Fylkir - 01.12.2021, Page 39
39FYLKIR - jólin 2021
°
°
Einar Pálmar Elíasson
áður Hásteinsvegi 15 a)
f. 20. júlí 1935 - d. 15. nóv. 2021
Anna Kristín Linnet
frá Tindastóli v/ Sólhlíð
f. 24. júní 1927 - d. 23. nóv. 2021
Ólafur Hreinn Sigurjónsson
áður Hólagötu 34
f. 30. maí 1950 - d. 25. nóv. 2021
Guðrún Margeirsdóttir
frá Hæli, Brekastíg 10
f. 29. ágúst 1929 - d. 1. des. 2021
Guðlaug Pétursdóttir
Hraunbúðum - frá Kirkjubæ
f. 25. sept . 1928 - d. 27. nóv. 2021
Gunnar Þorsteinsson
áður Vesturvegi 4
f. 6. nóv. 1959 - d. 2. des. 2021
Guðjón Már Jónsson
Hraunbúðum áður Eyjahrauni 4
f. 19. maí 1936 - d. 10. des. 2021
Ingimundur Axelsson
áður Sveinsstöðum v/ Njarðarstíg
f. 3. des. 1944 - d. 6. des. 2021
Harpa Rútsdóttir
áður Vík við Bárustíg
f. 2. júní 1952 - d. 14. des. 2021
Með þessu jólablaði lýkur 73. ár-
gangi í útgáfu blaðsins sem hóf
göngu sína 18. mars 1949. Þáttur-
inn Látnir kvaddir hefur fylgt
jólablaði Fylkis frá 1975 og hefur
skapað útgáfu blaðsins sérstöðu á
landsvísu. Gerð var grein fyrir þess-
um þætti í jólablaðinu 2020. Fjöl-
margir aðilar hafa aðstoðað okkur
við öflun ljósmynda og upplýs-
inga í þáttinn á liðnum áratugum.
Bjarney Erlendsdóttir , Baddý frá
Ólafshúsum hefur í liðlega aldar-
fjórðung annast öflun upplýsinga
í þáttinn, þannig að hægt væri að
afla ljósmynda og finna sem þurfti
með búsetu í Eyjum. En þar hafa
margir lagt hönd á plóginn. Á síð-
ustu árum og sérstaklega á COVID
tímum hefur útförum í kyrrþey
farið fjölgandi, en oftast birtast
tilkynningar. Mörg undanfarin ár
hefur ljósmyndadeild Morgun-
blaðsins gengt lykilhlutverki og
útvegað mikinn meirihluta ljós-
mynda í þáttinn. Sérstakar þakkir
til Maríu Lilju Moritz Viðarsdóttur,
þjónustustjóra á ljósmyndadeild
Mbl. fyrir einstaka lipurð við öfl-
un ljósmynda í þáttinn. Á sama
hátt færum við öðrum þakkir
fyrir aðstoð við öflun upplýsinga
um búsetu og ljósmynda sem
útvega þurfti sérstaklega. Þessi
þáttur í útgáfu JólaFylkis væri nær
óhugsandi ef ekki kæmi til aðstoð
fjölmargra. Mitt hlutverk í þessum
þætti hefur í mörg undanfarin ár
verið að annast samskipti við þá
sem senda upplýsingar og ljós-
myndir, samræma þær og skila í
uppsetningu blaðsins.
Jólablað Fylkis 2021 verður það
stærsta og efnismesta frá upp-
hafi. Við uppsetningu og vinnslu
blaðsins kom í ljós að til að koma
öllu efni , myndum og auglýs-
ingum fyrir með góðu móti væri
nauðsynlegt að stækka blaðið.
Það er sérstakt og ánægjulegt
vandamál á sama tíma og út-
gáfa prentmiðla á íslandi og víða
annarsstaðar á mjög undir högg
að sækja . Nú eru net og samfélags-
miðlar víða að verða allsráðandi.
Efnistök jólablaðs Fylkis hafa á
síðustu áratugum byggst mikið á
greinum um sögu, menningu og
atvinnulíf í Eyjum ásamt viðtölum
þar sem Eyjafólk kemur mikið við
sögu. Þátturinn Hús og fólk sem
fylgt hefur blaðinu síðustu ár birt-
ist nú í fimmta sinn. Í þeim þætti
hefur verið fjallað um búsetu fólks
og hýbýli. Tekin hafa verið hús
sem báru nöfn og horfin eru, nær
öll í gosinu 1973. Þau áttu það
sameiginlegt að fólkið sem þar bjó
er jafnan kennt við húsin. Helgi
Bernódusson átti hugmyndina og
var fyrst var fjallað um Borgarhól,
síðan komu Aðalból, Steinholt,
Laufás og loks Vatnsdalur í þessu
jólablaði. Að eiga aðgang að öfl-
ugum greinarhöfundum sem eru
tilbúnir að leggjast í mikla vinnu
við greinarskrif í Jólablað Fylkis er
mikill fjársjóður. Á timarit.is sem
er vefur Landsbókasafns Íslands er
hægt að finna miklar upplýsingar
um útgáfu blaða og tímarita á Ís-
landi í yfir heila öld. Þar er hægt
að finna mörg blöð sem gefin hafa
veri út í Eyjum allt frá 1917. Fylkir
er þar á sínum stað og nær öll tölu-
blöð frá upphafi er þar að finna.
Þá þökkum við greinarhöfundum
og auglýsendum fyrir að gera
útgáfu Jólablaðsins mögulega.
Að endingu er Sæþóri Vídó Þor-
bjarnarsyni sem annast umbrot og
uppsetningu og Landsprenti fyrir
gott samstarf við vinnslu blaðsins.
Fh. ritnefndar
Arnar Sigurmundsson,
ritstjóri JólaFylkis.
Frá ritnefnd Jólablaðs Fylkis
Sendum Vestmannaeyingum bestu óskir um gleðileg jól
GRILLHÚS GRILLHÚS
GRILLHÚS
Nýja tannlæknastofan Sjálfstæðisfélögin
í Vestmannaeyjum