Fréttablaðið - 02.08.2022, Page 11
KYNN INGARBLAÐ
ALLT
ÞRIÐJUDAGUR 2. ágúst 2022
ALOE VERA
MELTING & BÓLGUR
85%VIRKTCURCUMIN
www.celsus.is
Ásta Kristín Benediktsdóttir bók-
menntafræðingur leiðir gönguna
næsta fimmtudag. MYND/AÐSEND
starri@frettabladid.is
Næsta fimmtudag mun Ásta Krist
ín Benediktsdóttir bókmennta
fræðingur leiða göngugesti um
miðborgina og bjóða þeim með
sér í heimsókn á sögusvið hinsegin
bókmennta frá ýmsum tímum.
Gangan er hluti af viðburða
röðinni Kvöldgöngum, auk þess
að vera hluti af dagskrá Hinsegin
daga sem nú standa yfir.
Meðal bóka sem koma við sögu
má nefna bókina Mánastein –
drenginn sem aldrei var til eftir
Sjón, Millu eftir Kristínu Ómars
dóttur og Man ég þig löngum eftir
Elías Mar.
Persónur lifna við
Ásta mun leitast við að svara
spurningum á borð við: Hvar varði
drengurinn Máni Steinn, sem
aldrei var til, dögum sínum? Vann
hin tuttugu og eins árs gamla Milla
kannski á Borgarbókasafninu?
Hvers kyns ástarsorg hrakti hinn
vestfirska Halldór Óskar Halldórs
son aftur heim til sín eftir skamma
Reykjavíkurdvöl?
Ásta Kristín er bæði fróð og
forvitin um hinsegin bókmenntir
og göngugestir ættu ekki að vera
sviknir af rabblabbi með henni
og sögupersónunum um stræti
Reykjavíkur á Hinsegin dögum.
Meðan Hinsegin dagar standa
yfir verður allur hinsegin bóka
kostur Borgarbókasafnsins til
sýnis í bókabíl á Lækjartorgi.
Nánari upplýsingar á Facebook
síðu og vef Borgarbókasafnsins. n
Hinsegin
bókmenntaganga
Birta Ósk segir að bæði almenningur og stjórnvöld geti gert ýmislegt til að standa með og styrkja stöðu kvára á Íslandi. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR
Kvár eru ósýnileg í íslensku samfélagi
Birta Ósk hefur verið að rannsaka félagslega stöðu kvára á Íslandi og segir mikla þörf á vit-
undarvakningu um hópinn, sem sé að miklu leyti ósýnilegur. Hán segir að bæði almenn-
ingur og stjórnvöld geti gert margt til að sporna við þeim hindrunum sem kvár mæta. 2