Fréttablaðið - 02.08.2022, Page 1

Fréttablaðið - 02.08.2022, Page 1
1 5 5 . T Ö L U B L A Ð 2 2 . Á R G A N G U R f rettab lad id . i s Þ R I Ð J U D A G U R 2 . Á G Ú S T 2 0 2 2 Einleikur sem síldarstúlka Leit að íslenskum Marvel-kaleik Tímamót ➤ 12 Lífið ➤ 18 Laugavegi 174, 105 Rvk. www.hekla.is/skodasalur Škoda Kodiaq Vinsæli ferðafélaginn! Verð frá 7.590.000 kr. Eigum nokkra lausa bíla á lager! Fjórhjóladrifinn, mjög vel útbúinn með 2.5 tonna dráttargetu Þorvaldur Þórðarson eld­ fjallafræðingur segir ekki líkur á eldgosi á Reykjanes­ skaga sem ógni mannslífum en mögulegt sé að skemmdir verði á innviðum. Það þurfi að hefja undirbúning svo skaðinn verði sem minnstur. gar@frettabladid.is erlamaria@frettabladid.is NÁTTÚRUVÁ „Það er langlíklegast að það gjósi við Fagradalsfjall þótt það sé ekki útilokað að gjósi við Svartsengi eða þar,“ segir Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur sem kveður skjálftahrinuna sem nú stendur yfir á Reykjanesskaga hluta af þeirri mynd að hafið sé nýtt gos­ tímabil á svæðinu. Hörð jarðskjálftahrina var um helgina á Reykjanesskaga. Harðasti skjálftinn var upp á 5,4 stig í fyrra­ dag. Átti hann upptök sín nærri Grindavík og fór þá ýmislegt úr skorðum í bænum svo íbúum þótti nóg um. Fannar Jónasson bæjar­ stjóri segir tilhugsunina um gos ekki þægi lega. „Það eru auð vitað von brigði að það skuli vera að taka sig upp jarð­ skjálfta hrina, eins öf lug og raun ber vitni, og við vitum að ef kvikan er að leita sér að leiðum upp getur það hugsan lega leitt til þess að það muni gjósa,“ segir Fannar sem hvetur Grindvíkinga til að halda ró sinni en fylgjast vel með ef staðan skyldi breytast. „Það er sólar hrings vakt á svæð­ inu í kringum okkur. Við treystum bara á vísinda menn að vakta þetta vel og ræki lega, og grípa svo til að gerða á grund velli við bragðs á­ ætlana eftir því sem þörf er talin á,“ segir Fannar. Þorvaldur segir líklegt að ef að komi til eldgoss á næstunni verði meiri aðdragandi að því en nú er orðinn. Þó geti gosið strax í dag. Auk Fagradalsfjalls og Svartsengis­ svæðisins gæti gosið við Krýsuvík, Móhálsadal eða Vigdísarvelli. „En það verður að taka það fram að ekkert af þessum gosum er lífs­ hættulegt. Þau eru ekki að fara að sprengja allt upp í loft,“ undir­ strikar Þorvaldur. „Þetta verða hraungos og fólk hefur tíma til að koma sér undan. En ef hraungos eru nálægt innviðum þá er hætta á að þeir verði fyrir skemmdum eða jafnvel eyðileggist. Við erum komin inn í gostímabil og verðum að gera allt sem við getum til að draga úr áhrifum þeirra eldgosa sem verða í náinni framtíð. „Mér persónulega líður mjög illa með þetta. Mér finnst þessi óvissa svakalega vond,“ segir María Ben­ ónýsdóttir, íbúi í Grindavík. SJÁ SÍÐU 4 Fagradalsfjall er líklegasti gosstaðurinn Það verður að taka það fram að ekkert af þessum gosum er lífshættulegt. Þau eru ekki að fara að sprengja allt upp í loft. Þorvaldur Þórðarson, eldfjallafræðingur Nánar á frettabladid.is „Ég er fegin að kötturinn var ekki heima,“ segir Elín Ingólfsdóttir í Grindavík en við henni blasti ófögur sjón eftir ferðalag um verslunarmannahelgina. „Það var allt út um allt,“ segir Elín. SJÁ SÍÐU 4 FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.