Skessuhorn


Skessuhorn - 23.02.2022, Page 22

Skessuhorn - 23.02.2022, Page 22
MIÐVIKUDAGUR 23. FEBRÚAR 202222 Hvað fékkstu í gjöf á konudaginn? Spurning vikunnar (Spurt á Akranesi) Karítas Gissurardóttir „Bleikt handklæði.“ Þórgunnur Óttarsdóttir „Ekkert.“ Anna Ósk Sigurgeirsdóttir „Út að borða á Galito.“ Maren Ósk Elíasdóttir „Ég bakaði mína eigin köku og keypti blóm handa mér.“ Lilja Högnadóttir „Út að borða á Grjótinu.“ Knattspyrnumaðurinn Kaj Leo í Bartalsstovu hefur gengið til liðs við Skagamenn frá Val Reykja­ vík. Kaj Leo er þrítugur kantmaður og landsliðsmað­ ur frá Fær­ eyjum. Hann hefur spilað á Íslandi frá árinu 2016, fyrst með FH þar sem hann lék 7 leiki og síðan næstu tvö tímabil með ÍBV en þar lék hann 41 leik og skoraði í þeim fjögur mörk. Síðan 2019 hefur Kaj Leo verið í herbúð­ um Vals og lék alls 48 leiki í Pepsi Max deildinni og skoraði fimm mörk á þessum þremur tímabilum. Hann gerði tveggja ára samning við ÍA og ætti að vera góður liðsstyrkur fyrir Skagamenn í efstu deild á Ís­ landsmótinu í knattspyrnu í sumar. vaks Skagamenn léku annan leik sinn í Lengjubikarnum á laugardaginn þegar þeir mættu liði KV sem leikur í næstefstu deild, Lengju­ deildinni, í sumar. Skagamenn fóru létt með Knattspyrnufélag Vestur­ bæjar í leiknum, voru komnir í 3­0 fyrir hálfleik með tveimur mörk­ um frá Viktori Jónssyni og einu frá Gísla Laxdal Unnarssyni. Ný­ liðinn Christian Köhler bætti svo við fjórða markinu í seinni hálf­ leik með þrumuskoti og stórsigur í höfn, 4­0. Um helgina yfirgaf sóknarmað­ urinn Hákon Ingi Jónsson herbúð­ ir Skagamanna og gerði þriggja ára samning við Fjölni í Grafar­ vogi. Hákon Ingi lék 17 leiki með ÍA á síðasta tímabili og skoraði þrjú mörk. Ólsarar unnu Vesturlandsslaginn Það var sannkallaður Vesturlands­ slagur í Akraneshöllinni á föstu­ dagskvöldið þegar Kári og Vík­ ingur Ólafsvík mættust í B deild Lengjubikarsins en þetta var fyrsti leikur beggja liða í Lengjubik­ arnum í ár. Víkingur byrjaði bet­ ur í leiknum og var kominn með tveggja marka forystu eftir tæp­ lega korters leik með mörkum frá Bjarti Bjarma Barkarsyni og Mika­ el Hrafni Helgasyni. Kári minnk­ aði muninn muninn með marki frá Steindóri Mar Gunnarssyni en Brynjar Vilhjálmsson kom Víkingi í 1­3 rétt fyrir hálfleik. Fylkir Jó­ hannsson svaraði fyrir Kára eftir klukkustundarleik og Nikulás Ísar Bjarkason jafnaði metin sex mínút­ um síðar, staðan 3­3. Það var síð­ an áðurnefndur Bjartur Bjarmi sem tryggði sigur gestanna með marki á næstsíðustu mínútu leiksins og lokatölur því 3­4 fyrir Ólsara. Markahrókurinn Marinó Hilm­ ar Ásgeirsson úr Kára hefur geng­ ið til liðs við Kórdrengi sem leika í Lengjudeildinni í sumar en hann lék 16 leiki og skoraði sjö mörk í 2. deild síðasta sumar. Þá hefur mark­ vörðurinn Gunnar Bragi Jónasson skipt yfir í Víking Ólafsvík frá Kára en hann lék níu leiki með Kára og þrjá leiki með Skallagrími síðasta sumar. vaks Vetrarveðrið lék við Grundfirðinga fimmtudag og föstudag í síðustu viku en skíðalyftan gekk þessa síð­ ustu daga og dró skíðafólk á öll­ um aldri upp brekkurnar. Mjög skemmtileg stemning myndaðist á svæðinu en bæjarbúar vinna þarna í sjálfboðavinnu til að halda fjörinu gangandi. tfk Á fundi bæjarráðs Akraness á þriðjudaginn var rætt um æf­ ingaaðstöðu Kraftlyftingafélags og Hnefaleikafélags Akraness en vegna slæmra loftgæða og myglu í kjallara íþróttahússins á Vestur­ götu eru félögin á hrakhólum þessa dagana. Unnið hefur verið að lausn málsins og samþykkti bæjarráð að veita viðbótarfjármagni, rúmlega 1,5 milljón króna, til leigu á rými til afnota fyrir Kraftlyfinga­ og hnefa­ leikafélag Akraness til eins árs. Rýmið sem um ræðir er á Þjóð­ braut 13a í sama húsnæði og Poll­ ur Bílaþvottur er til húsa, en það er tæplega 70 fermetrar. Pollur bíla­ þvottur hyggst flytja síðar í þessum mánuði yfir götuna og koma sér fyrir í nýju húsnæði sem er staðsett við hliðina á Tölvuþjónustunni við Esjubraut. vaks Mikill fjöldi fólks nýtti sér skíðasvæðið við þessar frábæru aðstæður. Mikið fjör í skíðabrekkunni Þessar ungu dömur skemmtu sér frábærlega síðasta fimmtudag. Þær Fanney og Olivia hvíla lúin bein á milli ferða á þar til gerðum letihaug. Þórey Jónsdóttir lætur ekki sitt eftir liggja og er hér í lyftuvörslu. Leikið í Lengjubikarnum um helgina Kaj Leo genginn í raðir ÍA Pollur Bílaþvottur kemur inn í bilið sem er næst á myndinni. Á hrakhólum með húsnæði Séð inn í rýmið sem félögin fá.

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.