Fylkir


Fylkir - 01.12.2021, Page 33

Fylkir - 01.12.2021, Page 33
33FYLKIR - jólin 2021 ° ° Kirkjugarðurinn í Vestmannaeyj- um var tekinn í notkun 1631 en þá hafði verið reist timburkirkja á þessum stað í stað þeirrar sem var brennt í Tyrkjaráninu 1627, hún var á Löndum og síðar Landagata var kennd við, en allt svæðið fór undir hraun í eldgosinu á Heimaey 1973. Frá 1631 til ársins 1780 er núver- andi Landakirkja, steinkirkja var fullbúin höfðu verið byggðar þrjár timburkirkjur í kirkjugarðinum en þær entust stuttan tíma hver um sig. Árin liðu og kirkjugarður- inn var stækkaður til norðurs og austurs. Núverandi sáluhlið inn í garðinn var komið upp 1923 í stað þess eldra sem var líklega frá 18. öld Opið er enn til staðar í kirkju- garðsveggnum í suðvestur horni garðsins en hliðgrindin er löngu horfin. Forsaga málsins Á fundi sóknarnefndar Landakirkju 16. október 1971 var samþykkt að taka upp og færa til gamla leg- steina í suðvestur hluta kirkju- garðsins. Þeir voru að hverfa í jörð. Voru þeir þá settir við garðvegg við hlið áhaldahúss kirkjugarðsins. Nokkru síðar var legsteini yfir séra Ólaf Egilsson (f. 1564, d. 1639), prest að Ofanleiti 1595-1627 og á ný 1628-1639, komið tímabundið í vörslu Byggðasafns Vestmanna- eyja. Þegar liðin voru 380 ár frá Tyrkjaráninu 1627 var legsteinn séra Ólafs Egilssonar færður í forkirkju Landakirkju og settur þar upp við hátíðalega athöfn 15. júlí 2007. Upphaflega stóð til að koma þessum gömlu legsteinum eða minn-ingarmörkum um þá fyrir á svipuðum stað og þeir voru áður. Undirritaður tók málið upp í Sóknarnefnd Landakirkju og þar var okkur Stefáni Jónassyni varaform. Sóknarnefndar falið í samstarfi við Halldór Hallgríms- son staðarhaldara að finna leg- steinumum varanlegan stað í garðinum. Það gekk eftir og eftir að búið var að ákveða staðsetn- ingu legsteinanna leituðum við til nokkura aðila við öflun upp- lýsinga og við framgang verksins. Má þar nefna Torfa Haraldsson, Helga Bernódusson, Helgu Hall- bergsdóttir og í verklegu þættina þá Stefán Jónsson í Skipa-lyftunni og Magnús Steindórsson hjá Axel Ó. Eru þessum aðilum færðar inni- legar þakkir fyrir aðstoðina. Torfi Haraldsson hafði tekið ljósmynd af gamla sáluhliðinu 1965 sem fylgir þessari grein. Nú hefur þessum legsteinum frá 19. öld, sem teknir voru upp og hafa verið vestan við áhalda- húsið í garðinum verið fundinn staður við garðvegg í suðvestur horni kirkjugarðsins, rétt sunnan við gamla sáluhliðið, nálægt þeim stað þar sem þeir lágu upphaflega. Legsteinarnir voru yfir gröf­ um þeirra sem hér eru taldir Guðrún Hálfdansdóttir, f. 1754, d. 1824. Hún var yfirsetukona og giftist 1774 séra Páli Magnússyni (f. 1743, d. 1789) sem var prestur á Ofan- leiti 1781-1789. Guðrún giftist á ný 1791 séra Jóni Högnasyni (f. 1764, d. 1825) presti á Ofanleiti 1811- 1825. Guðrún eignaðist fimm börn. Hún lést sjötug að aldri á Ofanleiti samkvæmt áletrun á leg- steininum. Jón Jónsson Austmann, f. 1787, d. 1858. Hann fluttist úr Álftaveri ásamt fjölskyldu sinni er hann var skipað- ur sóknarprestur á Ofanleiti 1827. Hann gegndi því embætti til ævi- loka, 1858. Kona hans var Þórdís Magnúsdóttir. Þórdís Magnúsdóttir, f. 1788, d. 1859, eiginkona séra Jóns Austmanns, og „níu barna mæt móðir“ sam- kvæmt áletrun á legsteininum. Þórdís og Jón Austmann voru gift í 47 ár. Magnús Jónsson Austmann, f. 1814, d. 1859. Hann var stúdent, bóndi í Nýja- bæ, þjóðfundarmaður Vest- manneyinga 1851 og þá fyrsti al- þingismaður fyrir Vestmannaeyjar. Hann var fánaberi í Herfylkingu Vestmannaeyja. Magnús var næst elstur barna séra Jóns Austmanns og Þórdísar. Hann var kvæntur Kristínu Einarsdóttur (f. 1817, d. 1899). Þau bjuggu á Vilborgar- stöðum 1845-1847 og í Nýjabæ 1847-1859. Barn þeirra lést aðeins viku gamalt í nóvember 1845 úr ginklofa, hinum skæða sjúkdómi í ungbörnum. Jón Jónsson Salomonsen, f. 1829, d. 1872. Hann var verslunarþjónn, hafn- sögumaður og útvegsbóndi, bjó í Ottahúsi og síðar Jómsborg. Kona Jóns var Jórunn Jónsdóttir Aust- mann, húsfreyja frá Ofanleiti (f. 1821, d. 1906). Þau voru gift í 14 ár, voru barnlaus en fóstruðu eitt barn. Ane Johanne Gryner, f. 1809 í Kaupmannahöfn, d. 1878. Hún var húsfreyja og veitingakona í Frydendal. Hún fluttist til Eyja ásamt eiginmanni sínum, Morten Ericsen (f. 1810, d. 1847), skip- stjóra og skútueiganda, sumarið 1837. Árið 1839 byggðu þau húsið Frydendal. Ericsen skipstjóri fórst ásamt áhöfn sinni 1847. Frydendal var ekki aðeins íbúðarhús held- ur varð einnig 1848 veitingahús, og raunar síðar sjúkraskýli. Ane Johanne giftist á ný 1866 Carli Wilhelm Roed (f. 1822, d.1896), veitingamanni í Frydendal og beyki, en þau höfðu búið saman frá því um 1850. Ane Johanne eignaðist þrjú börn, en tvo þeirra létust á unglingsaldri. Ane og C.W. Roed voru brautryðjendur í kartöflurækt í Eyjum árið 1851. Á legstein Ane Johanne er ritað: „Snauða gladdi, auma studdi, svanga saddi.“ Anna Jónsdóttir, f. 1803 d. 1879, Jónshúsi, Hlíðarhúsi. Anna var fædd að Vogsósum en fluttist til Eyja frá Selkoti, þá ekkja eftir Stefán Ólafsson (f. 1772, d. 1854) bónda og eignuðust þau átta börn. Gísli Stefánsson, síðar kaupmaður í Hlíðarhúsi (f. 1842, d. 1903), var næstyngsta barn þeirra og fluttist með móður sinni til Eyja 1870. Ólafur Guðjón Hreinsson, f. 1862, d. 1890. Hann var vinnumaður í Batavíu (Brandshúsi) og síðar París. Sam- býliskona Ólafs Guðjóns var Hildur Eyjólfsdóttir húsfreyja (f. 1852-d 1942). Hildur fluttist til Vestur- heims 1893 ásamt 6 ára dóttur þeirra. Heimildum ber ekki ávallt saman við það sem letrað er á steinana, og ræður þá það sem á legsteinun- um stendur. Vestmannaeyjum í september 2021 Sóknarnefnd Landakirkju Ofangreindan texta er að finna á upplýsingastandi sem stendur framan við gömlu legsteinana. Við hátíðlega athöfn 16. septem- ber 2021 að viðstöddum prestum Landakirkju, fulltrúum úr Sóknar- nefnd ásamt nokkrum þeirra er aðstoðuðu við verkið voru flutt blessunarorð og greint frá ástæðum þess að farið var í verkið. Gamlir legsteinar í kirkjugarðinum GAMLA SÁLUHLIÐ KIRKJUGARÐSINS - Kirkjugarðurinn varð til á þessum stað þegar ný kirkja úr timbri var reist 1631, fjórum árum eftir Tyrkjaránið. Áður hafði verið kirkja á Löndum, sem brennd var í Tyrkjaráninu. Landakirkja á flötinni hér fyrir vestan, var byggð 1774­1780. Hliðið var stækkað 1835 og um það farið í garðinn fram til 1923 þegar sáluhliðið sem nú er var tekið í notkun. Ljósmyndina tók Torfi Haraldsson árið 1965. Andrea Atladóttir, formaður sóknarnefndar Landakirkju afhjúpaði upplýsingaskilti við hátíðlega athöfn 16. september 2021. Að lokinni athöfn að viðstöddum prestum Landakirkju, staðarhaldara fulltrúum úr Sóknarnefnd og nokkrum þeirra sem aðstoðu við verkið. Myndirnar tók Óskar Pétur Friðriksson, í föðurætt frá Löndum við Landagötu. GREINARHÖFUNDUR: ARNAR SIGUR- MUNDSSON

x

Fylkir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.