Fréttablaðið - 12.07.2022, Page 13
Fasteignir.Frettabladid.is
Fasteignablaðið
28. TBL. 12. júlí 2022
Miklaborg kynnir: Sérstak-
lega fallegt og mikið endur-
nýjað einbýli á í Skerjafirði,
um 2 mínútna gang frá sjón-
um. Heillandi endurnýjaður
suðurgarður tengist glæsilegri
stofu með gólfsíðum gluggum
í einstöku flæði.
Birta og gott flæði einkennir húsið
sem er í heillandi skandinavískum
stíl þar sem úti- og innirými
kallast skemmtilega á. Komið er
inn í forstofu með góðum skápum.
Á vinstri hönd er hjónasvíta, inn
af henni er gott baðherbergi með
sturtu.
Barnaálman er á hægri hönd
frá holi, þar er nýuppgert fallegt
baðherbergi með flísum, gólfhita,
sturtu og opnanlegum glugga.
Barnaherbergin eru nú tvö en þrjú
skv. teikningu og auðvelt væri að
breyta í fyrra horf. Eldhúsið er
opið í sígildum stíl og stofurnar eru
bjartar og tengjast vel garðinum.
Sökklar, gólf og berandi inn-
veggir eru steinsteypt og útveggir
eru hlaðnir.
Síðustu tvo áratugina hafa verið
gerðar miklar endurbætur ytra
og innra. Árið 2002 var þakjárn
endurnýjað á íbúðarhluta, en árið
2016 á bílskúr. Neysluvatns- og
frárennslislagnir voru endur-
gerðar, sett ný inntök fyrir heitt
og kalt vatn, auk brunns við götu
árið 2005. Það ár var eldhús flutt
og endurgert og hjónasvíta útbúin.
Rafmagnstafla var endurnýjuð
árið 2005 og allar raflagnir og
tenglar og rofar endurnýjaðir árið
2006. Breytingar á lagnakerfi og
innra skipulagi og viðbætur við
húsið eru eftir teikningum sem
samþykktar eru af byggingarfull-
trúa. Hitalagnir eru í stétt fyrir
framan húsið.
Árið 2010 var sprunguviðgert
á framhlið og vesturhlið með
inndælingu í veggi og allir veggir
múraðir og sílanvarðir og skipt um
öll gler og glugga.
Árið 2016 var byggð 28,8 fm
glæsileg borðstofa með gólfsíðum
gluggum og sérstaklega stórum
rennihurðum. Allir gluggar og
hurðir viðbyggingarinnar eru
álklæddir, en burðarvirki er úr
stáli og timbri.
Garður endurgerður frá grunni
á töfrandi hátt, með úthugsaðri
samsetningu á plöntum sem
blómstra á mismunandi tímum.
Stór sólpallur með hitaveitupotti
var settur á suðurhlið og veggir
þeirrar hliðar voru klæddir að
utan með sítrusvið. Sólar nýtur í
garðinum frá morgni til kvölds.
Í garðinum er jafnframt rúmgóð
verkfæra- og hjólageymsla.
Árið 2017 var bílskúrinn tekinn
í gegn, loft gipsklædd og epoxy
lagt á gólfin, þar eru mjög góðir
skápar eftir endilöngum vegg. Þá
var settur gólfhiti og fallegt harð-
parket á allt íbúðarrýmið utan
baðherbergja sem eru flísalögð.
Gólfhiti í íbúðarrými er sjálfstýrð-
ur, nema í borðstofu sem er með
eigið kerfi. Árið 2021 var sett falleg
timburklæðning úr lerki við þak-
skegg. Útveggir hafa verið málaðir
reglulega, síðast nú í sumar.
Einstaklega heillandi og
skemmtilegt endurnýjað einbýli á
þessum vinsæla stað. n
Allar frekari upplýsingar gefur
Þórunn Pálsd. lgf, sími 773-6000
og thorunn@miklaborg.is
Mikið uppgert einbýli í Skerjafirði
Finnbogi Hilmarsson löggiltur fasteignasali.
Grensásvegur 3 • 2 hæð • 108 Reykjavík • Sími 530 6500 • heimili@heimili.is • heimili.is
Ráðgjöf varðandi húsnæðisskipti, erfðaskrá, kaupmála
eða dánarbúskipti. Lögmaður þér við hlið við sölu fasteignar
án þess að greiða aukalega fyrir þá þjónustu.
BÚUM VEL veitir nýja tegund þjónustu. Kynntu þér málið.
Elín Sigrún Jónsdóttir, lögmaður | Tryggvagötu 11, 2. hæð
Sími 783 8600 | elin@buumvel.is | www.buumvel.is
Sérhæfð lögfræðiþjónusta
með áherslu á 60+
Borðstofan tengist veröndinni með rennihurðum.
Húsið hefur
verið mikið
endurnýjað á
undanförnum
árum, meðal
annars er ný
borðstofa með
gólfsíðum
gluggum.