Fréttablaðið - 12.07.2022, Síða 23

Fréttablaðið - 12.07.2022, Síða 23
Ole Anton Bieltvedt samfélagsrýnir og dýraverndarsinni Í ágúst 2020 kom upp Covid-smit á Hótel Rangá, þar sem ráðherrar funduðu. Þurfti því að skima ráð- herra, en ekki náðist í utanríkisráð- herra, sem þá var, nú umhverfisráð- herra, Guðlaug Þór Þórðarson, því hann var í fríi á Austurlandi. Í hvað fór frí ráðherra? Í ljós kom að fríið gekk út á það að veiða hreindýr, ráðherra til tóm- stundagamans og skemmtunar. Varla voru brýnar þarfir til drápsins hjá ráðherra. Líka kom fram að með í förum var aðstoðarmaður þáverandi félagsmálaráðherra. Virðist sá hálfgerður atvinnumaður í hrein- dýradrápi, enda sýnir hann sig á Facebook með drepið dýr annars vegar og skotvopn allmikið hins vegar, glaðbeittur og skælbrosandi. Viðhafði tilburði þeirra sem telja sig hetju. Svipaða mynd má líka finna af ráðherra á netinu. Geislandi á svip og sperrtur vel yfir dauðu hrein- dýrinu. Veiðimenn mishittnir Ekki hitta veiðimenn þó alltaf dýrið, en særa það aðeins, sennilega líka ráðherrar og aðstoðarmenn, til þess eins að það kveljist og þjáist, kannske vikur eða mánuð, e.t.v. kom skot í höfuð eða trýni og gerði dýrinu ókleift að éta, kannske lenti skot í fæti, þannig að dýrið varð að bjargast á þremur. Af þeim hreindýrum sem felld voru sumarið 2018 höfðu 33 dýr verið skotin og limlest áður. Flott sport og tómstundagaman það! Þegar ekki náðist í umhverfisráðherra FAXAFENI 5 Reykjavík 588 8477 DALSBRAUT 1 Akureyri 588 1100 SKEIÐI 1 Ísafirði 456 4566 VEFVERSLUN www.betrabak.is OPIN ALLAN SÓLARHRINGINN ALLT AÐ 60% AFSLÁTTUR SUMARÚTSALA BETRA BAKS 20% AF SÆNGUM OG KODDUM 20% AF STILLAN- LEGUM RÚMUM Einnig til í: 160x200 og 180 x 200 cm. 60% AFSLÁTTUR 10-40% A F H E I L S U I N N I S KÓ M EXCLUSIVE TOPPER Gæsadúnn. 90 x 200 cm. Verð: 30.900 kr. Nú 12.360 kr. Verð og vöruupplýsingar í auglýsingunni eru birtar með fyrirvara um prentvillur. Gott innlegg fagráðs um dýravelferð Í janúar 2020 héldu Matvælastofnun, Umhverfisstofnun, umhverfisráðu- neytið og Náttúrustofa Austurlands fund, þar sem þau tilmæli fagráðs um velferð dýra lágu fyrir, að mylkar hreindýrakýr yrðu ekki felldar meir frá kálfum sínum. Þar sem hreinkýr eru mjólkandi í minnst 5 mánuði og hreinkálfar fæðast um mánaðamótin maí/júní, hefði þessi stefnumörkun þýtt að kúaveiðar hefði ekki mátt hefja fyrr en 1. nóvember, þegar kálfar væru fimm mánaða, í stað 1. ágúst, þegar kálfar eru rétt tveggja mánaða. Skammvinnt gleðiefni Ofangreind innlegg var okkur Jarðarvinum mikið gleðiefni, en við höfðum barist fyrir því árum saman að griðatími hreinkálfa yrði lengdur, og einmitt lagt að fagráði að beita sér fyrir því. Dráp á mæðrum átta vikna kálfa þýddi auðvitað það að skinnin standa rétt í fæturna, þegar mæð- urnar eru drepnar frá þeim og að þeir eru mjólkurlausir, leiðsagnarlausir og verndarlausir eftir það. Stefna stjórnvalda um griðatíma kálfa til 1. nóvember hefði verið mikið framfaraspor fyrir blessaða kálfana. Þeir hefðu haldið mæðrum sínum í minnst fimm mánuði, í stað tveggja. Á því hefði verið allur munur. Aðkoma Guðmundar Inga Guðbrandssonar En hvað gerist?! Fylgdi þáverandi umhverfisráðherra, Guðmundur Ingi, sem kenndi sig við grænt, en reyndist fremur grár eða litlaus, nú varaformaður Vinstri grænna, þess- ari línu um lengdan griðatíma!? Nei, aldeilis ekki. Í millitíðinni komu auðvitað veiðimenn, sem munu vera um 10.000 í þessu landi, þar af sækjast um 3-4.000 veiði- menn eftir gleðinni af því að fá að fella saklaus og varnarlaus hrein- dýrin, sér til gleði og skemmtunar, að málinu og höfðu greinilega síð- asta orðið. Margir veiðimenn eru háttsettir í þjóðfélaginu, svokallaðir hvít- flibbar, efna- og áhrifamenn, enda kostar þessi drápsskemmtun mikla fjármuni, sem lægra settir ráða vart við, og var Guðmundur Ingi, sem vilda láta kalla sig Mumma, engin fyrirstaða fyrir vaska veiðimenn og Skotvís. Úrskurður Mumma að hætti veiðimanna Hreindýrakýr mátti áfram fella frá 1.  ágúst (þegar yngstu hreinkálfar eru átta vikna), en í leiðinni beindi ráðherra þeim vinsamlegu tilmælum til veiðimanna og leiðsögumanna þeirra, að þeir dræpu mest geldar kýr fram til 15. ágúst. Þetta var auðvitað helber sýndar- mennska, skrípaleikur, því að geldar kýr eru ekki nema 10–15% af kúa- hópnum og nánast ómögulegt að greina þær frá hinum kúnum. Þessi ljóti leikur, þetta dráp hreinmæðra frá ósjálfbjarga hrein- kálfum þeirra, hélt því áfram, og gáfu aðilar málsins, Umhverfisstofnun, umhverfisráðherra, Náttúrustofa Austurlands og veiðimenn ekkert, núll, fyrir tilmæli fagráðs, sem þó er ætluð leiðsögn í dýravelferðarmálum skv. lögum. Skítt með fagráðið og lagasetningar. Hvar gerir nýr ráðherra, Guðlaugur Þór? Nú blasir sú stóra spurning við, hvað Guðlaugur Þór, veiðimaður, nýr ráð- herra og ábyrgðarmaður villtra dýra í landinu, sá sem á að tryggja vernd þeirra og velferð, ætlar að gera! Gengur hann sjálfur áfram til hreindýradráps, kannske líka hrein- kúa? Eða, sýnir hann á sér betri hlið, bæði í eigin málum og í sínum ráð- herradómi?! Skyldi hann glugga á tilmæli fag ráðs um dýravelferð af viðeigandi alvöru og ábyrgð? Nú skal Guðlaug Þór Þórðarson og hans manndóm reyna. n Frá því að Rússar réðust inn í Úkra- ínu og brutu þannig vísvitandi gegn alþjóðalögum hefur Evrópusam- bandið samþykkt sex þvingunarað- gerðapakka gegn Rússlandi, sem beinast að tæplega 1.200 einstakl- ingum, 98 stofnunum og fyrirtækj- um og fjölda atvinnuvega. Þessar þvingunaraðgerðir voru samþykktar í samráði við samstarfsríki ESB, þar á meðal Ísland. Aðgerðirnar hafa þegar komið verulega illa við Vla- dímír Pútín og samverkamenn hans og áhrifin á efnahag Rússlands munu aukast eftir því sem fram líður. Evrópusambandið hyggst draga úr innflutningi á rússneskri olíu um 90% fyrir árslok 2022, auk þess sem innflutningur á gasi dregst óðum saman. Þannig hættum við smátt og smátt að vera háð innflutningi sem hefur löngum heft stjórnmála- ákvarðanir okkar. Þegar hætt er svo skyndilega að notast við rússneska orku koma óhjákvæmilega upp alvarleg vandamál hjá mörgum aðildarríkjum ESB og hjá ýmsum atvinnuvegum, en það er gjaldið sem við greiðum fyrir að standa vörð um lýðræði og alþjóðalög, líkt og við gerum nú í fullri samstöðu. Þv ing u naraðgerðir nar hafa áþreifanleg áhrif á efnahag Rúss- lands, þar sem nú þarf að flytja inn margar vörur með mikinn virðis- auka sem ekki eru framleiddar inn- anlands. Á sviði hátækni eru Rússar 45% háðir Evrópu, 21% háðir Banda- ríkjunum en aðeins 11% háðir Kína. Úrræðin sem Kínverjar geta boðið fyrir rússneskan efnahag eru nú sem fyrr takmörkuð, einkum á sviði hátæknivara, og til þessa hafa kínversk stjórnvöld ekki aðstoðað Rússa við að forðast þvingunarað- gerðir Vesturlanda. Þegar litið er til hergagnaiðn- aðar, sem er lykilþáttur hvað varðar stríðsreksturinn í Úkraínu, þá tak- marka þvingunaraðgerðirnar getu Rússa til að framleiða stýrð f lug- skeyti. Nær allir erlendir bílafram- leiðendur hafa ákveðið að yfirgefa Rússland og olíuiðnaðurinn líður fyrir brotthvarf erlendra rekstrarað- ila og skert aðgengi að hátækni, en hvort tveggja torveldar að hægt sé að taka nýjar olíulindir í notkun. Til að viðhalda flugsamgöngum þurfa rússnesk stjórnvöld að taka meiri- hluta flugvéla úr umferð til að end- urheimta nauðsynlega varahluti. Loks tapast aðgangur að fjármála- mörkuðum og hnattrænum rann- sóknanetum, auk þess sem horft er fram á stórfelldan atgervisflótta. Þótt Pútín stjórnist ekki af efna- hagslegum þáttum til skamms tíma litið munu þvingunaraðgerðirnar smám saman þvinga hann til þess að velja á milli hernaðar og efna- hagslegra hagsmuna. Að því er varðar áhrif þessara þvingunaraðgerða á lönd, einkum Afríkulönd, sem reiða sig á rúss- neskt og úkraínskt hveiti og áburð, er ljóst hvar ábyrgðin á matvæla- krísunni liggur. Þvingunaraðgerðir okkar beinast ekki á nokkurn hátt gegn útflutningi á hveiti og áburði frá Rússlandi, en hafnbann Rússa við Svartahaf kemur hins vegar í veg fyrir að Úkraínumenn geti flutt út hveiti. Eina raunverulega lausnin á vandanum sem steðjar að alþjóð- legum orku- og matvælamörk- uðum er að binda enda á stríðið, og það getur einungis orðið ef Rússar draga herlið sitt frá Úkraínu. Frið- helgi yfirráðasvæða og friðsamleg samskipti ríkja eru ekki bara vest- ræn eða evrópsk grunngildi heldur grundvöllur allra alþjóðalaga, sem Rússar virða nú að vettugi eins og ekkert sé. Það eru ekki mörg ár síðan við héldum í einfeldni okkar að gagn- kvæm efnahagstengsl myndu sjálf- krafa leiða til friðsamlegra alþjóða- samskipta, en raunin hefur reynst önnur. Því er brýnt að Evrópa taki sér stöðu sem eitt heimsveldanna. Við höfum brugðist við innrásinni í Úkraínu með því að láta verkin tala í auknum mæli og sýna þann- ig fram á að Evrópa geti svarað fyrir sig þegar henni er ögrað. Efnahags- þvinganirnar, sem eru þegar farnar að segja til sín og koma til með að hafa enn meiri áhrif á næstu mán- uðum, eru þungamiðjan í þessum viðbrögðum okkar. n Rússar hafa um tvennt að velja, heyja stríð eða bjarga efnahag landsins Josep Borrell utanríkismála- stjóri Evrópu- sambandsins ÞRIÐJUDAGUR 12. júlí 2022 Skoðun 11FRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.