Vesturbæjarblaðið - des. 2021, Qupperneq 12

Vesturbæjarblaðið - des. 2021, Qupperneq 12
12 Vesturbæjarblaðið NÓVEMBER 2021 Tjörnin, frístundamiðstöð Vesturbæjar, Miðborgar og Hlíða er tilnefnd til hinna íslensku menntaverðlauna 2021 fyrir framúrskarandi frístunda­ starf. Það er mikill heiður að frístundastarf sé tilnefnt til menntaverðlaunanna í flokki A sem fjallar um menntaum bætur. Að verðlaununum standa; Embætti forseta Íslands, mennta­ og menningarmálaráðuneyti, samgöngu­ og sveitar stjórnar­ ráðuneyti, Félag um mennta­ rannsóknir, Grunnur – félag fræðslustjóra og stjórnenda skólaskrifstofa, Kennaradeild Háskólans á Akureyri, Kennara­ samband Íslands, Listaháskóli Íslands, Menntamálastofnun, Mennta vísindasvið Háskóla Íslands, Miðstöð skólaþróunar við Háskólann á Akureyri, Samband íslenskra sveitar­ félaga,, Samtök áhugafólks um skólaþróun, Skóla­ og frístunda­ svið Reykjavíkurborgar. Þessir aðilar hafa tekið höndum saman um að veita árlega viðurkenningu fyrir fram­ úrskar andi skólastarf eða aðrar umbætur í menntamálum. Um 200 starfsmenn starfa í Tjörninni og sinna um 4.000 börnum og unglingum. Undir Tjörnina heyra 12 frístundaheimili og félags­ miðstöðvar sem vinna í nánu samstarfi við grunnskólana í borgarhlutanum og aðra sem að koma að uppeldisumhverfi barna. Guðrún Kaldal er framkvæmda­ stjóri Tjarnarinnar. Að koma til móts við ólíkar þarfir Með tilkomu nýrrar mennta­ stefnu í Reykjavík hefur starfið vaxið og dafnað og viðurkenning á mikilvægi frístundastarfsins hefur aukist. Nú fara nánast öll börn sem hefja grunnskólagöngu í frístundaheimili sem teljast hluti af grunnmenntun barna. Mikil þátttaka er bæði í félagsmið­ stöðvum og frístundaheimilum Tjarnar innar og ánægja með starfið er mikil. Markmiðið með starfi frístundamiðstöðvarinnar Tjarnarinnar er að koma til móts við þarfir ólíkra einstaklinga, stuðla að alhliða þroska þeirra og búa þá undir virka þátttöku í lýðræðissamfélagi sem tekur örum breytingum. Tjörnin hefur verið framsækin og leitt mörg þróunar­ og nýsköpunarverk­ efni frá því að hún tók til starfa árið 2016 og meðal annars verið leiðandi í lýðræðis­ og mann­ réttindavinnu með börnum og unglingum í Reykjavík. Vottuð réttindafrístunda- heimili Hinsegin félagsmiðstöð Sam tak anna 78 og frístunda­ mið stöðvar innar Tjarnar innar er dæmi um metnaðarfullt verkefni en hún er fyrir börn og unglinga á aldrinum 12 til 18 ára. Réttindaganga frístunda heimila Tjarnarinnar er farin ár hvert en þá minna börn á Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og réttindi barna. Einnig hafa öll frístunda­ heimili og félagsmiðstöðvar Tjarnarinnar í Vesturbæ hlotið vottun sem réttindafrístunda­ heimili og félagsmiðstöðvar en þar er vottun frá UNICEF um að unnið sé eftir Barnasáttmála sameinuðu þjóðanna. Tjörnin vinnur eftir mennta­ stefnu Reykjavíkurborgar og til þess er nýtt stefnumiðuð stjórnun í því skini innleiða alla færniþætti í starfinu. Leitast er við að vinna eftir þeim aðferðum sem kenndar eru við heiltæka nálgun og samvirkni (e. sys­ tematic improvement) og mikil áhersla á samvinnu og samstarf allra í uppeldisumhverfi barnsins. Megináhersla er á að greina og byggja á styrkleikum barna og unglinga. Fyrir ár hvert er gefin út starfsáætlun þar sem lesa má betur um hvernig unnið er eftir menntastefnu og frístundastefnu Reykjavíkurborgar. Starfsáætlun má finna á heimasíðu Tjarnar­ innar, www.tjornin.is. Vakið athygli innanlands og utan Starf Tjarnarinnar hefur vakið athygli á landsvísu og út fyrir landsteinana. Flotinn, flakk­ andi félagsmiðstöð var tilnefnd sem gott dæmi um verkefni í borg hjá Safe Nordic Cities og Hinsegin félagsmiðstöð hlaut viðurkenningu frá Norrænu ráðherranefndinni. Nokkur dæmi um þróunar­ verkefni sem starfsmenn Tjarnar­ innar hafa unnið að: Vaxandi valdefling: Efling fagmennsku í frístundastarfi í samstarfi við Háskóla Íslands: Vinnustofur um sjálfseflingu og félagsfærni. Meginmarkmiðið er að finna leiðir í frístundastarfi til að auka vellíðan og farsæld í lífi barna, unglinga og starfsmanna. Flotinn viðbót við almennar félagsmiðstöðvar Hinsegin félagsmiðstöð Tjarnar­ innar og Samtakanna 78: Félags­ miðstöðin sinnir öllum þeim unglingum á höfuð borgar svæðinu sem hafa áhuga á fjölbreytileika. Flotinn, flakkandi félags miðstöð: Flotinn er viðbót við almennar félagsmiðstöðvar sem starfa í hverfum borgar innar á vegum frístundamiðstöðva. Flotinn starfar þvert á borgina og er ekki bundinn við eitt ákveðið hverfi og sinnir vett vangs vinnu í borginni. Flotinn vaktar hópamyndun og er til staðar fyrir unglinga. Flotinn fer líka um borgina eftir að úti vistar tíma líkur. Treystum böndin: Forvarnar­ átak: Treystum böndin er samstarf og samtal við foreldra og fræðsla um verndandi þætti í uppeldisumhverfi barna og unglinga. Í tengslum við verkefnið hefur frístundamiðstöðin Tjörnin gefið út handbók um foreldrarölt og verið foreldrum innan handar við að sinna foreldrarölti. Tjörnin tilnefnd til hinna íslensku menntaverðlauna Nokkur þeirra um 200 manna og kvenna sem starfa í Tjörninni. Lava Show opnar á Granda fyrir næsta sumar Icelandic Lava Show, sem heldur úti lifandi hraunsýningu í Vík í Mýrdal, hefur undirritað samkomulag við EB Invest sem kemur inn í eigendahóp félagsins með fjármagn til að standa straum af opnun á nýrri sýningu á vegum félagsins. Þrjú ár eru síðan Icelandic Lava Show opnaði. Í tilkynningu fra félaginu segir að reksturinn hafi vaxið hratt í fyrstu en kórónuveirufaraldurinn reyndist hins vegar áskorun fyrir félagið. Vel gangi þó að vinna úr aðstæðum og þá segir að staða félagsins hafi aldrei verið sterkari. Fyrsti áfanginn í framtíðaráformum félagsins er opnun sýningar í Reykjavík en hún kemur til viðbótar við sýninguna sem fyrir er í Vík í Mýrdal. Félagið hefur þegar tryggt sér húsnæði á Granda og vinna er komin af stað svo hægt verði að opna fyrir næsta sumar. Birgir Örn Birgisson, fyrrum forstjóri Domino's á Íslandi, fer fyrir EB Invest. Starfsemi Icelandic Lava Show felst í að endurskapa aðstæður eldgoss með því að bræða alvöru hraun upp í 1.100°C og hella því inn í sýningarsal fullan af fólki. Aðstandendur sýningarinnar segja að hvergi annars staðar í heiminum sé hægt að komast í návígi við rauðglóandi hraun með öruggum hætti. Aðstandendur Lava Show. Ragnar Þórir Guðgeirsson, Hildur Árnadóttir, Birgir Örn Birgisson, Ragnhildur Ágústsdóttir og Júlíus Ingi Jónsson. Vesturhlíð 2 | Fossvogi | s. 551 1266 | utfor@utfor.is | utfor.is VIÐ ÞJÓNUM ALLAN SÓLARHRINGINN Útfararþjónusta í yfir 70 ár Skemmuvegi 44m • Kópavogi www.bilarogtjon.is

x

Vesturbæjarblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vesturbæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1114

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.