Fréttablaðið - 12.07.2022, Blaðsíða 4
FIAT.IS • ISBAND.IS
FULLKOMINN Í
BORGARFERÐIR
„Ítölsk hönnun hefur alltaf veitt okkur í HAF
studio mikinn innblástur og þess vegna
varð rafknúinn Fiat 500e fyrir valinu.“
Haf steinn Júlí us son og Karítas Sveins dóttir
NÝ SENDING Á LEIÐINNI – TRYGGÐU ÞÉR EINTAK
ÞVERHOLT 6 • 270 MOSFELLSBÆR • S. 590 2300
OPIÐ VIRKA DAGA 10-17 • LOKAÐ LAUGARDAGA
ragnarjon@frettabladid.is
FERÐALÖG Brottfarir Íslendinga frá
Keflavíkurflugvelli í júní mældust
um 66 þúsund og hafa þær einungis
tvisvar áður mælst svo margar í júní,
eða árin 2016 og 2018.
Þetta kemur fram í tölum Ferða
málastofu. Þegar mest var, í júní
2018, voru brottfarir 71 þúsund. Frá
áramótum hafa brottfarir Íslend
inga verið um 266 þúsund eða 83
prósent af því sem þær mældust á
sama tímabili 2018. n
Landinn flaug út
í stórum stíl í júní
Íslendingar ferðast nú nánast eins
mikið og fyrir faraldurinn.
sigurjon@frettabladid.is
BRETLAND Á næstu vikum stendur
breski herinn að þjálfun tíu þúsund
úkraínskra hermanna, æfingarnar
munu fara fram í Bretlandi. Ben
Wall ace, varnarmálaráðherra Bret
lands, staðfesti þetta um helgina.
Talið er að úkraínski herinn
missi um tvö hundruð hermenn
dag hvern. Skiptir það sköpum fyrir
vonir Úkraínu að nýir hermenn séu
vel þjálfaðir.
Rúmlega þúsund breskir hermenn
koma að þjálfuninni, sem fer fram
víða um Bretland. Úkraínsku her
mennirnir, sem fyrst um sinn voru
aðeins sjálfboðaliðar með litla sem
enga hernaðarreynslu, fá grunn
þjálfun frá breska hernum, svo
sem í meðhöndlun vopna, skyndi
hjálp á vígvelli, eftirlitsaðferðum og
kennslu í lögum um vopnuð átök. n
Úkraínumenn
æfa í Bretlandi
Sjálfboðaliðar í her Úkraínu.
FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY
Forstjóri Síldarvinnslunnar
segir kaup félagsins á útgerð
arfélaginu Vísi í Grindavík
dæmi um skynsamleg við
skipti. Þingmaður Viðreisnar
hefur áhyggjur af frekari
samþjöppun í sjávarútvegi
og segir þjóðina kalla eftir
sanngirni.
bth@frettabladid.is
VIÐSKIPTI Hlutabréf í Síldarvinnsl
unni hækkuðu um 7,4 prósent í við
skiptum gærdagsins eftir að félagið
tilkynnti um kaup á útgerðarfélag
inu Vísi í Grindavík.
Samtals nema viðskiptin um 31
milljarði króna en með þeim verða
seljendur í Grindavík meðal kjöl
festufjárfesta í Síldarvinnslunni hf.
Hanna Katrín Friðriksson, þing
maður Viðreisnar, telur kaupin
sýna enn og aftur hve brýnt sé að
fara ofan í saumana á núverandi
fiskveiðistjórnunarkerfi.
„Við erum að horfa upp á enn
frekari samþjöppun á eignarhaldi.
Það er það sem er að gerast. Yfirráð
yfir auðlindum þjóðarinnar færast
á sífellt færri hendur.“
Að sögn Hönnu Katrínar er held
ur lítið eftir af helstu rökum þeirra
sem hafa staðið vörð um óbreytt
kerfi.
„Þeir sem harðast hafa gengið
fram hafa einmitt haldið því fram
að þær breytingar, sem við í Við
reisn höfum talað fyrir, muni leiða
til samþjöppunar á eignarhaldi.
Sem er einmitt það sem er að gerast
innan núverandi kerfis. Það er stóra
myndin í þessu. Það fer að verða
heldur lítið eftir af helstu rökum
þeirra sem standa á bremsunni,
verð ég að segja.“
Hanna Katrín segir þetta enn
eina sönnun þess að þjóðin geti
ekki beðið mikið lengur eftir
aðgerðum.
„Það þarf ekkert að skrifa f leiri
skýrslur um þessi mál. Það er búið
að kortleggja allt sem þarf að kort
leggja. Stjórnmálamenn þurfa bara
að hafa kjark til að standa með
almannahagsmunum og ráðast í
þær breytingar á kerfinu sem meiri
hluti þjóðarinnar er að kalla eftir.“
Gu n nþór Ing va son, f r a m
kvæmdastjóri Síldarvinnslunnar,
segist ekki gefa mikið fyrir gagn
rýni á viðskipti sem hann segir
marka ákveðin þáttaskil og fela í
sér stórtíðindi.
„Ég hef heyrt fólk lýsa yfir ánægju
með viðskiptin en ég kannast líka
alveg við gagnrýnina.“
Að hans mati er frekar sérstakt
að heyra stjórnmálamenn gagn
rýna viðskipti sem muni styrkja tvö
öflug félög og séu í rauninni til þess
fallin að auka gagnsæi.
„Síldarvinnslan er skráð félag á
markað og í rauninni eru eigendur
Vísis að skrá sitt félag á markað í
gegnum Síldarvinnsluna með þess
ari sölu.
Það er í anda þess sem kallað
hefur verið eftir. Að auka gagnsæi
í sjávarútvegi. Ég myndi því telja
þetta jákvætt skref í þá átt.“
Að mati Gunnþórs er vel hægt
að benda á aukna samþjöppun í
sjávarútvegi við þessi tíðindi.
„En fyrir mér eru þetta fyrst
og fremst skynsamleg viðskipti.
Vísir hefur fjárfest í fullkominni
vinnslu í Grindavík. Fyrirtækið
hefur yfir hátæknivinnslu að ráða
í námunda við alþjóðaflugvöll og
Síldarvinnslan kemur að borðinu
með heimildir.
Þar af leiðandi passa þessi félög
vel saman. Við erum sannfærð um
að viðskiptin muni styrkja bæði
félögin til lengri tíma. Það er það
sem vakir fyrir okkur,“ segir Gunn
þór.
Kaup Síldarvinnslunnar á Vísi
eru háð niðurstöðu áreiðanleika
könnunar og samþykki hluthafa
fundar Síldarvinnslunnar hf. og
Samkeppniseftirlitsins.
Svandís Svavarsdóttir mat
væla ráðherra sagðist í samtali við
Fréttablaðið ekki ætla að tjá sig um
viðskiptin, eða hvaða þýðingu þau
kunni að hafa, fyrr en Samkeppnis
eftirlitið hefur haft tækifæri til að
fara yfir málið. n
Áhyggjur af frekari samþjöppun
Útgerðarfélagið Vísir hefur fjárfest í hátæknivinnslu í Grindavík að undanförnu. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
Hanna Katrín Frið-
riksson, þingmaður
Viðreisnar
Gunnþór Ingvason,
framkvæmdastjóri
Síldarvinnslunnar
ingunnlara@frettabladid.is
JAPAN „Lögreglan hefði átt að
bregðast fyrr við til að koma í veg
fyrir þetta brjálæði,“ segir Royta
tio Suzuki, sendiherra Japans, um
morðið á Shinzo Abe, fyrrverandi
forsætisráðherra Japans.
Suzuki frétti af morðinu snemma
á föstudeginum. Hann vaknaði við
skilaboð frá vini sínum á Filippseyj
um sem sagðist vera harmi sleginn
yfir skotárásinni. Fregnirnar slógu
Suzuki og hann opnaði vafrann í
símanum og skannaði allar helstu
fréttaveitur. Honum þótti átakan
legt að sjá myndefnið sem birtist af
árásinni. En af myndböndunum að
dæma þótti Suzuki að viðbrögðin
hefðu mátt vera skjótari.
„Tveimur skotum var hleypt af.
Þrjár sekúndur liðu á milli skotanna
og hið seinna hæfði hann. Þessar
þrjár sekúndur skildu á milli lífs og
dauða,“ segir Suzuki en hann telur að
ef þetta hefði verið í Bandaríkjunum
hefði leyniþjónustan getað komið í
veg fyrir árásina.
„Leyniþjónustan í Bandaríkjunum
er þjálfuð fyrir svona kringumstæð
ur en árásin kom japönsku lögregl
unni í opna skjöldu.“ Skotárásir og
morð eru sjaldgæf í Japan enda eru
vopnalög þar ströng. „Það að eiga og
bera byssu er ekki eitthvað sem Jap
anar líta á sem sjálfsagðan rétt sinn,“
útskýrir Suzuki. „Það er hættulegt að
eiga byssu í miklu þéttbýli og Japan
ar líta á það sem heilbrigða skynsemi
að hafa ströng lög um skotvopn.“ n
Sendiherra gagnrýnir hæg viðbrögð lífvarða Abe
Roytatio Suzuki sendiherra Japans á
Íslandi. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Nánar á frettabladid.is
4 Fréttir 12. júlí 2022 ÞRIÐJUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ