Vesturbæjarblaðið - Dec 2021, Page 15
15VesturbæjarblaðiðNÓVEMBER 2021
www.kr.is
GETRAUNIR.IS
107
GETRAUNANÚMER KR
Brynjar Þór spilaði
sinn 300 leik
Knattspyrnumaðurinn Aron Kr. Lárusson hefur
skrifað undir 4 ára samning við Knattspyrnudeild
KR. Aron, sem fæddur er árið 1998, hefur leikið
með ÍA, Þór Akureyri og Völsungi og er hann
frábær liðsstyrkur fyrir KR.
Knattspyrnudeild KR býður Aron hjartanlega
velkominn á Meistaravelli!
Aron Lárusson til KR
Aron Kr. Lárusson er
gengin til liðs við KR.
Gómsæti í göngufæri
Geirsgata 1 • Sími 511 1888
Brynjar Þór Björnsson náði þeim merka áfanga að spila sinn
300 deildarleik fyrir KR á dögunum gegn Grindavík. Brynjar
Þór eða Hr. KR er margfaldur meistari bæði í yngri flokkum
félagsins og í meistaraflokki.
Margir muna eftir frægri 3 stiga körfu Brynjars gegn Snæfelli
í undanúrslitum 2007 sem að jafnaði oddaleikinn á síðustu
sekúndu leiksins og vannst svo sigur í framlengingu. Í sjálfum
lokaúrslitunum vannst sigur á Njarðvík og var það upphafið af
langri sigurgöngu KR. Margir titlar fylgdu í kjölfarið og var Brynjar
Þór Íslandsmeistari til viðbótar við titilinn 2007 árin 2009, 2011,
2014, 2015, 2016, 2017 og 2018. Að auki vannst Bikarkeppni KKÍ
2011, 2015 og 2016 með Brynjar innanborðs.
Til hamingju með þennan merka áfanga Brynjar!
KR – konur vilja bjóða allar konur á öllum aldri
sem á einhvern hátt hafa tengst eða tengjast KR
velkomnar í sinn hóp. Þær óska eftir að konur
sendi tölvupóst á netfangið krkonur@kr.is
KR – konur eiga sér nær hálfrar aldar sögu. Þann
28. nóvember 1973 komu átján konur saman til
fundar í KR heimilinu. Tilgangurinn var að stofna
félagsskap kvenna sem hefði það að markmiði að
efla og styrkja Knattspyrnufélag Reykjavíkur. Félagið
hlaut nafnið KR konur og var fyrsti formaður Aldís
Schram. KR – konum fjölgaði hratt því á fimm ára
afmælinu voru þær 85 talsins.
Fyrsta verkefni KR – kvenna var að fegra
félagsheimili KR og stuðla að bættri umgengni. Aflað
var fjár til margvíslegra verkefna í gengum tíðina
og hafa ýmsar fjáröflunarleiðir verið notaðar. Þar á
meðal kökubasarar, kaffisölur, bingó, flóamarkaðir,
garðplöntusala, sala á húfum, könnum, svuntum,
spilum, jólaböll fyrir börnin, jólaföndri, jólakortum
og margt fleira.
Starfsemi KR – kvenna hefur tekið breytingum
í gegnum tíðina en helsta hlutverk er ennþá að
afla fjár til ýmissa verkefna,
einna helst að styðja við
yngri flokka félagsins og
vera bakhjarl við rekstur
félagsheimilis KR. Þorrablót
Vesturbæinga er hugsmíð
KRkvenna og er orðinn
fastur liður í KR heimilinu.
Allur ágóði þorrablótsins
rennur óskiptur í yngri flokka
starf félagsins í ólíku formi og má þar nefna styrki
til keppnis og æfingaferða, fyrirlestra sjúkraþjálfa,
næringarfræðinga og svefnráðgjafa fyrir iðkendur og
skyndihjálparnámskeið fyrir þjálfara.
Í st jórn KR kvenna eru: Arna Guðrún
Þorsteinsdóttir formaður, Þórhildur Garðarsdóttir
gjaldkeri, Halldóra Sigtryggsdóttir ritari, Helga
Ösp Jóhannsdóttir meðstjórnandi, Ragnhildur Elín
Garðarsdóttir – meðstjórnandi og Anna Ingigerður
Jónsdóttir meðstjórnandi.
Vilja bjóða konur
á öllum aldri velkomnar
KR-ingurinn Norbert Bedö sigraði á Stórmóti HK
og Stiga, sem fram fór í Íþróttahúsi Snælandsskóla
laugardaginn 13. nóvember.
Leikið var í opnum flokki karla en keppni í
kvennaflokki féll niður. Í karlaflokki var fyrst keppt í
riðlum en síðan leikið upp úr riðlunum með útslætti.
Norbert sigraði Björn Gunnarsson, HK í úrslitum.
Skúli Gunnarsson, KR hafnaði í 3.4. sæti, sem og
Óskar Agnarsson, HK.
Verðlaunahafar fengu gjafir frá Ping Pong.is,
umboðsaðila Stiga á Islandi og frá NóaSíríus.
Mynd frá Auði Tinnu Aðalbjarnardóttur.
Norbert úr KR sigraði á Stórmóti HK
KR – konur
Brynjar Þór Björnsson.