Fréttablaðið - 12.07.2022, Page 8

Fréttablaðið - 12.07.2022, Page 8
„Hér er ríkjandi norðanátt, við tölum oft um Húnaflóarokið, það sem kemur úr Hrútafirðinum og hér yfir,“ segir Eyjólfur. Fyrir tveimur árum var gerð skoðanakönnun meðal íbúa í Dala- byggð. Niðurstaðan varð að meiri- hluti fólks vildi að vindorka yrði skoðuð vel. Stórar hugmyndir hafa verið uppi um framleiðslu. Hefur verið horft til þess að hvort ver í Dalabyggð gæti skilað 150 til 200 megavöttum. Kröfluvirkjun skilar til samanburðar 60 megavöttum, Kárahnjúkavirkjun skilar 690 mega- vöttum. Vindurinn í Dalabyggð gæti því skilað yfir 50 prósentum af orku- framleiðslu umdeildustu virkjunar landsins þegar best lætur en orkan yrði ekki til á ársgrunni. Betra að slökkva á álveri Auður Önnu Magnúsdóttir, formað- ur Landverndar, segir að ákvarð- anataka fyrir vindorku í miklum mæli hér á landi verði að byggjast á faglegum forsendum. „Þegar við vitum að 80 prósent rafmagnsframleiðslu hér fara til stóriðju og við erum fyrir stærst í orkuframleiðslu, sjáum við ekki þörf á beislun vindorku í miklum mæli sem stendur,“ segir Auður. „Ég held að fólk geri sér ekki grein fyrir hversu gríðarleg mannvirki þetta eru,“ bætir hún við og leggur áherslu á að eyðilegging náttúr- unnar yrði mjög mikil. Vitað er um áhuga fjárfesta á að beisla vind til að selja um sæstreng til Evrópu. Landvernd telur nær að taka orku frá einu eða tveimur álverum hér á landi. Fyrir liggi orku- skipti og að þeim verði að huga. „Við ættum frekar að vera meðal fyrstu þjóða heims til að ná orkuskiptum, við myndum gera mest gagn með því að sýna umheiminum hvernig kolefnislaust samfélag virkar,“ segir Auður. „Við sjáum að framlegð á sjálf- bærri orku hefur aukist um 10-15 prósent á ári en losun gróðurhúsa- lofttegunda hefur ekkert dregist saman. Við þurfum að spyrja okkur hvað sé að gerast. Það að framleiða sjálfbæra orku virðist ekki draga úr gróðurhúsalofttegundum,“ segir Auður, formaður Landverndar. n Meðal­ kostnaður á fram­ leidda megavatts­ stund með vindorku á landi lækkaði um 56 pró­ sent milli áranna 2010 og 2020. Hér er ríkjandi norðan­ átt, við tölum oft um Húnaflóarokið. Eyjólfur Bjarna- son, oddviti Dalabyggðar Ég held að fólk geri sér ekki grein fyrrir hversu gríðarleg mannvirki þetta eru. Auður Önnu Magnúsdóttir, formaður Landverndar 8 Fréttir 12. júlí 2022 ÞRIÐJUDAGURFRÉTTABLAÐIÐFRÉTTASKÝRING FRÉTTABLAÐIÐ 12. júlí 2022 ÞRIÐJUDAGUR Björn Þorláksson bth @frettabladid.is Kostnaður við virkjun á hverju megavatti með vind- orku hefur lækkað um 56 pró- sent á einum áratug. Samorka segir vindorku sjálfsagða við- bót en Landvernd telur eðli- legra að slökkva á álverum. ORKUMÁL Skiptar skoðanir eru meðal landsmanna um hvort virkja skuli vind í miklum mæli til fram- leiðslu á grænni raforku. Meðal helstu ógna eru sjónræn mengun af mannvirkjum, mikið rask, möguleg ísing, uppblástur og dauði fugla sem lenda í spöðum á vindmyllum. Á tímum hnattrænnar hlýnunar, þar sem krafa er um umhverfis- væna orku og mótvægisaðgerðir gegn gróðurhúsaáhrifum, þykir vindurinn hins vegar góður kostur. Samorka bendir á að ekki sé um óafturkræf spjöll að ræða, því hægt sé að taka niður vindmyllur og gera landsvæði eins og þau voru, að notkun lokinni. Rokrassar um allt land Víst er að nóg er til af vindinum hér á landi. Reyndar eru fá lönd heppi- legri en Ísland í þeim efnum sam- kvæmt úttekt Veðurstofunnar, enda hafa Íslendingar alist upp við rok- rassa víða um land. Láglendi þykir almennt henta betur fyrir beislun vindorku en hálendi. Hæð mannvirkjanna, þeirra sem framleiða mesta orku, er aftur á móti gríðarleg, spaðar vindmyllu geta farið í 200 metra sem er um þreföld hæð Hallgrímskirkjuturns. Aukin sátt gæti orðið um beislun vindorku ef vindmyllugarðar yrðu reistir hér í sjó, skammt frá strönd- um landsins. Mætti horfa til Dan- merkur eða Bretlands í þeim efnum. Hitt er áskorun hvernig myndi ganga að láta núverandi raforku- kerfi og vindorkuna tala saman eftir árstíðum, en vindorka er breytileg eftir tímabilum og meiri á vetrum en sumrum. Sjálfsögð viðbót Finnur Beck, forstöðumaður mál- efnastarfs hjá Samorku, segir Sam- orku ekki taka afstöðu til einstakra vindorkuverkefna, en almennt sé vindorkunýting sjálfsögð viðbót við þá endurnýjanlegu orkukosti sem nýttir eru í dag. Vindorku- nýting geti gegnt lykilhlutverki í að uppfylla þarfir þjóðarinnar fyrir græna orku. „Á heimsvísu lækkaði veginn meðalkostnaður á framleidda megavattsstund með vindorku á landi um 56 prósent milli áranna 2010 og 2020. Við bætist að aðstæð- ur á Íslandi virðast samkvæmt grunnrannsóknum sérstaklega hagfelldar og skila háu nýtingar- hlutfalli. Ef markmiðið er að fram- leiða áfram raforku með sem hag- kvæmustum hætti fyrir íslenskan almenning og fyrirtæki er ekki hægt að horfa fram hjá vindorku- nýtingu,“ segir hann. Finnur segir að víða um land hafi orkufyrirtæki átt samstarf við sveit- arfélög og landeigendur um þróun verkefna og lagt mikinn kostnað í þróun þeirra og metnaðarfullar umhverfisrannsóknir til undir- búnings verkefnunum. „Gríðarleg tækifæri eru þegar til staðar,“ segir Finnur. Hann bendir á að samkvæmt nýlegri skýrslu þyki leyfisveitingar tefja framkvæmdir og tækifæri til atvinnuuppbyggingar. „Það er mikilvægt að skerpa á og einfalda regluverk líkt og verið er að gera í nágrannalöndum okkar í Evrópu. Reglurnar þurfa að taka mið af sér- stöðu vindorkunýtingar, hún er nær alfarið afturkræf og hægt að þróa og byggja hana hratt til að mæta fyrir- sjáanlegri knýjandi orkuþörf.“ Tímamótasamþykkt Dalabyggð hefur stigið nýtt skref í hópi þeirra sveitarfélaga sem vilja skoða vindorku sem framtíðarlausn í orkumálum. Skipulags stofnun hefur samþykkt aðal skipu lags- breytingu sveitar fé lagsins vegna tveggja vindorku vera í sveitarfélag- inu. Er það í fyrsta skipti sem breyt- ing á aðalskipulagi er sam þykkt undir vindorku ver fyrir almennan markað. „Það gerist ekkert í þessum efnum fyrr en Alþingi hefur komið sér saman um rammaáætlun,“ segir Eyjólfur Bjarnason, oddviti Dala- byggðar. Um neikvæðar hliðar beislunar vindorku í miklum mæli nefnir Eyjólfur víðtæka sjónmengun, gríðarlega efnisflutninga og spurn- ingar hvar skipa skuli upp íhlutum. Kannski þurfi jafnvel að byggja nýja höfn ef áformin verða að veruleika. Kostur sé hins vegar að þekktir vindstrengir liggi um héraðið og í nálægð við f lutningskerfi Lands- nets. Íslenska rokið gæti reynst ærin auðlind Beislun vindorku hér á landi er umdeild en aðstæður til framleiðslu eru sumpart ákjósanlegar og nóg til af lofti á hreyfingu. Ákall er um græna orku á sama tíma og margir óttast neikvæð umhverfisáhrif. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY Saga vindorku á Íslandi Veðurstofan stóð fyrir verkefninu ICEWIND 2011-2015 þar sem mat var lagt á vindorku. Í þeirri úttekt kemur fram að beislun vindorku hér á landi hófst á 19. öld þegar reistar voru tvær vindmyllur í Reykjavík, önnur við Hólavelli, Suðurgötu 20, árið 1830 og hin á horni Bakarastígs, nú Bankastrætis, og Þingholtsstrætis árið 1847. Báðar vindmyllurnar voru reistar af P. C. Knudtzon kaupmanni (1789-1864) og nýttar við mölun á rúgi vindmyllannna. Þær settu svip sinn á plássið uns þær voru rifnar. Þá var vindmylla byggð í Vigur 1840 og stendur enn. Einnig voru vindmyllur á þessum tíma í Skagafirði, á Raufarhöfn og víðar. Með rafvæðingunni á 20. öld urðu litlar vindrafstöðvar algengar við bóndabæi. Á síðustu áratugum hafa litlar vindraf- stöðvar verið notaðar til að framleiða rafmagn fyrir sumarhús og tæki, svo sem veðurstöðvar. Í heildina hefur vindorka þó í raun mjög lítið verið nýtt á Íslandi til raforkuframleiðslu, hvort heldur sem er til iðnaðar eða almennra nota að því er kemur fram í rannsókn Veðurstofunnar. Íslendingar hafa reitt sig á vatns- og jarðvarmaorku. Það var ekki fyrr en um síðustu aldamót að skriður komst á rannsóknir á íslensku vindauðlindinni en á okkar breiddargráðu hentar vindorka betur, samkvæmt rannsóknum Veður- stofunnar, en til dæmis sólarorka. Sú var tíðin að vindmyllur settu svip sinn á Reykjavík. Árni Óla gerði þessa mynd af hol- lensku myllunni sem var reist um miðja 19. öld. Reglurnar þurfa að taka mið af sérstöðu vindorkunýtingar, hún er nær alfarið aftur­ kræf. Finnur Beck, hjá Samorku

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.