Vísbending


Vísbending - 22.01.2021, Síða 1

Vísbending - 22.01.2021, Síða 1
Vikurit um viðskipti, efnahagsmál og nýsköpun ISSN 1021-8483 V Í S B E N D I N G • 3 . T B L . 2 0 2 1 1 Gylfi Zoega og Ásgeir Brynjar Torfason skrifa um sölu ríkisins á hlut í Íslandsbanka Hvað ber að varast í einkavæðingu banka? Lítil óvissa þyrfti að ríkja um virði vandræðaeigna Kreppur leiða oft til vinstrisveiflu í stjórnmálum 22. janúar 2021 3. tölublað 39. árgangur Hugleiðingar um einka væðingu viðskiptabanka Fyrirhuguð einkavæðing Íslandsbanka hefur vakið umræðu á síðustu dögum eins og við var að búast. Tímasetning bankasölunnar hefur verið gagnrýnd. Á það hefur verið bent á að mörg fyrirtæki sem eru óstarfhæf vegna COVID kreppunnar séu með lán í „frystingu“ í Íslandsbanka og sum séu kannski ekki lífvænleg. Þess vegna sé nokkur óvissa um verðmæti bank- ans eins og mál standa. Nýjir eigendur bankans muni einnig fá vald til þess að ákveða hvaða fyrirtæki fái að lifa og hver ekki, færa til eignarhald á fyrirtækjum og móta samkeppnisaðstæður. Þess vegna sé hugsanlegt að þeir sem vilja eignast bank- ann vilji einnig hafa með uppgjör skulda þessara fyrirtækja að gera. Þótt ákvörðun um einkavæðingu hafi verið tekin við myndun núverandi ríkisstjórnar og því ekki ásetn- ingur ríkisstjórnar að koma bankanum til slíkra eigenda, þá breytir það því ekki að sjónarmið sem þessi geta átt rétt á sér við núverandi aðstæður. En einkavæðing kerfislega mikilvægs við- skiptabanka væri viðkvæm jafnvel við bestu aðstæður. Hverjar er ástæður þessarar við- kvæmni? Hér verður fjallað um nokkrar slíkar. Bankar eru ekki eins og önnur fyrirtæki Bankar, ólíkt öðrum fyrirtækjum, búa til peninga. Þegar banki A veitir viðskiptavini B lán þá verður reikningshaldsleg færsla sem bókfærir kröfu A á B (eign A) og jafn- framt er upphæðin sett inn á reikning B hjá A (skuld A). Með einfaldri rafrænni færslu verða peningar til. Eigendur viðskiptabanka geta þá notið þess að geta búið til peninga ef þeir komast upp með að lána sjálfum sér eða einhverju eignarhaldsfélagi sem þeir ráða yfir. En bankarnir auka einnig útlán með peningamynduninni og hafa þannig áhrif á verð fasteigna og hlutabréfa sem einnig getur hagnast eigendum á óbeinan hátt. Bankar eru hluti af greiðslukerfi hagkerfis- ins. Í gegnum þá fara allar greiðslur og tekjur fyrirtækja, einstaklinga og hins opinbera. Og fyrir þessa þjónustu taka bankarnir gjöld sem nema tugum milljarða á hverju ári. Greiðslu- kerfið hér á landi er dýrt í samanburði við greiðslukerfi nágrannalandanna. Hér vantar að bankar gefi út ódýrt „innanlandskort“ til nota í viðskiptum innan lands eins og þekkist á hinum Norðurlöndunum. Þess í stað fara allar kortagreiðslur í gegnum erlend kortafyrirtæki með ærnum kostnaði fyrir einstaklinga og samfélagið allt. Þessi dýra þjónusta er merki fákeppni. Vegna þess að bankar geyma innistæður okkar og vegna þess að þeir eru hluti af greiðslukerfinu þá má ganga að því sem vísu að ríkissjóður hlaupi undir bagga ef stór banki verður uppiskroppa með eigið fé; virði eigna lækkar vegna útlánataps eða misheppnaðra fjárfestinga. Eigendur og stjórnendur banka gera sér grein fyrir þessu og einnig þeir sem lána þeim peninga. Þessi kokteill verður enn eldfimari þegar við bætum við takmarkaðri ábyrgð eigenda viðskiptabanka. Viðskiptabankar eru reknir í hlutafélagaformi svo að ábyrgð eigenda takmarkast við verðmæti þess hlutar sem þeir eiga. Af þessu leiðir að eigendur hagnast þegar vel gengur en tjón getur lent á lánardrottnum og skattgreiðendum. Þannig urðu erlendir bankar fyrir miklu tjóni af falli íslensku bankanna árið 2008. Hagfræðingarnir Charles Goodhart og Rosa Lastra (2020) hafa nýlega haldið því fram að takmörkuð ábyrgð stjórnenda og ráðandi eigenda sé stærsta orsök þess að bankar taka of mikla áhættu í rekstri sínum. Þegar vel gengur þá hagnast eigendurnir en þegar illa fer þá kemur ríkissjóður til hjálpar. Svipað er uppi á teningnum með fjárfestingasjóðum sem hafa ekki baktryggingu ríkissjóðs. Í þessu tilviki eru það lánardrottnar, þ.e.a.s. einstakir fjárfestar, sem bíða tjón þegar fjárfesting mistekst en eigendur sjóða hagnast þegar vel gengur. Ríkisbankar og einkareknir bankar Saga bankastarfsemi á Íslandi kennir okkur að ríkisbankar geta ekki síður orðið gjald- þrota en einkareknir bankar. En það gerist á annan hátt. Það er ekki vonin um hagnað ef fjárfesting tekst vel sem hvetur stjórn- endur til áhættutöku heldur „spilling“ í þeim skilningi að peningar eru búnir til fyrir fyrirtæki og verkefni á öðrum grundvelli en arðsemi sem leiðir síðan til útlánataps. Þessi spilling getur tekið ýmis form. Einstak- lingur A er í stjórn ríkisbanka og einnig í stjórn fyrirtækis sem tekur óhóflega mikið af lánum í bankanum. Að lokum kemur í ljós að fyrirtæki getur ekki greitt lánið til baka og bankinn þarf ríkisstyrk til áfram- haldandi reksturs. Einnig þekktist að tveir stærstu stjórnmálaflokkarnir skipuðu hvor sinn bankastjórann í ríkisbanka sem sáu svo um að veita lán til fyrirtækja sem tengdust stjórnmálaflokkunum. Á þennan hátt lenti Landsbankinn í erfiðleikum löngu áður en hann var einkavæddur. Hins vegar hefur rekstur hinna tveggja ríkisreknu banka gengið vel síðustu ár og ekki hafa komið neinar ábendingar um að viðskiptavinum sé mismunað. Dregið hefur verið úr kostnaði. En einkavæðing viðskiptabanka felur í sér að hvati til áhættutöku margfaldast vegna þess að í stað greiðvikni og lax- veiðiferða ríkisbankastjórans kemur mikill Gylfi Zoega hagfræðingur framh. á bls. 4 Einkavæðing kerfislega mikil- vægs viðskipta- banka væri viðkvæm jafnvel við bestu aðstæður

x

Vísbending

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.