Vesturbæjarblaðið - dec 2021, Qupperneq 9
9VesturbæjarblaðiðNÓVEMBER 2021
Borgarráð hefur samþykkt
að haldin verði hönnunarsam
keppni í samstarfi við Arkitekta
félag Íslands um viðbyggingu
við Melaskóla og einnig um
hvernig útfæra megi Hagatorg
sem fjölbreytt útivistarsvæði
fyrir nemendur og íbúa í hverf
inu. Skúli Helgason formaður
Skóla og frístundaráðs Reykja
víkurborgar segir að Melaskóli
sem fagnar 75 ára afmæli í ár
sé einn fjölmennasti barnaskóli
landsins með 579 nemendur
á aldrinum 6 til 12 ára. Það er
mun meiri fjöldi en skólinn
rúmar og í þarfagreiningu um
viðbyggingarþörf Melaskóla
sem vísað er til í samþykkt
borgarráðs segir að það komi
m.a. niður á aðstöðu til list og
verkgreinakennslu, starfsmanna
aðstöðu, mötuneytisaðstaða
er af skornum skammti og
aðgengismálum er ábótavant.
Þarfagreiningin sýnir að brýnt
er að byggja við skólann, bæði
til að bæta fyrrnefnda aðstöðu,
til að frístundaheimilið Selið
fái aðstöðu í skólahúsnæðinu
og til að rúma áætlaðan fjölda
nemenda. Stefnt er að því að
hönnunarsamkeppnin hefjist
á fyrri hluta næsta árs og er
vonast til þess að niðurstöður
hennar liggi fyrir um haustið.
Í greinargerð um samkeppnina
segir að endurbygging og hönnun
Melaskóla sé margþætt verk efni
þar sem hagsmunir barnanna
eiga að hafa forgang og mikilvægt
sé að huga að útisvæði í breyting
unum. Mikilvægt er að samráð
sé haft við notendur í hönnun
arferlinu. Hluti af hönnunar
samkeppninni verður útfærsla
á Hagatorgi sem rými fyrir
almenning og skólastarf. Skúli
segir að það sé mjög ánægjulegt
að góð samstaða hafi skapast
um að breyta Hagatorgi úr ein
hverri stærstu umferðareyju land
sins í grænan almenningsgarð
sem geti nýst fyrir fjölbreytta
hreyfingu og skemmtilegt mann
líf barna og full orðinna í hjarta
Vesturbæjarins, jafnt nemenda
sem annarra íbúa. Hagatorg er
um 5600 fermetrar að stærð og
býður því upp á mikla möguleika
á fjölbreyttri nýtingu. Hugsa
eigi Hagatorg sem fjölnota rými
sem taki mið af nálægð þess
við Mela og Hagaskóla og leik
skólann Hagaborg þannig að það
geti nýst börnum og unglingum í
skólunum þremur til fjölbreyttrar
útivistar og útináms. Skoða þurfi
samgöngur í nálægð skólans með
áherslu á öryggi gangandi veg
farenda. Þess má geta að endur
bætur á Hagatorgi hlutu kosningu
í Hverfið mitt og verði útfærsla
þeirra sérstaklega skoðuð fyrir
fyrirhugaða samkeppni til að fjár
munir nýtist svæðinu sem best.
Selið gegnir mikilvægu
hlutverki
Skúli víkur tali sínu að frí
stundaheimilinu Selinu þar sem
áhersla sé lögð á að bjóða upp á
fjölbreytt viðfangsefni sem styðja
við innleiðingu menntastefnunn
ar í verki. Skúli segir Selið gegna
afar mikilvægu hlutverki í félags
mótun barna og leggi grunn að
því að efla sjálfsmynd og félags
færni þeirra. Mikill meirihluti
nemenda í fyrsta og öðrum bekk
í Mela skóla nýtir sér þjónustu
frístunda heimilisins allt árið um
kring. Húsnæði Melaskóla og
Selsins þurfi því að vera sveigjan
legt og fjölbreytt til að geta mætt
þörfum nútíðar og framtíðar. Það
sé lykilatriði í stefnu skóla og frí
stundasviðs að samþætta skóla
og frístundastarf undir sama þaki
og það hafi verið leiðarljós starfs
hópsins sem skilaði fyrrnefndri
þarfagreiningu. Það sé því stefnt
að því að starfsemi frístunda
heimilis og félagsmiðstöðvar
Melaskóla fái aðstöðu inn í
skólahúsnæðinu sjálfu eftir að
það hefur verið stækkað.
Einnig þörf á stækkun
Hagaskóla
Skúli bendir á að jafnframt sé
nú unnið að greiningum varðandi
úrbætur á húsnæðismálum
Haga skóla en þar er sömu
leiðis þörf á stækkun, ekki síst
til að mæta miklum og vaxandi
nemenda fjölda en líka til að
mæta betur nútímakröfum um
hús næði sem hæfir nútímalegu
skóla og frí stundastarfi. Vonir
standa til þess að vinnu við þarfa
greiningu á húsnæði Hagaskóla
ljúki fljótlega.
Við undirbúning, hönnun, bygg
ingu og rekstur bygginga Reykja
víkurborgar er áhersla lögð á
umhverfissjónarmið. Skúli bendir
á að fyrir liggi samþykkt frá
borgar ráði um að umhverfis
vottunarkerfið Breeam skuli
notað til að votta nýjar byggingar
Reykjavíkurborgar. Við endur
bætur á eldra húsnæðis séu
ekki kröfur um vottun en engu
að síður skuli hún unnin á sem
vistvænastan máta. Mikilvægt
sé því að unnið sé á markvissan
hátt með umhverfissjónarmið
í hönnunarferlinu. Þá leggur
Skúli sérstaka áherslu á að mikill
fengur sé að nýrri stefnu Reykja
víkurborgar um byggingar fyrir
skóla og frístundastarf þar sem
m.a. er á vandaðan hátt sýnt fram
á hvernig húsnæði og aðstaða
geti nýst við að laða fram og
styrkja hina fimm hæfniþætti sem
mynda kjarna nýrrar mennta
stefnu borgarinnar byggist á:
félagsfærni, sjálfseflingu, læsi,
sköpun og heilbrigði. Þessi stefna
verði leiðarljós byggingu nýrra
skóla í framtíðinni en sömuleiðis
viðbygginga eins og í Melaskóla
og Hagaskóla.
Samkeppni um breytingar
á Melaskóla og Hagatorgi
Skúli segir að það sé mjög ánægjulegt að góð samstaða hafi skapast
um að breyta Hagatorgi úr einhverri stærstu umferðareyju landsins í
grænan almenningsgarð sem geti nýst fyrir fjölbreytta hreyfingu og
skemmtilegt mannlíf barna og fullorðinna í hjarta Vesturbæjarins.
Skúli Helgason formaður Skóla-
og frístundaráðs