Fréttablaðið - 12.07.2022, Blaðsíða 12
Í síðasta mánuði samþykkti
Alþjóðasundsambandið nýjar
reglur sem banna trans konum að
keppa í kvennaflokki á heims-
meistaramótum í sundgreinum.
Sundsamband Íslands (SSÍ) kaus
með þessum nýju reglum og sú
ákvörðun hefur verið fordæmd
af fjölda íslenskra samtaka sem
starfa í þágu réttinda kvenna og
hinsegin fólks.
Í sameiginlegri yfirlýsingu segja
þessir hópar að ákvörðunin „byggi
á mismunun og útilokun á trans
fólki“ og hún hafi ekki verið byggð
á bestu upplýsingum. Í yfirlýsing-
unni er gerð krafa um að SSÍ dragi
atkvæði sitt til baka en ef það sé
ekki hægt gefi það út opinbera
yfirlýsingu þar sem það segist ekki
geta staðið með atkvæði sínu og
biðji trans fólk afsökunar, að SSÍ
tali fyrir inngildingu og mannrétt-
indum á vettvangi íþróttanefnda
sem það er aðili að og að Íþrótta-
samband Íslands fordæmi afstöðu
SSÍ og taki opinberlega afstöðu
með réttindum trans fólks. Hóp-
arnir hvetja einnig öll íþrótta-
bandalög og -félög til að tala gegn
útilokun trans fólks frá þátttöku í
íþróttum.
Fyrir helgi svaraði Sundsam-
band Íslands þessari gagnrýni
á þann veg í samtali við RÚV að
það stæði við atkvæði sitt og að
ákvörðunin byggði á umfangs-
mikilli rannsóknarvinnu, en að
sambandið væri tilbúið að breyta
atkvæði sínu að vel ígrunduðu
máli.
Hefðu átt að hafa samráð
„SSÍ tók þessa ákvörðun, sem
varðar trans fólk á Íslandi, án
þess að hafa samráð við samtökin
Trans Ísland eða annað trans
fólk á Íslandi. Það voru mistök,“
segir Viima Lampinen, formaður
Trans Ísland. „Ég get auðvitað ekki
talað fyrir hönd Alþjóðasund-
sambandsins, en ef ég leyfi mér að
geta mér til um ástæðurnar fyrir
þessari ákvörðun verð ég að tala
um viðhorf mín til afreksíþrótta
og hvers vegna umræðan um trans
konur er svo áberandi um þessar
mundir.
Umræðan um trans fólk, sér-
staklega trans konur, er áberandi
um allan heim og hún á rætur
að rekja til vestrænna viðhorfa.
Trans fólk hefur alltaf verið til og
það hefur alltaf verið endalaus
fjölbreytni meðal mannfólks og
í líkömum og hormónum fólks,
bæði sýnileg og ósýnileg,“ segir
Viima.
„Það eru engar endanlegar skil-
greiningar á því hvað nákvæm-
lega karlmaður eða kvenmaður
eru, breytileikinn er svo mikill að
vísindin geta ekki gefið tæmandi
svar. En samkvæmt vestrænum
viðhorfum eru bara tveir f lokkar,
konur og karlar, og í íþróttum er
þessi skilgreining mjög afgerandi.
Þess vegna verða auðveldlega til
alls kyns rökræður um kyn og
kyngervi í íþróttum sem byggja
ekki á líffræði, heldur þessum
hugmyndum um að skipta fólki í
tvo flokka. Sú skipting á hins vegar
ekki rétt á sér þegar líffræðin er
skoðuð nánar.
Mér finnst Alþjóðasundsam-
bandið hafa farið fram úr sér og ég
held að þetta fólk hafi ekki skilið
almennilega hvað þau voru að
gera,“ segir Viima. „Það hryggir
mig líka mjög að það hafi ekki
verið leitað til okkar sem höfum
sérþekkingu á málefninu áður en
þessi ákvörðun var tekin.“
Mistök byggð á þekkingarleysi
„Ég held að ástæðan fyrir því að
það var mjög mikill stuðningur
við þessa ákvörðun hjá Alþjóða-
sundsambandinu sé sú að það var
leitast eftir að fá þennan stuðning
Allt er kynningarblað sem býður auglýsendum
að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og
umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið rit-
stjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega.
Umsjónarmenn efnis: Elín Albertsdóttir, elin@frettabladid.is, s. 550 5761 | Oddur Freyr
Þorsteinsson, oddurfreyr@frettabladid.is s. 550 5766 | Sandra Guðrún Guðmundsdóttir,
sandragudrun@frettabladid.is, s. 550 5762 | Starri Freyr Jónsson starri@frettabladid.is,
s. 550 5767 | Þórdís Lilja Gunnarsdóttir, thordisg@frettabladid.is, s. 550 5768
Útgefandi:
Torg ehf.
Ábyrgðarmaður:
Jón Þórisson
Sölumenn: Arnar Magnússon, arnarm@frettabladid.is, s. 550 5652,
Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@frettabladid.is, s. 550 5654, Jóhann
Waage, johannwaage@frettabladid.is, s. 550 5656, Ruth Bergsdóttir,
ruth@frettabladid.is, s. 694 4103.
Viima segir að
það sé hryggilegt
að það hafi ekki
verið leitað til
þeirra sem hafa
sérþekkingu á
málefnum trans
fólks áður en
ákvörðunin var
tekin.
FRÉTTABLAÐIÐ/
SIGTRYGGUR ARI
Oddur Freyr
Þorsteinsson
oddurfreyr
@frettabladid.is
en það heyrðist hins vegar ekkert
frá trans og hinsegin fólki vegna
þess að það vissi ekki af atkvæða-
greiðslunni. Annars hefðum við
látið í okkur heyra,“ segir Viima.
„Það er sterk hreyfing sem vinnur
gegn réttindum kvenna, eins og
sést til dæmis á nýsamþykktum
lagabreytingum gegn þungunar-
rofi í Bandaríkjunum og víða er
kvenréttindum ógnað.
Þar sem ekki næst að setja reglur
um konur og takmarka réttindi
og völd þeirra er oft sótt gegn alls
kyns minnihlutahópum, sér-
staklega trans konum, sem verða
auðveld skotmörk,“ segir Viima.
„Þegar viðhorf eru almennt and-
snúin trans fólki þarf ekki mikið
til að sannfæra fólk um svona
bann, þrátt fyrir að það gangi gegn
vísindunum. Óupplýst og afvega-
leitt fólk sem er að reyna að gera
hið rétta getur auðveldlega gert
mistök og það er það sem ég tel
hafa gerst hér.“
Viima óttast að bann gegn trans
konum í sundi sé bara byrjunin.
„Einhvers staðar byrjar þetta og
við höfum mótmælt þessu sterk-
lega því þetta getur orðið fyrir-
mynd fyrir aðrar íþróttir,“ segir
hán. „Upp á síðkastið hefur trans
og kynsegin fólk orðið sýnilegra
og mætt meiri skilningi, en um
leið hefur orðið meira bakslag og
transfóbía hefur orðið sýnilegri
og að mínu mati er þetta bara ein
birtingarmynd hennar.“
Bannið nær til trans kvenna, en
ekki trans karla. Viima segir að
skýringin á því sé tvíþætt.
„Annars vegar snýst þetta um
þennan vilja til að ráða yfir líköm-
um kvenna og hins vegar þá trans-
fóbísku hugsun að trans konur séu
ekki konur, heldur karlar í kjólum.
Þessari hugsun virðist erfitt að
útrýma úr samfélaginu,“ segir hán.
„Afleiðingin er að trans konur eru
afmennskaðar, þeim er neitað um
réttindi og lífi þeirra er ógnað, því
þær verða fyrir mjög miklu líkam-
legu og andlegu of beldi, útskúfun
og mismunun.“
Breytileikinn gríðarlega mikill
Margir telja að bannið sé sann-
gjarnt og trans konur hljóti ein-
faldlega að hafa ákveðna yfirburði
í íþróttum þar sem þær hafi fæðst í
karlmannslíkama og séu því stærri
og sterkari. Viima segir að þetta sé
einfaldlega rangt.
„Þetta er byggt á staðalímynd.
Trans konur hafa til að mynda
almennt minna testósterón en
sískynja konur og það er ótrúlegur
breytileiki innan kynjanna. Ég
skoðaði til dæmis tölfræði fyrir
keppendur á Ólympíuleikunum
2016 og þar var minnsta konan
sem keppti 133 cm á hæð á meðan
sú hávaxnasta var yfir tveir
metrar. Breytileikinn er svona
mikill,“ segir hán. „Það er fáránlegt
að segja að trans konur séu alltaf
að fara að hafa yfirburði í öllum
íþróttum. Þetta snýst bara um að
setja reglur fyrir konur, andúð á
trans konum og að vilja ekki sjá
þær ná árangri.
Ef við skoðum líka afreks-
íþróttamenn eins og Ian Thorpe,
sem vann fimm gullverðlaun í
sundi á Ólympíuleikunum, er
hann með svo stóran fót að hann
er í heimsmetabók Guinness. Það
eru samt engar reglur um hversu
stóran fót sundmenn mega hafa,
enda snúast afreksíþróttir um að
finna framúrskarandi fólk,“ segir
Viima. „En þegar kemur að trans
fólki eru settar reglur til að koma í
veg fyrir að það geti unnið.“
Engin þörf á sérreglum
Alþjóðsundsambandið hefur talað
um að stofna opinn flokk fyrir
trans fólk, en hefur ekki útfært
hann í smáatriðum. Viima telur að
slíkur hópur sé óþarfur og ósann-
gjarn.
„Mér finnst þessi opni f lokkur
gera lítið úr afreksíþróttafólki. Það
er óspennandi að skrá sig í f lokk
þar sem verða aldrei nógu margir
þátttakendur til að skapa alvöru
keppni, auk þess sem engin virð-
ing, hefð eða saga fylgir f lokknum
og hann fengi aldrei sýningartíma
í sjónvarpi,“ segir hán. „Þannig að
mér finnst hann bara út í hött og
ónauðsynlegur. Það ætti bara að
leyfa öllum konum, þar með talið
trans konum, að keppa í kvenna-
flokki. Ég myndi ganga svo langt
að segja að svona flokkur geri
lítið úr íþróttum og að fólk sem
skapar svona flokk skilji ekki hvað
afreksíþróttir ganga út á.
Með því að óttast að trans konur
verði sjálfkrafa betri í íþróttum er
verið að smætta íþróttir niður í að
snúast bara um líkamlegt atgervi.
Ef þær virkuðu þannig væri óþarfi
að keppa, æfa og þjálfa eða setja
einhverjar reglur,“ segir Viima.
„Það væri nóg að mæla fólk bara.
Þyngsti súmóglímukappinn fengi
gullið og það körfuboltalið sem
væri hávaxnast að meðaltali væri
best. Það er ekkert vit í því og þess
vegna finnst mér þetta gera lítið úr
afreksíþróttum.
Að mínu mati eiga ekki að
vera neinar sérreglur fyrir trans
íþróttafólk því íþróttir snúast um
svo miklu meira en líkamann, þær
snúast um að lifa sem íþrótta-
maður á hverjum degi,“ segir
Viima. „Ég vil sjá trans fólk dafna
og ná árangri í íþróttum og ef það
fær bara að taka þátt í gegnum
einhverjar undantekningar er
samkeppnin ekki jöfn, en það er
réttlætingin sem er notuð fyrir
þessum sérreglum.“
Vilja góða samvinnu með SSÍ
Í samtali við RÚV segir Björn Sig-
urðsson, formaður Sundsambands
Íslands, að það sé særandi fyrir þá
sem standa að ákvörðuninni að
vera sakaðir um fordóma. Viima
segir að gagnrýnin sé hins vegar
eðlileg afleiðing af ákvörðuninni.
„Sambandið er bara að mæta
afleiðingum gjörða sinna. Það
voru mörg samtök sem stóðu að
því að fordæma þessa ákvörðun
og ef það eru engir fordómar á ferð
þurfum við að sjá það,“ segir hán.
„Þau geta boðið okkur að ræða
málin og þurfa ekki að gera sig að
fórnarlambi.
Við teljum þessa ákvörðun hafa
verið mistök, en öll gerum við
mistök og það er hægt að bæta
upp fyrir þau. Við ætlum ekki
að gefa eftir fyrr en sambandið
hefur dregið atkvæði sitt til baka.
Þegar það hefur gerst viljum við
endilega starfa með SSÍ. Við viljum
ekki ósætti eða vera í samskiptum
í gegnum fjölmiðla. Við viljum
SSÍ vel en að ákvarðanir þess séu
byggðar á samráði og bestu fáan-
legu upplýsingum,“ segir Viima.
„Vonandi getum við bara hjálpast
að við að gera okkar besta.“ n
Við teljum þessa
ákvörðun hafa
verið mistök, en öll
gerum við mistök og það
er hægt að bæta upp fyrir
þau. Við ætlum ekki að
gefa eftir fyrr en sam-
bandið hefur dregið
atkvæði sitt til baka.
Þegar það hefur gerst
viljum við endilega
starfa með SSÍ.
Viima Lampinen
2 kynningarblað A L LT 12. júlí 2022 ÞRIÐJUDAGUR