Fréttablaðið


Fréttablaðið - 02.08.2022, Qupperneq 32

Fréttablaðið - 02.08.2022, Qupperneq 32
frettabladid.is 550 5000 RITSTJÓRN ritstjorn@frettabladid.is AUGLÝSINGADEILD auglysingar@frettabladid.is PRENTUN Torg ehf. DREIFING Póstdreifing ehf. dreifing@postdreifing.is 2022 - 2025 FRÍTT ALLAN HRINGINN KAFFI G E R I Ð G Æ Ð A - O G V E R Ð S A M A N B U R Ð STILLANLEG HJÓNARÚM MEÐ BODYPRINT DÝNU PANDORA STILLANLEGUR HÆGINDASTÓLL VANDAÐAR SÆNGUR OG KODDAR Í ÚRVALI EITT MESTA ÚRVAL AF HEILSUDÝNUM Á LANDINU ÚRVAL AF VÖNDUÐUM HEILSURÚMUM WWW.SVEFNOGHEILSA.IS ENGJATEIGI 17-19, REYKJAVÍK S:581 2233 BALDURSNESI 6, AKUREYRI S: 461 1150 OPIÐ: VIRKA DAGA.......KL. 10:00 -18:00 LAUGARDAGA....KL. 12:00 - 16:00 UMBOÐSAÐILAR: HÚSGAGNAVAL, HÖFN Í HF. BARA SNILLD, EGILSSTAÐIR Svefn heilsa& VERSLANIR: Péturs Georgs Markan n Bakþankar Í upphafi sumars átti ég áhuga- vert samtal um Guð, sem oftar. Að þessu sinni snerist umræðan um þennan dæmandi, refsandi Guð sem birtist okkur í Gamla testa- menti biblíunnar. Spjallið klifraði síðan í betra skyggni og vatt sér yfir í pælingar um þennan alltum- vefjandi Guð Nýja testamentisins. Ég var sumsé á hlaupunum með skokkhópnum þegar umræðan tókst á flug. Í framhaldinu dýpkaði umræð- an og hóf að kryfja sístætt verkefni guðfræðinnar og heimspekinnar; breytist Guð? Kollgátuna í hópnum átti sjálf- sagt sá sem engu trúir: „Guð getur aðeins þróast með manninum“ – „og öfugt“. Ég er samt ekkert viss um að við séum að hugsa þetta eins. Um leið og gátan var leyst gall í snjallúrinu hans að „peisið“ væri undir viðmiði og að óbreyttu næði hlauparinn ekki settu marki. Kannski Guð búi í snjallúrinu, amma. Hið dæmandi lögmál er víða. Seinna um sumarið var ég staddur í vinahópi á Ströndum. Það er bein tenging við undrið að dvelja í Ófeigsfirði albjarta sumar- nótt. Sjá himininn veita deginum bálför guðanna – upplifa sólina hníga og rísa á fremsta bekk. Það er bara ekkert eins og þetta. Mörg undur tilvistarinnar helga sannfæringuna um tilvist Guðs. Annað undur er kraftur kærleikans sem birtist í baráttu hinsegin fólks, sem hefur breytt öllu samfélaginu. Guðsmyndin breytist. Kristur er trans í baráttu trans samfélagsins fyrir viðurkenningu og mennsku. Kristur er hommi þegar ýjað er að kvótasetningu þeirra. Kristur er útvörður mennskunnar, kær- leikans og fjölbreytileikans. Enda fjölbreytileikinn sköpun hennar. Guð breytist – og í Ófeigsfirð- inum er hán eins, um aldir alda. n Um aldir alda

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.