Vesturbæjarblaðið - dec. 2021, Side 5

Vesturbæjarblaðið - dec. 2021, Side 5
Tilvalið að breyta Hótel Sögu í íbúðir fyrir eldra fólk Helgi leiðir talið að Bænda­ höllinni. „Er hún ekki að mestu tóm. Hvað á að gera við þetta stóra hús. Hef heyrt að það sé til sölu. Mér fyndist tilvalið að breyta því í íbúðir fyrir heldra fólk. Húsið er á góðum stað í miðjum Vesturbænum. Útsýnið er frábært. Svo mætti útbúa fína félagsaðstöðu fyrir fólkið. Þar sem það gæti komið saman og átt góðar stundir. Það mætti setja upp stóran skjá þar sem Raggi Bjarna væri að syngja. Enginn er tengdari Sögu en hann.“ Tilefni fyrir lífeyrissjóðina Helgi segir að þarna væri komið tilefni fyrri lífeyrissjóðina. Hann hefur undanfarinn áratug velt stöðu þeirra fyrir sér og hvernig farið er með þá fjármuni sem þeir fá til ávöxtunar. „Ef sjóðirnir notuðu tvo milljarða á ári til að byggja litlar íbúðir fyrir ellilífeyrisþega væri hægt að útrýma húsnæðisskorti aldraðra á áratug eða svo. Ég er ekki að tala um ölmusu. Þeir sem hafa greitt í sjóðina eiga þessa peninga og eiga líka að fá ráðstafa þeim að vild. Mér finnst lífeyrissjóðirnir hafi gleymt okkur. Við sendum þeim peninga en þeir hugsa lítið um hvernig þeir geti auðveldað fólki ævikvöldið. Ég byrjaði að tala um lífeyrissjóðina fyrir áratug. Þá námu eignir þeirra um 400 milljörðum, en nema nú um þrjú þúsund milljörðum. Þeir fá 12 prósent af laununum okkar en þeir sem greiða hafa ekkert um það segja í hvað peningarnir eru notaðir.“ Hugmyndir Helga um að lífeyrissjóðirnir taki að sér að byggja yfir aldraða hafa vakið mikla athygli og hann fengið jákvæð viðbrögð fyrir að benda á þetta. Lífeyrisgreiðslur skipta máli við makamissi Helgi heldur áfram. „Þegar ég byrjaði að greiða í lífeyrissjóð árið 1964 höfðu menn ekki neitt val í hvaða sjóð þeir greiddu. Sem betur fer hefur það breyst. Menn þurfa að huga vel að því í hvaða sjóði þeir greiða og hvert viðbótarlífeyrissparnaðurinn fer. Ég og mín fjölskylda fórum að greiða í Frjálsa lífeyrissjóðinn fyrir tíu til tólf árum. Þegar sonur minn dó greiddi sjóðurinn tíu milljónir inn í dánarbúið. Það kom hins vegar ekki króna frá Gildi sem hann var búinn að greiða í mörg ár. Svipað gerðist þegar konan mín féll frá. Þá fékk ég átta milljónir eftir hana en dæturnar eina og hálfa milljón hver. Það skiptir svo miklu máli þegar fólk missir maka sinn að það fái lífeyrisgreiðslur.“ Maður ólst dálítið upp með Ameríku Helgi hefur ekki látið nammið eins og hann kemst að orði nægja. Hann fór að horfa eftir fleiri tækifærum. Fyrir rúmum fjórum áratugum opnaði hann fyrsta KFC staðinn hér á landi. „Ég hafði látið mig dreyma um að opna skyndibitastað. Maður ólst dálítið upp með Ameríku. Pabbi sigldi þangað og ýmis áhrif bárust hingað. Sérstaklega á tímum seinni heimsstyrjaldarinnar og eftir hana. Ég var búinn að sjá KFC fyrir mér hér á landi og var búinn að leggja talsverða vinnu í að fá umboðið. Ég opnaði fyrsta KFC staðinn í Hafnarfirði 9. október 1980. Þá voru liðin 50 ár frá því Colonel Harland Sanders opnaði sinn fyrsta stað í Kentucky í Bandaríkjunum árið 1930. Nú eru átta KFC staðir hér á landi þar af sex á höfuðborgarsvæðinu. Ég hef verið við þetta frá byrjun en í dag eru það þó aðalleg afkomendur mínir sem annast um rekstur KFC.“ Helgi segir að tilkoma KFC hafi breytt kjúklinga­ framleiðslunni hér á landi. „Við fórum að nota kjúklinga­ bringurnar meira. Áður var áherslan lögð á læri, leggi og vængi. Mesti maturinn er þó í bringunni. Þegar KFC var 40 ára efndum við til einskonar bílalúguleik. Hann fór þannig fram að farþegar í níunda hverjum bíl fengu afmælisfötu með níu kjúklingaleggjum gefins.“ Þola bara Pepsí og kjúkling Helgi er keikur. Segir þó að stundum veki talan 80 með sér ónot. Þar á hann sennilega við afmæli sitt þegar hann sjálfur mun standa á átta tugum. „Þetta angrar mig þó ekki alvarlega. Ég hef stunum hóað nokkrum saman sem eru á svipuðum aldri og ég. Þegar ég gerði það fyrst spurðu þeir hvort barinn væri opinn. Þeir vildi fá brennivín. Ég var ekki alveg á því að þess þyrfti með. Nú fá þeir bara kjúkling og Pepsí að drekka með. Þeir þola ekki meira,“ segir Helgi Vilhjálmsson sem hvergi er að láta deigan síga. 5VesturbæjarblaðiðNÓVEMBER 2021 Helga fyndist tilvalið að breyta Hótel Sögu í íbúðir fyrir heldra fólk. Ég var á sjónum þegar elsta dóttir okkar fæddist þann fyrsta apríl. Ég hafði huga á að skreppa í land og líta á barnið. Skipstjórinn sagði að svoleiðis gerðu menn bara í landlegum. Það liðu einhverjar vikur þar til ég sá barnið. Mér finnst lífeyris­ sjóðirnir hafi gleymt okkur. Við sendum þeim peninga en þeir hugsa lítið um hvernig þeir geti auðveldað fólki ævikvöldið. Ég byrjaði að tala um lífeyrissjóðina fyrir áratug. Þá námu eignir þeirra um 400 milljörðum. Nú nema þær um þrjú þúsund milljörðum. LANDSBANKINN. IS Mundu eftir Aukakrónunum um jólin Þú getur keypt næstum hvað sem er fyrir Aukakrónur hjá yfir 200 samstarfsaðilum okkar um allt land. Þú sérð stöðuna á krónunum þínum í appinu. Kynntu þér Aukakrónur á landsbankinn.is Skemmuvegi 44m • Kópavogi www.bilarogtjon.is

x

Vesturbæjarblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vesturbæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1114

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.