Fylkir


Fylkir - 01.12.2021, Síða 26

Fylkir - 01.12.2021, Síða 26
26 FYLKIR - jólin 2021 ° ° Fyrsta minning mín er frá þeim tíma er ég veiktist alvarlega af lungnaberklum. Fjölskylda mín bjó þá á Bergþórugötu 16 í Reykja- vík. Það hús brann eftir að við fluttum þaðan og vildi til að ég varð vitni að eldsvoðanum, 13 ára gömul. Pabbi minn, Grím- ur Jósepsson var járnsmiður og vann sem vélstjóri á dýpkunar- skipi í Reykjavíkurhöfn. Hann var einnig vélstjóri járnbrautarinnar sem keyrði grjót í hafnargarðana. Mamma, Halldóra Jónsdóttir var heimavinnandi húsmóðir eins og gerðist á þeim tíma. Ég var næst yngst af sex systkinum og sú eina sem veiktist af berklum og enginn hafði hugmynd um hvar ég hafði smitast. Ég var fjögra ára og fár- veik flutt í Farsóttarhúsið sem stóð í Þingholtstræti 25. Það var árið 1930 en ég er fædd 13. febrúar 1926. Í heilt ár var ég svo veik að ég steig ekki fram úr rúminu. Dvölin var dapurleg, ég var eina barnið á þessum spítala og það litla sem ég sá út um glugga voru húsin í kring. Þó sá ég glugga bakarís handan götunnar og dáðist að fínum kök- um sem voru til sýnis í glugganum er sneri út að götunni. Þegar ég, eftir ár á sjúkrahúsinu hafði þrótt til að stíga fram úr rúm- inu hneig ég niður, fæturnir báru mig ekki. Ég var ósegjanlega döp- ur þótt ég sé í eðli mínu glaðlynd og hafi verið það sem lítið barn áður en ég veiktist. Heimsóknir voru aðeins leyfðar milli þrjú og fjögur á sunnudögum og þá komu pabbi og mamma. Þau komu alltaf með eitthvað handa mér, brjóst- sykur eða eitthvað gott. Meðan ég lá á Farsótt bar eitt og annað fyrir augu mín sem aðrir urðu ekki varir við. Eina nóttina vaknaði ég og þá stóð kona í her- bergisdyrunum. Ég sá hana vel því hana bar í ljósið á ganginum. Hún var grannvaxin, dökkt hárið hékk niður með vöngunum og svipur hennar var sorgmæddur. Hún var klædd golftreyju með prjónuðum pífum neðan á. Handleggjunum hélt hún þétt að sér eins og henni væri kalt og það draup vatn úr svörtu pilsinu sem náði henni niður á ökkla. Ég varð hrædd og dró sængina upp yfir höfuð og lá þannig þangað til ég sofnaði loks- ins aftur. Morguninn eftir sagði ég frá sýn minni en það var sussað á mig. Svo var mér sagt að daginn áður hefði lík konu sem drekkti sér verið lagt til í líkhúsinu sem stað- sett var á lóðinni. Aðra sýn man ég mjög vel. Þá hafði ég legið á efri hæð spítalans en vegna hættu á skarlatsóttarsmiti var ég flutt niður og lá á stofu þar sem fyrir var gam- all maður og ungur drengur. Ég vakna og sé mann koma inn. Hann staðnæmist við rúmið hjá mér og lyftir upp hendinni. Fyrst hélt ég að hann væri að benda á mig en hann benti á gamla manninn og sagði hátt: „Þinn tími er kominn“. Daginn eftir dó þessi gamli maður. María Maack var forstöðukona á Farsóttarsjúkrahúsinu. Hún gat virst kaldlynd því skipanir henn- ar voru stuttaralegar og þeim bar að hlýða tafarlaust. En María var yndisleg manneskja sem reyndist mér ákaflega vel og má segja að hún hafi verið fóstra mín þessi fimm ár sem ég dvaldi á Farsótt. María gerði það sem í hennar valdi stóð til að gera mér vistina bæri- lega. Hún tók mig með sér í leik- hús og á tónleika sem á þessum tíma voru oft haldnir í Gamla bíói. Sumarið sem ég var níu ára var ég send mér til hressingar á Sól- heimaheimilið í Grímsnesi. Ég hlakkaði til því systir mín var í sumarvinnu þar. En ég þoldi ekki sólböðin sem ég var sett í, varð öll flekkótt, berklarnir blossuðu upp, heilsu minni hrakaði aftur og matarlystin hvarf. Ég komst þó ekki upp með að sleppa máltíð- um. Þýsk stúlka sem hét Frida áleit lystarleysi mitt matvendni eða þrjósku. Hún neyddi handleggi mína í kross yfir brjóstið og mok- aði svo upp í mig matnum. Í júlí 1935 þegar foreldrar mín- ir sóttu mig á Sólheima hafði ég horast mjög og var afar veikburða. Ég fékk þó að fara heim með þeim og dvelja heima hjá fjölskyldunni sem var yndislegt. Svo gerðist það einn laugardag um haustið að ég sat uppi í rúminu með kassa á hnjánum sem systir mín átti. Í honum voru gersemar hennar, leikaramyndir sem hún hafði safn- að. Mamma hafði kveikt á útvarp- inu og í eyrum mínum hljómaði jarðarför sem á þessum árum var gjarnan útvarpað og var ein slík í gangi. Ég heyrði prest tala og sálmasönginn hljóma. Líka var einleikur á fiðlu. En, þar sem ég sat þarna, hlustaði á fiðluleikinn og skoðaði myndirnar stóð allt í einu upp úr mér blóðspýja sem lenti auðvitað ofan í kassanum og á leikaramyndunum. Blóðspýjan var áfall. Ég var engan vegin að ná heilsu og var flutt á Vífilstaði. Ég gerði mér grein fyrir því að ég var mjög sjúk og eiginlega sannfærð um að ég myndi brátt deyja. Á leiðinni á Vífilstaði hvíslaði ég að mömmu að ég vildi láta syngja sálm sem ég nefndi, þegar ég yrði jörðuð en hún faðmaði mig og sagði að við skyldum hugsa um það seinnna. Lengi síðan þoldi ég ekki að hlusta á fiðluleik. Innra sjö Deildin á Vífilstöðum sem ég var lögð inn á var kölluð „Innra sjö“ og var á þriðju hæð spítalans. Þar var eingöngu fullorðið fólk. Ég var svo veik að ég man ekkert eftir þessum vetri, eiginlega ekki eftir neinu fyrr en um vorið. Þá reis ég upp í rúm- inu og leit út um gluggann. Og dásemdin sem mætti augum mín- um, fjallið Gunnhildur, eða varðan í hlíðinni sem heitir Gunnhildur, hraunið og allt. Eitthvað annað en útsýnið úr gluggum Farsótt- arhússins. Edid kona frænda míns kom heim frá útlöndum og færði mér dúkku. Dúkkan var afskaplega falleg, í kjól og á merki framan á henni stóð nafnið hennar, Rós- marí. Mér þótti ósegjanlega vænt um dúkkuna og það má segja að nafnið Rósa hafi fylgt mér æ síðan. Þegar ég fór aðeins að hress- ast fékk ég að fara fram á gang. Í dagstofunni var píanó og á það lék Emil Thoroddsen sem var tón- skáld og píanóleikari með meiru. Dauðinn var þó alltaf nálægur en það var aldrei talað um að fólkið væri dáið, það var bara sagt farið. Einn morguninn spurði ég eftir Sigríði, konu sem lá á sömu stofu og ég. „Hún er farin, fór í nótt“, var svarið. Á deildinn var aðeins full- orðið fólk og einhver kenndi mér að tefla. Þegar ég var 11 ára var ég flutt á barnadeildina. Þar voru mörg börn og stundum lékum við okkur á göngunum. Einu sinni sem oftar vorum við í feluleik. Ég skimaði eftir felustað og hljóp svo til manns sem stóð á ganginum og spurði hvort ég mætti fela mig bak við hann. Hann leit á mig og sagði: „Þú átt nú einhverntíma eft- ir að heilla piltana.“ Þessi maður var Jón frá Ljárskógum. Hann var bæði skáld og söngvari en veikur af berklum og lést á Vífilstöðum. Einu sinni á sumri var farið með sjúklinga á Maríuvelli við Vífil- staði. Bornir voru fullir brúsar af súkkulaði og meðlæti og svo var farið í leiki eins og krokket. Yfir- læknir spítalans var Helgi Ingvars- son. Hann var yndislegur maður. Þegar hann kom á stofugang bar hann með sér birtu og von. Það elskuðu hann allir. Hann hafði sjálfur fengið berkla. Byron og Talleyrand Á barnadeildinni fengum við kennslu. Ég man ekki nafn kennar- ans en hann var einhentur. Ég varð fljótlega fluglæs og las allt sem ég komst í á hælinu. Ég las Byron og um Talleyrand sem var franskur klerkur og stjórnmálamaður í tíð Napoleons. Á deildinni voru með- al annars með mér Dísa, Maggi litli og Maggi stóri. Maggi litli var eldri en sennilega hafa þeir verið nefnd- ir litli og stóri vegna stærðarmun- ar. Ég man líka eftir strák sem kall- aður var Steini. Mamma hans réði sig sem starfsstúlku á spítalann til að geta verið hjá honum. Steini var mikill grúskari. Hann talaði um Hitler og Mussolini og nældi á sig hakakrossmerki. Ég man líka eftir Hildegard, þýskri stúlku sem var okkur mjög góð. Sigur Ég útskrifaðist af Vífilstöðum sum- arið 1937. Þrótturinn var nú ekki meiri en það að mér var ekki treyst til að ganga í almennan skóla en var innrituð í sérdeild Laugarnes- skóla. Gunnar Guðmundsson skól- stjóri kenndi í sérdeildinni. Árið Bertha María Grímsdóttir Waagfjörð Sorg og sigrar GREINARHÖFUNDUR: GUNNHILDUR HRÓLFSDÓTTIR Fjölskyldumynd tekin árið 1935 þegar ég útskrifaðist af Farsóttarsjúkrahúsinu. Standandi: Jósebína, Þorgerður Elísabet. Sitjandi: Grímur, Sigurrós, Björn, Bertha og Halldóra. Bertha María Grímsdóttir Waagfjörð. Kirkjuvegur í Vestmannaeyjum árið 1940. Sést í þakið á Garðhúsum vinstra megin.

x

Fylkir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.