Feykir - 13.01.2021, Side 5
Júní
Mörg ný störf til
Sauðárkróks
Á kynningarfundi í höfuð-
stöðvum Húsnæðis- og mann-
virkjastofnunar á Sauðárkróki
voru kynntar fyrirhugaðar
breytingar á bruna- og eitur-
efnavörnum á Íslandi. Þar
kom m.a. fram að um átta
ný stöðugildi yrðu til á sviði
brunaeftirlits og brunavarna hjá
HMS á Sauðárkróki. „Það mun
þurfa fólk með háskólamenntun,
verkfræðimenntun og annað
sem þarf til þess að halda utan
um þessa nýju starfsstöð og þau
verkefni, sem við erum að fara
að hefja saman sem samfélag,
að hefja átak í brunavörnum á
næstu árum,“ sagði Ásmundur
Einar Daðason, ráðherra, í
ávarpi sínu á fundinum.
KK restaurant á Sauðárkróki
hlaut Icelandic Lamb Award
of Excellence viðurkenningu
við hátíðlega athöfn, en það er
markaðsstofan Icelandic Lamb
sem að þeirri viðurkenningu
stendur. Í umsögn dómnefndar
sagði að það væri ánægjulegt
að heiðra þetta metnaðarfulla
veitingahús í miðju héraði
lambakjötsframleiðslu á Íslandi
og því sérstaklega fagnað að
hráefnin séu sótt heim í hérað
og notkun upprunamerkinga á
matseðli metnaðarfull.
Grunnskóli Húnaþings
vestra og Varmahlíðarskóli
kepptu til úrslita í Skólahreysti í
Laugardalshöll ásamt sex öðrum
skólum þar sem Húnvetningar
lentu í fjórða sæti og Varmahlíð
í því sjöunda.
Dúxaði með 10 í
meðaleinkunn
Brautskráning frá Fjölbrauta-
skóla Norðurlands vestra
fór fram þann 5. júní. Dúx
skólans, Þorri Þórarinsson,
vann það einstaka afrek að
hljóta meðaleinkunnina 10,0
á stúdentsprófi á náttúru-
fræðibraut. 67 nemendur braut-
skráðust frá skólanum en alls
voru gefin út 74 prófskírteini.
Lið Tindastóls og Kormáks/
Hvatar mættust á Sauðárkróki
þar sem spilað var við ágætar
aðstæður á rennisléttu gervi-
grasi. Var þetta fyrsti leikur
beggja liða frá því um veturinn
en tekið var fram að gæði leiks-
ins hafi engu að síður verið með
ágætum og líkt og reikna mátti
með í grannaslag þá var hvergi
gefið eftir. Eftir fjörugan leik
stóðu Tindastólsmenn uppi sem
sigurvegarar, lokatölur 2-1 fyrir
Tindastól.
Gróska í golfinu
Þorgerður Þórhallsdóttir kvaddi
sunddeild Tindastóls. Hún átti
að baki tólf ára farsælt starf
sem sundþjálfari eftir að hafa
verið kúturinn og korkurinn í
deildinni þennan tíma, eins og
segir í forsíðufrétt í Feyki þann
16. júní.
Metþátttaka var í byrjenda-
flokki á fyrsta móti sumarsins
hjá Golfklúbbi Skagafjarðar
þar sem 59 börn og unglingar
kepptu.
Skjálfandi jörð og
Huginsbikar til Húnvetninga
Jörð skalf víða á Norðurlandi
sumarið 2020 og segir Feykir
frá miklum jarðskjálftum
sunnudaginn 21. júní. Stærsti
skjálftinn, sem var 5,8 að stærð
og átti upptök sín rúma 30 km
norðnorðaustur af Siglufirði,
fannst víða um land. Orsökuðu
skjálftarnir grjóthrun úr fjöllum
á Tröllaskaga og var fólk beðið
að hafa varann á.
Guðrún Helga Magnúsdóttir
tók við formennsku Ungmenna-
sambands Vestur-Húnvetninga
af Reimari Marteinssyni á 79.
héraðsþingi sambandsins. Guð-
rún Helga er 23 ára gömul og
er meðal yngstu formanna
sambandsaðila UMFÍ.
Húnvetnskar fóltboltastúlkur
unnu Huginsbikarinn á TM-
mótinu í Vestmannaeyjum
en þær unnu alla sína leiki.
Liðið var samsett af stelpum
úr Kormáki á Hvammstanga,
Börn Guðjóns Ingimundarsonar, Ingimundur, Sigurbjörg, Svanborg og Ingibjörg af-
hjúpuðu minnismerki um föður þeirra, í endurbættri Sundlaug Sauðárkróks. MYND: PF
vegna áhrifa COVID-19 og
var styrkt af Sóknaráætlun
Norðurlands vestra. Að sögn
Þórhildar M. Jónsdóttur, verk-
efnastjóra Vörusmiðjunnar,
er markmið verkefnisins að
auka aðgengi neytenda á
Norðurlandi vestra að vörum
smáframleiðenda á svæðinu en
viðkomustaðir bílsins eru frá
Borðeyri í vestri til Ketiláss í
Fljótum í austri.
Úrhelli á Húnavöku og
aurskriður á Reykjaströnd
Í forsíðufrétt Feykis þann
22. júlí segir af tíðarfari og
skjálfandi jörð en helgina áður
hafði djúp lægð gengið yfir
landið með miklu úrhelli og
snjó i fjöllum. Setti veðrið örlítið
strik í dagskrá Húnavöku, sem
fram fór á Blönduósi en fella
þurfti niður Blönduhlaupið
og golfmót vegna þess. Þá
varð stór jarðskjálfti aðfaranótt
sunnudags 10 km NNV af
Gjögurtá sem mældist 4,4 að
stærð. Honum fylgdi fjöldi
eftirskjálfta. Eftir úrhellisregnið
féllu aurskriður á veginn utan
Ingveldarstaða á Reykjaströnd
í Skagafirði og varð ferðafólk
innlyksa á Reykjum. Var það
aðstoðað við að komast sína
leið.
Björgunarsveitir úr Skaga-
firði og Eyjafirði sóttu slasaðan
göngumann á Heljardalsheiði
en hann hafði hrasað í brattri
skriðu í fjalllendinu. Verkefnið
var erfitt og krefjandi, skyggni
slæmt og ekki hægt að nota þyrlu
til leitar en í þess stað ferjaði hún
leitarmenn eins nálægt slysstað
og kostur var. Göngumaðurinn
fannst eftir stutta leit og var
hann við ágætis heilsu miðað
við aðstæður. Var hann fluttur
á sjúkrahús með þyrlunni.
Útkallið tók í heildina um átta
tíma en aka þurfti talsverða
vegalengd og ganga um 20
km. 54 björgunarsveitarmenn
tóku þátt í útkallinu frá sex
björgunarsveitum beggja vegna
Tröllaskaga.
Á Blönduósi afhenti Anna
Margrét Valgeirsdóttir síðustu
70 pokana sem saumaðir voru
þar í átaki til að gera Blönduós
að plastpokalausu samfélagi.
Verkefnið hófst haustið 2017
og var hugmyndin sú að við-
skiptavinir Kjörbúðarinnar á
Blönduósi gætu fengið fjölnota
poka lánaða og skilað þeim
svo aftur í næstu búðarferð.
Það var Anna Margrét sem
hrinti verkefninu í framkvæmd
og nú, 3000 pokum og 500
klukkustundum síðar, ætlar
hún formlega að hætta poka-
saumaskapnum, segir í fréttinni.
Frh. í næsta tölublaði Feykis
Fyrsta skóflastungan tekin að nýjum leikskóla á Hofsósi.
MYND: AUÐUR BJÖRK
Keppendur Grunnskóla Húnaþings vestra í Skólahreysti ásamt Magnúsi Eðvalds,
kennara sínum. MYND AF FACEBOOK-SÍÐU SKÓLAHREYSTI
Hvöt á Blönduósi og Fram
á Skagaströnd en stelpurnar
æfðu hver á sínu heimasvæði
og hittust svo öðru hverju til að
samhæfa spilamennskuna.
Júlí
Félagsmiðstöð fyrir 60+
Í Húnaþingi vestra var starf-
rækt félagsmiðstöð fyrir 60 ára
og eldri. Var mikill áhugi fyrir
starfseminni og komu margar
góðar hugmyndir að nám-
skeiðum eða félagsstarfi fram.
Golfklúbbur Skagafjarðar
fagnaði 50 ára afmæli á árinu
og var haldið upp á það með
ýmsum hætti, meðal annars
var haldið afmælismót þann 27.
júní þar sem 70 kylfingar mættu
til keppni.
Eftir að Samtök sveitarfélaga
á Norðurlandi vestra kölluðu
eftir hugmyndum að átaks-
verkefnum vegna áhrifa af
COVID-19 faraldrinum var
valið úr fjölmörgum hug-
myndum sem bárust. Um
helmingi þeirra fjármuna sem
veitt var af sóknaráætlun til
verkefnisins var veitt til verk-
efna til eflingar ferðaþjónustu
á svæðinu. Meðal verkefna
sem styrkt voru var átak í
hnitsetningu gönguleiða
á Norðurlandi vestra og
landslagsmyndbönd Helga
Sæmundar Guðmundssonar,
Norðvestur, með frumsaminni
tónlist úr smiðju hans. Einnig
voru framleiddir þættir sem
N4-sjónvarpsstöðin tók upp og
fengu heitið Uppskrift að góðum
degi á Norðurlandi vestra.
Hlutfallslega mest fjölgun á
Norðurlandi vestra
Íbúum Norðurlands vestra fjölg-
aði hlutfallslega mest á tíma-
bilinu 1. desember 2019 til 1.
júlí 2020, eða um 1,3% sem voru
98 íbúar og var heildarfjöldi
íbúa þá orðinn 7.425 manns.
Mest fjölgaði í Sveitarfélaginu
Skagafirði, um 66 manns en
hlutfallslega fjölgaði mest í
Akrahreppi, um 2,4%.
Unnið var að úrbótum á 64
fjarskiptastöðvum á landinu en
ljóst var eftir óveður vetrarins
að bæta þyrfti rekstraröryggi
fjarskiptastöðva og tryggja að
almenningur geti kallað eftir
aðstoð í neyðarnúmerið 112 í
vá eins og þá skapaðist. Meðal
þeirra úrbóta sem ráðast á í eru
36 fastar vararafstöðvar og verða
fimm þeirra í Skagafirði og sex
í Húnavatnssýslum en annars
staðar eru rafgeymar eða tenglar
fyrir færanlegar rafstöðvar.
Smáframleiðendur
á ferðinni
Tólf smáframleiðendur á
Norðurlandi vestra og Vöru-
smiðja BioPol tóku höndum
saman um verkefnið Smáfram-
leiðendur á ferðinni sem fólst
í því að ferðast um svæðið á
smábíl og bjóða vörur sínar til
sölu. Það er Vörusmiðja BioPol
á Skagaströnd sem heldur
utan um verkefnið sem er eitt
af sérstökum átaksverkefnum
02/2021 5