Fylkir - 01.12.2021, Síða 27
FYLKIR - jólin 2021
°
°
27
eftir hafði mér farið svo fram að
ég fékk að fara í Austurbæjarskóla.
Þar kenndi Íslandssögu Stefán
Jónsson rithöfundur. Ég heillaðist
algjörlega af Íslendingasögunum
og eftirlætis saga mín er Laxdæla.
Þorsteinn drómundur hálfbróð-
ir Grettis er ein af mínum uppá-
haldspersónum og svo auðvitað
Snorri Sturluson.
Í Fríkirkjunni var ég fermd þann
28. apríl 1940 og þá bjó fjölskylda
mín að Njarðargötu 27.
Mig langaði ekki að vera í Reykja-
vík og fékk að fara með vinkonu
minni til dvalar á Álftanesi þar sem
hún var að passa barn hjá ömmu
sinni og afa á Bjarnastöðum.
Svo kom herinn.
Pabbi fór alltaf í vinnu klukkan sex
á morgnanna. Einn daginn kom
hann óvænt heim aftur og var
eitthvað skrítinn á svip. Svo komu
fréttirnar: „Það er búið að hertaka
Ísland.“ Allir voru þó fegnir að það
voru Bretar en ekki Þjóðverjar.
Á Skólavörðuholtinu voru reistir
braggar og á sunnudögum mar-
seruðu hermennirnir um göturn-
ar. Stundum voru þeir að æfa og
hlupu þá um með börur. Við vin-
konurnar vorum ákveðnar í að
skipta okkur ekki af hermönnunum
og þeir létu okkur alveg óáreittar.
Þó man ég eftir að hafa gengið eftir
Laugaveginum og þá kölluðu þeir
„blondí, blondí“ á eftir mér.
Um haustið fór ég í unglingaskól-
ann. Ester var besta vinkona mín
og vorum við óaðskiljanlegar. Við
lærðum líka saman og vorið eftir
vorum við efstar í bekknum.
Þrátt fyrir góðan bata þurfti ég
alltaf að mæta til Óla Hjaltisted
berklalæknis í gegnumlýsingu á
Heilsuverndarstöðina einu sinni í
mánuði.
Það var í mér einhver óþreyja og
ég hafði mikla þörf fyrir að komst
burt úr Reykjavík og sumarið eftir,
þegar ég var 15 ára fór ég í vist í
gegnum kunningskap á bæinn
Hænuvík í Rauðasandshreppi.
Dvölin þar var algjört himnaríki.
Ég sinnti léttum heimilisstörfum
en naut frelsisins og að horfa á
hafið og bátana.
Mig langaði til Eyja
Þar sem skólavist minni var lokið
og ég vildi ekki dvelja í Reykja-
vík bað ég foreldra mína að leyfa
mér að fara til Vestmannaeyja
þar sem Bína systir mín var byrj-
uð að búa. Pabbi tók það ekki í
mál svo ég skrifaði Bínu og bað
hana að skrifa pabba. Eftir lestur
bréfsins frá Bínu lét hann undan
og ég sigldi til Eyja með Laxfossi
frá Reykjavík og dvaldi um sum-
arið á Grundarbrekku og passaði
fyrir hjónin Guðrúnu og Jónas
sem þar bjuggu. En, ekki hafði ég
dvalið lengi er ég fór að kenna
verkja í öðru hnénu og það varð
mér þungbært þegar ljóst var að
berklarnir höfðu tekið sig upp
aftur. Einar Guttormsson hjálpaði
mér og hjá þessum góðu hjónum
dvaldi ég í mánuð. Veturinn eftir
var ég heima í Reykjavík. Sumarið
1942 var ég hressari og réði mig
að Fjalli á Skeiðum. Þar var ég tvö
sumur. Það var skemmtilegur tími
og stundum fór ég á ball í félags-
heimilinu Brautarholti.
Skermagerð
Edid Guðmundson sem gift var
Eggerti Guðmundssyni frænda
mínum var dönsk. Hjónin bjuggu
í Danmörku en komu til landsins
eftir stríð með Esjunni frá Pet-
samo og bjuggu hér á landi upp
frá því. Þau áttu húsið Hátún 11.
Eggert var listmálari en Edid rak
skermagerð. Það var mikið annríki
í skermagerðinni og Edid bað mig
að koma með sér í skermasaum-
inn. Var ég fús til þess og lærði
hjá henni. Eggert hafði vinnuað-
stöðu í húsinu og málaði meðal
annars mannamyndir. Ég man að
hann var að mála Einar Jónsson
myndhöggvara og kynnti mig fyrir
honum. Einar var bróðir bíó Bjarna
sem oft var kenndur við Nýja bíó
og bjó hann í húsinu Galtafelli
við Laufásveg. Var húsið nefnt
eftir æskuheimili þeirra bræðra,
Galtafelli í Hrunamannahreppi.
Rekstur skermagerðarinnar gekk
vel en á stríðsárunum fékkst ekk-
ert efni og urðum við að búa það
til sjálfar. Við fengum stórar teikni-
blokkir og Eggert bjó til bakka sem
í var sett blanda af olíu og þurrk-
efni. Pappírinn var látinn liggja í
vökvanum, síðan tekinn upp og
hengdur til þerris. Hafði þá mynd-
ast í honum fallegt mynstur og var
pappírinn, eftir þessa meðhöndl-
un vel notthæfur í skermana. Við
þurrkuðum líka íslenskar jurtir og
blóm og notuðum til að skreyta
skerma. Einu
sinni var ég send
í Hveragerði til að
sækja blóm og átti
að fara til Halldórs
Pétussonar sem var
góður vinur þeirra
Edidar og Egg-
erts. Þegar þangað
kom var ég búin
að gleyma nafni
mannsins en spurði
til vegar, spurði
hvar listamaðurinn
byggi. En þar sem
fjöldi listamanna
bjó í Hveragerði á
þessum tíma var
úr vöndu að ráða.
Kona sem ég talaði
við áttaði sig loks og var mér vísað
til Halldórs Péturssonar teiknara
sem átti gróðurhús.
Það neistaði á milli okkar
Edid og Eggert leigðu út herbergi
í Hátúninu. Edid vildi kynna mig
fyrir einum leigjandanum sem var
málari að atvinnu. Ég kom niður
stigann af efri hæðinni og þarna
stóð hann. Við heilsuðumst og
ég fann eins og straum um leið
og hendur okkar snertust. Hann
kynnti sig og sagðist heita Jón
Waagfjörð.
Við vorum gefin saman í Landa-
kirkju þann 15. maí 1948 af séra
Halldóri Kolbeins, en bjuggum þó
á þessum tíma á Rauðarárstíg 3 í
Reykjavík. Í Reykjavík eignuðumst
við tvo elstu synina, Halldór og
Kristinn. Jón, sem alltaf var kallað-
ur Stáki var orðinn málameistari
22 ára og hafði mikið að gera. Svo
komu tengdaforeldrarnir í heim-
sókn og báðu Stáka að taka við
bakaríinu þeirra í Vestmannaeyj-
um. Hann var tregur til en pabbi
hans hafði misst bakara sem hann
hafði haft í vinnu og búið að loka
bakaríinu. Stáki stóðst ekki bænir
hans og sérstaklega ekki mömmu
sinnar sem hann vildi allt fyrir gera.
Kristín Jónsdóttir tengdamóðir
mín var mikil höfðingskona og
mikið lifandis skelfing var hún góð
við mig. Varð úr að við fluttum
til Eyja og fengum til íbúðar tvö
herbergi í Garðhúsum hjá þeim
hjónunum. Reyndi ég að gera vist-
arverurnar heimilislegar, keypti
meðal annars bleyjugas í apótek-
inu sem ég litaði og saumaði úr
gardínur. Þetta var veturinn 1950,
árið sem mótorbáturinn Helgi
fórst og Hraðfrystistöðin brann.
Mér var það huggun á þessum
tíma að Jósebína systir mín bjó í
næsta húsi, á Gamla spítala. Bína
liðsinnti mér þegar við vorum að
koma okkur fyrir í Garðhúsum,
hjálpaði mér að lita bleyjugasið
og benti mér á hvar ég gæti keypt
eitt og annað. Maður Bínu systur
var Óskar Jósúason trésmiður sem
var einn af stofnendum trésmíða-
fyrirtækisins Smiður. Fannar, Ester,
Hallgrímur, Steinunn, Róbert og
Jósúa voru þeirra börn. Vorið eftir
að við fluttum kom Sigrún fóstur-
systir mín einnig til Eyja. Varð úr
að hún bjó hjá okkur í Garðhúsum
þar til hún giftist. Hennar maður
var Eggert Ólafsson frá Víðivöllum
og eignuðust þau tvö börn; Hall-
dóru Birnu og Jónas.
Félagsbakaríið endurreist
Stáki tók málin föstum tökum
og hóf nám í bakaraiðn. Magn-
ús Bergsson var meistarinn hans.
Ráðist var í miklar breytingar á
bakaríinu; keyptur nýr ofn frá
Danmörku og innréttingar endur-
nýjaðar. Áður en ár var liðið var
Félagsbakaríið opnað á ný. Ég
hjálpaði til eins og ég gat og var
oftast í bakaríinu.
Árið 1952 var ég með hvít-
voðung á handlegg en þá tóku
berklarnir sig upp
aftur. Björn Blön-
dal læknir sem
frétti af mér og
að ég væri orðin
margföld móðir
hrópaði upp við
fréttirnar og sagði
að ég mætti alls
ekki leggja það
á mig að ganga
með og ala börn.
Einar Guttorms-
son læknir í Eyjum
vildi senda mig
til Reykjavíkur en
ég sagði honum
að ég væri með
fullt af börnum
og gæti ekki far-
ið. Þetta var í apríl og varð úr að
ég gekk til hans og fékk daglega
sprautur og töflur sem kallaðar
voru „Pas“, stytting á lengra nafni.
Einar bjargaði mér og ég hresstist
svo vel að ég komst meira að segja
á þjóðhátíð um sumarið. Sigríður
Valgerður Guðmundsdóttir sem
kölluð var Sigga Vala var mér til
aðstoðar heima. Sigga Vala gerðist
síðar ráðskona hjá Árna Jónssyni í
Garðsauka.
Pillsbury Best
Kristín tengdamóðir mín var flink í
höndunum enda lærði hún saum
úti í Danmörku. Hún saumaði
þjóðhátíðartjald úr hveitipokum
og í tjaldið þurfti 16 hveitipoka. Fermingarmynd af Berthu Maríu árið 1940.
Bertha María sex ára á Farsótt árið 1932, nýfarin að ganga.
Í Dalnum árið 1955.
Edid og Eggert leigðu út herbergi
í Hátúninu. Edid vildi kynna mig
fyrir einum leigjandanum sem
var málari að atvinnu. Ég kom
niður stigann af efri hæðinni og
þarna stóð hann. Við heilsuðumst
og ég fann eins og straum um
leið og hendur okkar snertust.
Hann kynnti sig og sagðist heita
Jón Waagfjörð.