Skessuhorn


Skessuhorn - 23.02.2022, Síða 17

Skessuhorn - 23.02.2022, Síða 17
MIÐVIKUDAGUR 23. FEBRÚAR 2022 17 Búið er að gefa út ársskýrslu Fab Lab smiðju Vesturlands í Breið ný­ sköpunarsetri fyrir árið 2021. Alls heimsóttu 1.115 manns smiðjuna á því starfsári. „Markmið með starf­ semi Fab Lab smiðjanna er að auka þekkingu skólafólks og almennings á persónumiðaðri framleiðslu og stafrænum framleiðsluaðferðum,“ segir í skýrslunni. „Verkefninu er ætlað að auka áhuga á verk­ og tækninámi í grunn­ og framhalds­ skólum, auka tæknilæsi og tækni­ vitund og efla hæfi til nýsköpunar í námi og atvinulífi.“ Fjölbrautaskóli Vesturlands á Akranesi er virkur þátttakandi í Fab Lab smiðjunni og hefur tengt hana inn á námsbrautir við skólann. Alls voru fimm skráðir nemend­ ur við skólann sem hafa sótt smiðj­ una reglulega. 37 einstaklingar frá Endurhæfingarhúsinu Hver og Starfsendurhæfingu Vesturlands notuðu smiðjuna reglulega og 14 einstaklingar frá Arttré og Fjöliðj­ unni á Akranesi notuðu smiðjuna reglulega. „Framundan er vinna við að fullklára uppsetningu smiðjunn­ ar, sem og kaup á tækjum og tólum til að auka á möguleika smiðjunnar í kennslu og stafrænni nýsköpun,“ segir í ársskýrslunni. arg Góð aðsókn í Fab Lab smiðju Vesturlands Í hlaðvarpsþáttunum Lifa og njóta spjallar Skagakonan Hildur Mar­ ía Sævarsdóttir við fólk úr öllum kimum samfélagsins. Fyrsti þáttur­ inn kom út síðastliðið sumar og óhætt er að segja að Hildur Mar­ ía hafi sett markið hátt strax í upp­ hafi en þar ræddi hún við tónlistar­ konuna Grétu Salóme. Þær ræddu saman um tónlistina og hvernig það er að vera opinber persóna á Íslandi. „Það kom mér mjög á óvart hvað hún var fljót að samþykkja. Ég sendi henni bara skilaboð og spurði hvort hún vildi koma í spjall til mín og fékk strax já og tveimur dögum seinna vorum við að taka upp,“ segir Hildur María í samtali við Skessuhorn. Hildur María flutti á Akranesi fimm ára gömul og hef­ ur búið þar síðan, hún á tvö börn, Sævar Þór sem er 14 ára og Helenu Maríu 8 ára. Hildur María vinnur hjá Akraneskaupstað í liðveislu og líkar það starf mjög vel. „Allir dagar eru ný ævintýri og það er svo mik­ il gleði í þessu starfi. Mér finnst það bara alveg æðislegt og skjól­ stæðingar mínir eru frábærir,“ seg­ ir hún ánægð. Ekki alltaf svona ófeimin Hvernig byrjar maður með hlað­ varpsþætti? „Ég held að það hafi allir spurt mig að þessu. En ég hef ekkert betra svar en að maður bara byrjar,“ svarar hún og hlær. „Mig hefur lengi langað að gera þetta og ákvað bara að stökkva af stað af full­ um krafti. Ég elska að hitta fólk og spjalla og þykir gaman að ræða um nánast hvað sem er,“ bætir hún við. Hildur María tekur upp þættina í Podcaststöðinni í Kópavogi þar sem hún hefur aðgang að öllum búnaði sem til þarf. Bróðir hennar, Pétur Þór Sævarsson, sér um að klippa og Jakob Ævarsson frændi henn­ ar gerði stef fyrir þættina. Aðspurð segir Hildur María það hafa geng­ ið mjög vel að fá fólk til að koma í þáttinn. „Ég sendi bara skilaboð og annað hvort fæ ég já eða nei og svo bara held ég áfram út frá því. Oft­ ast er fólk mjög jákvætt en ef ekki þá er það bara allt í lagi og ég spyr bara næstu manneskju,“ segir hún og heldur áfram: „Maður veit aldrei hvort svarið maður fær nema að spyrja og það er engin ástæða til að vera feimin eða hrædd við það. Það átti örugglega engin von á að heyra mig segja þetta fyrir nokkrum árum og ég hefði ekki sjálf trúað því. Ég hef nefnilega ekki alltaf verið svona ófeimin,“ segir hún og hlær. „En það bara breyttist eitthvað og í dag er þetta ekkert mál fyrir mig. Hvað er það versta sem gerist?“ Lifa og njóta Aðspurð segir Hildur María nafnið á þáttunum, Lifa og njóta, vera vís­ un í hennar mottó í lífinu. „Ég hef alltaf sagt að ég vilji bara njóta lífs­ ins, hafa gaman og já, bara lifa og Ræðir við fólk úr öllum kimum samfélagsins í hlaðvarpsþáttunum Lifa og njóta njóta. Þetta var því eiginlega bara fullkomið nafn á mína þætti,“ seg­ ir hún. Þetta mottó endurspeglast vel í þáttunum en hún leggur mikla áherslu á að hafa notalegt andrúms­ loft í stúdíóinu svo gestir hennar geti notið þess að koma í spjall. „Ég vil að fólki líði vel og geti spjallað í rólegheitunum um hvað sem er,“ segir hún. „Ég hef verið ótrúlega heppin með viðmælendur en þó ég hafi oftast fengið til mín fólk sem er þekkt í samfélaginu þá hef ég alltaf fundið það strax að þetta er bara venjulegt fólk og samtölin eru alltaf áreynslulaus. Við spjöllum bara um þeirra skoðanir og reynslu en ég elska að hlusta á fólk segja mér frá þeirra lífi og sjónarmiðum en all­ ar skoðanir eru velkomnar í þáttinn til mín. Ég er ekki að dæma fólk og viðmælendur þurfa ekki að vera sammála mér til að ég vilji tala við þá. Við erum öll ólík og með ólíkar skoðanir og það er bara í góðu lagi. Ég vil heyra öll sjónarmið og allar hliðar á málum,“ segir hún. Hjalti Úrsus stendur upp úr Spurð hvaða viðtal sé eftirminni­ legast er hún fljót að svara; „viðtalið við Hjalta Úrsus.“ Hildur Mar­ ía ræddi við Hjalta um son hans, Árna Gils sem var ákærður fyrir til­ raun til manndráps, en síðar sýkn­ aður. „Þetta er mál sem hefur verið í gangi í nokkur ár núna og er ekki enn lokið. Það var ótrúlega magnað að ræða þetta við Hjalta. Sonur hans þurfti að þola ótrúlega hluti í gegn­ um allt málið en samt er hvergi ver­ ið að fjalla um þetta,“ segir Hild­ ur María og bætir við að þó viðtöl­ in sem hún hefur tekið séu ólík er alltaf eitthvað í þeim sem stendur upp úr. Hún hefur til dæmis tek­ ið viðtal við Sigríði Klingenberg, Ósk Tryggvadóttur sem framleiðir efni fyrir OnlyFans, Hall Hallsson rannsóknarlögreglumann og marga fleiri. Þá tók hún viðtöl við stjórn­ málafólk fyrir kosningarnar síðasta haust og nú er hún byrjuð að taka viðtöl við frambjóðendur í kom­ andi sveitarstjórnar kosningum. „Ég var að klára að taka viðtal við Björgvin Pál Gústavs son sem er að fara í framboð í Reykjavík og er sá þáttur væntanlegur á streym­ isveitur á allra næstu dögum,“ seg­ ir hún og bætir við að væntanlega muni hún tala við fleiri frambjóð­ endur á næstu vikum. Þegar blaðamaður Skessuhorns ræddi við hana fyrir helgi var hún að undirbúa stórt viðtal við Erlu Bolladóttur þar sem hún ætlar að taka þáttinn skrefinu lengra og taka hann upp í mynd. „Ég er búin að vera að kafa ofan í það mál í langan tíma en þetta er alveg ótrúlegt mál sem allir þurfa að kynna sér. Ég hlakka mikið til að tala við hana,“ segir hún ánægð. „Ég mun setja það í forgang að klippa þann þátt svo hann komist í loftið sem fyrst. Það eru margir búnir að segja mér að þeir bíði spenntir eftir honum,“ segir hún og bætir við að margir spennandi þættir séu væntanlegir á næstu vikum. Gott að fá stuðning úr heimabyggð Spurð hvort hún stefni á að gera þetta að sinna aðal atvinnu seg­ ist hún ekki endilega stefna á það. „Mér þykir þetta ótrúlega gam­ an og get vonandi haldið áfram lengi. Ég er rosalega þakklát fyr­ ir stuðninginn sem ég hef fengið en Stefanía Sigurðardóttir á Moz­ art hárgreiðslustofu á Akranesi hef­ ur séð um mitt hár í mörg ár og hún vildi styðja mig í þessu og er núna styrktar aðili,“ segir Hildur María og bætir við að hún sé mjög þakklát fyrir slíkan stuðning úr sín­ um heimabæ. „Mér þykir ótrúlega gaman að fá að auglýsa fyrirtæki í mínum heimabæ, enda mörg frábær fyrirtæki þar,“ segir hún. Þá hef­ ur hún einnig aðra góða styrktar­ aðila sem gera henni kleift að halda vinnunni áfram. En vilji fólk aug­ lýsa í þáttunum Lifa og njóta er hægt að hafa samband við Hildi Maríu á Facebook eða í gegnum Instagram þáttanna undir nafninu podc.ast2021. arg/ Ljósm. aðsendar Hildur María Sævarsdóttir stjórnandi hlaðvarpsins Lifa og njóta. Fyrsti gestur Hildar Maríu var Gréta Salóme.

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.