f. 1759
eða 1766), bóndi í Stakkagerði >
Vigfús Bergsson (f. 1811), bóndi
í Stakkagerði > Jón Vigfússon (f.
1836), bóndi og smiður í Túni > Jó-
hann Jónsson á Brekku (f. 1877) >
Þórsteina Jóhannsdóttir (f. 1904),
húsfreyja í Þingholti > Emma Páls-
dóttir (f. 1944), útgerðarkona >
Hafdís Kristjánsdóttir (f. 1969) >
Emma Bjarnadóttir (f. 1992) > Em-
ilía Dís Karlsdóttir (f. 2016). Líka má
rekja frá Þórunni Pálsdóttur, þ.e.
Páll Grétarsson í Vegg, Arnheiður
Pálsdóttir og Svanhildur Eiríks-
dóttir.
Þetta eru 9 ættliðir.
Systir Jóns Vigfússonar í Túni var
Guðfinna Vigfúsdóttir (f. 1834)
og dóttir hennar var Guðbjörg
Októvía Einarsdóttir (f. 1880), hús-
freyja á Sælundi, en hún er fædd
upp á landi þar sem Guðfinna bjó.
En frá henni er mikil ætt í Eyjum.
Bróðir Jóhanns á Brekku var
Guðjón Jónsson á Oddsstöðum
og er mikill ættbálkur frá honum
kominn eins og kunnugt er. Má
og vera að Oddsstaðaleggurinn sé
jafnlangur í Eyjum og hjá Jóhanni,
bróður hans, á Brekku.
[1796/1821] - Lilja Ólafsdóttir
frá Strönd (kona „Steina á Sjöfn-
inni“), Dúna og Steini pípari.
(Guðrún) Lilja Ólafsdóttir (1911-
1993), sem lengst bjó á Skólavegi
29 (Arnarfelli) og var gift Þor-
steini Gíslasyni skipstjóra („Steina
á Sjöfninni“), gat rakið ætt sína í
Vestmannaeyjum til 1796, ekki þó
með algerri vissu, en a.m.k. til 1821
er langa-langafi hennar er skráður
í Eyjum. Ættarkeðjan lítur svona út:
Einar Einarsson í Presthúsum (f.
1796) > Þórður Einarsson (f. 1822),
„sjávarbóndi“ á Vilborgarstöðum
> Guðrún Þórðardóttir, húsfreyja í
Vegg (f. 1849) > Ólafur Diðrik Sig-
urðsson, útvegsbóndi á Strönd (f.
1881) > (Guðrún) Lilja Ólafsdóttir,
húsfreyja á Skólavegi 29 (f. 1911) >
Guðrún S. Þorsteinsdóttir, „Dúna“,
húsfreyja og verslunarkona (f.
1931) > Þorsteinn Finnbogason,
„Steini pípari“ (f. 1959) > Guðrún
Sigríður Þorsteinsdóttir (f. 1979),
leikskólakennari > Hafsteinn Ingi
Logason f. 2006).
Þetta eru samtals níu ættliðir í
Vestmannaeyjum.
[1801] – Magnús Tómasson,
„Mangi krumm.“
(Jón) Magnús Tómasson, sem oft-
ast var kallaður „Mangi krumm“,
sjálfsagt vegna þess að hann var
alinn upp á Hrafnabjörgum, gat
rakið ætt sína í Eyjum til 1801.
Hann er fjórði ættliður í Eyjum.
Þeir eru þessir: Oddur Ögmunds-
son, bóndi á Kirkjubæ (f. 1787);
hann var úr Mýrdal en er kominn
til Eyja eigi síðar en 1801 > Magn-
ús Oddsson, hafnsögumaður og
bóndi á Kirkjubæ (f. 1822) > Magn-
úsína Magnúsdóttir húsfreyja (f.
1867), „Sína frá Vesturhúsum“ >
(Jón) Magnús Tómasson (f. 1896),
„Mangi krumm“, sjómaður og
verkamaður, og frá honum má
rekja: > Jóna Karólína Magnús-
dóttir húsfreyja (f. 1922) > Hjördís
Hjartardóttir (f. 1952) > Þorbjörn
Helgi Þorsteinsson (f. 1983) >
Bjarmi Þorbjörnsson (f. 2016).
Hér eru því 8 ættliðir.
[1810] - Fólkið frá Höfn
og Vesturhúsum.
Guðmundur Eyjólfsson var bóndi í
Norðurgarði (f. 1790), Landeyingur
en kominn til Eyja upp úr 1810. Frá
honum er mikill ættbogi þekktra
Vestmanneyinga. Hann má rekja
t.d. þannig: Guðmundur Eyjólfs-
son bóndi (f. 1790) > Jórunn Guð-
mundsdóttir (f. 1828), húsfreyja
í Norðurgarði > Margrét Brynj-
ólfsdóttir, húsfreyja á Miðhús-
um (f. 1852), kona Hannesar lóðs
> Hjörtrós Hannesdóttir í Höfn
(f. 1880) > Jóhannes Tómasson
bankamaður (f. 1921) > Iðunn Jó-
hannesdóttir hjúkrunarfræðingur
(f. 1961), Minna Ágústsdóttir (f.
1977) > Dagur Arnarson hand-
boltamaður (f. 1996) > Flóki Dags-
son (f. 2021).
Þarna eru 9 ættliðir í Vestmanna-
eyjum.
Systir Hjörtrósar Hannesdóttur
var Jórunn Hannesdóttir, hús-
freyja á Vesturhúsum (f. 1880). Frá
henni verður Vesturhúsafólk rakið:
> Magnús Magnússon smiður (f.
1905) > Helgi Magnússon smið-
ur (f. 1934) > Ólöf Helgadóttir (f.
1965) > Magnús Kristjánsson Möll-
er (f. 1990) > Sigmar Helgi Magn-
ússon (f. 2020). Þetta eru líka 9
ættliðir.
[1815] - Nýborgarfólk.
Hjónin Magnús Ólafsson og Guð-
björg Daníelsdóttir bjuggu á Vil-
borgarstöðum á fyrri hluta 19.
aldar. Magnús var fæddur 1801,
sennilega kominn til Vestmanna-
eyja 1815. Þau hjón eignuðust 10
börn, en 8 þeirra létust úr ginklofa
stuttu eftir fæðingu. Bergur var 8.
barnið og hið fyrsta sem komst
á legg. Hann hrapaði í Dufþekju
28 ára gamall, en frá honum eru
margir afkomendur. Þennan legg
má m.a. rekja svo í Vestmanna-
eyjum: Magnús Ólafsson (f. 1801),
kominn til Eyja 1815, bóndi á Vil-
borgarstöðum > Bergur Magnús-
son á Vilborgarstöðum (f. 1837)
> Elísabet Bergsdóttir (f. 1857),
húsfreyja í Presthúsum og síðar
Hvíld > Bergmundur Arnbjörns-
son (f. 1884), verkamaður, síðast
búsettur í Nýborg > Aðalbjörg Jó-
hanna Bergmundsdóttir (f. 1919),
húsfreyja í Borgarhól > Aðalbjörg
Jóhanna Bernódusdóttir (f. 1944),
útgerðarkona > Jóhanna Jóhanns-
dóttir (f. 1968), annar eigenda
Hressó > Gabríel Kárason (f. 1996).
Samtals eru þetta 8 ættliðir.
[1824] –„Fríða í Sætúni.“
(Guðný) Fríða Einarsdóttir, sem var
alin upp í Sætúni við Bakkastíg, á
mjög gamlar rætur í Eyjum. Þær
má rekja aftur til Gísla Andrésson-
ar sem fluttist til Vestmannaeyja
eigi síðar en 1824. Hann bjó fyrsta
árið á Miðhúsum en fluttist síð-
an í Kokkhús. Fríða er langamma
11 barna í Eyjum og það 12. á
leiðinni. Þennan þráð má þá rekja:
Gísli Andrésson (f. 1791) > Hannes
Gíslason í Grímshjalli (f. 1828), af
fyrsta hjónabandi Gísla > Andría
Hannesdóttir, húsfreyja í tómthús-
inu Kuðungi (f. 1857) > Jón Hjálm-
arsson, útgerðarmaður í Sætúni (f.
1890) > Árna Jóhanna Jónsdóttir
í Sætúni (f. 1920) > (Guðný) Fríða
Einarsdóttir húsmóðir (f. 1941) >
Adda Jóhanna Sigurðardóttir (f.
1964) > Bragi Magnússon (f. 1990)
> Margrét Perla Bragadóttir (f.
2017).
Þetta er níu ættliðir á um 200
árum.
[1824] Högni í Vatnsdal
og hans fólk.
Frá Högna Sigurðssyni í Vatnsdal
er mikil ætt komin. Hana má í Vest-
mannaeyjum rekja til áðurnefnds
Gísla Andréssonar sem fluttist til
Eyja 1824. Þriðja kona hans var
Þórelfur Kortsdóttir og bjuggu
þau í Görðum við Kirkjubæ. Dótt-
ir þeirra var Þorgerður í Skel sem
síðast giftist Sigurði Sigurfinns-
syni á Heiði, föður Einars ríka (af
seinna hjónaband hans). Þessa
ættarlínu má t.d. rekja þannig:
Gísli Andrésson (f. 1791) > Þor-
gerður Gísladóttir í Skel (f. 1840)
> Högni Sigurðsson í Vatnsdal
(f. 1874), kennari, útvegsbóndi
og íshússtjóri > Ágústa Þorgerð-
ur Högnadóttir (f. 1901) > Anna
Sigurðardóttir (f. 1922) > Sigríð-
ur („Sísí“) Högnadóttir (f. 1956) >
Tinna Hauksdóttir (f. 1986) > Þórir
Bjarnason (f. 2012).
Þetta eru 8 ættliðir.
[1824] - Ólafur Stefánsson
í Háaskála.
Ólafur Stefánsson, sem síðast var
kenndur við Háaskála, var fimmti
liður Vestmanneyinga og frá hon-
um eru komnir fjórir ættliðir. Það
má rekja þannig: Steinmóður
Vigfússon (f. 1775) sem fluttist til
Eyja 1824 og bjó í Steinmóðsbæ
> Elín Steinmóðsdóttir vinnukona
(f. 1836) > Guðmundur Jesson
verkamaður á Litlu-Grund (f. 1867)
> Guðríður Guðmundsdóttir,
húsfreyja í Hábæ (f. 1893) > Ólaf-
ur Stefánsson múrari (f. 1919) >
Henný Dröfn Ólafsdóttir húsmóð-
ir (f. 1948) > María Pétursdóttir (f.
1968) > Henný Dröfn Davíðsdóttir
(f. 1992) > Evert Bent Björgvinsson
(f. 2017).
Hér má rekja rætur 9 ættliði aftur
í tímann.
[1827] - Gjábakka-ættin eldri
(Klappar-ætt).
Gjábakka-ættin er stór í Vest-
mannaeyjum. Hún á rætur í Jóni
Einarssyni (f. 1792) sem fluttist til
Vestmannaeyja 1827. Dóttir hans
var Margrét Jónsdóttir sem giftist
Ingimundi Jónssyni og þau áttu
mörg börn. Hér verður rakið frá
Kristjáni Ingimundarsyni (f. 1867)
sem oftast var kenndur við Klöpp.
Rakningin er þá þessi: Jón Einars-
son á Gjábakka (f. 1792) > Margrét
Jónsdóttir á Gjábakka (f. 1835) >
Kristján Ingimundarson í Klöpp (f.
1867) > Guðfinna Kristjánsdótt-
ir í Klöpp (f. 1899) > Kristján Ge-
orgsson í Klöpp (f. 1928) > Georg
Kristjánsson bæjarfulltrúi (f. 1950)
> Kristján Georgsson (f. 1975) >
Bjarni Rúnar Kristjánsson (f. 2013).
Þetta eru samtals 8 ættliðir.
Þessa ætt mætti líka rekja frá
Þórönnu Ingimundardóttur og
Jónínu, dóttur hennar, húsfreyju
á Háeyri. Jónína átti Þórarin, föður
Óskars Þórarinssonar skipstjóra á
mb. Frá sem á Sindra Óskarsson
skipstjóra (f. 1972), föður Óskars
Alex (f. 1998). Hér eru líka 8 ættliðir.
Fríður Ingimundardóttir, enn ein
systirin, giftist Jóni Hjálmarssyni í
Sætúni (sjá kaflann um Fríðu í Sæ-
túni).
Margir tengja „Gjábakka-ætt“ við
Gunnlaug Sigurðsson sem jafn-
an var kenndur við Gjábakka og
átti mörg börn í Eyjum. En Gunn-
laugur og kona hans, Elísabet Arn-
oddsdóttir, fluttust ekki til Eyja fyrr
en eftir aldamótin 1900.
[1833] - Stakkagerði og Hóll.
Stakkagerðis-ætt verður rakin aft-
ur til 1833, en þá kom ættfaðirinn,
Anders Asmundsen, norskur að
Víglundur Þór Þorsteins
son læknir, höfundur hinna
merku „Æviskrá Eyjafólks“ á
heimaslod.is.
Leifur Gunnarsson frá Gerði.
Hann er einn af 10 ættliðum
sem búsettir hafa verið í Vest
mannaeyjum 1757.
Emma Pálsdóttir frá Þingholti,
ein af 9 ættliðum sem búsettir
hafa verið í Eyjum frá 1793.
Guðrún S. Þorsteinsdóttir,
„Dúna“, ein af 9 ættliðum sem
búsettir hafa verið í Eyjum frá
1796/1821.
Iðunn Jóhannesdóttir, ein af
9 ættliðum sem búsettir hafa
verið í Eyjum frá 1810.
Jóhanna Jóhannsdóttir, ein af
8 ættliðum sem búsettir hafa
verið í Eyjum.
Fríða Einarsdóttir. Ættfólk
hennar hefur verið búsett í
Eyjum síðan 1824.
Georg Þór Kristjánsson, einn af
8 ættliðum sem búsettir hafa
verið í Eyjum.