Feykir


Feykir - 13.01.2021, Blaðsíða 8

Feykir - 13.01.2021, Blaðsíða 8
 Heilir og sælir lesendur góðir. Enn er ýtt úr vör á nýju ári með þáttinn okkar í blaðinu Feyki. Vona að mér takist að tína til eitthvað af vísum sem þið lesendur hafið gaman af að lesa og læra. Er þá fyrst til þess að taka að í þætti nr. 773 er ýmislegt sem þarf leiðréttingar við. Fékk ég sumt af því sent, að ég taldi í ágætu bréfi, en síðar kemur í ljós að talsvert miklu er hallað frá því rétta. Rétt er að leiðrétta þá fyrst vísu Pálma í Hjarðarhaga sem er gerð við þær stórfréttir að dómkirkjuprestur hafi lent í lögreglu og Hjörleifur á Gilsbakka væri dáinn. Ekki telja Skagfirðingar að Pálmi hafi vanið sig á að hafa fjögur há í stuðla eins og ort var hér áður fyrr í Skagafirði. Hef frá góðum skagfirskum vísnavini að rétt sé hún svo: Síst er horfinn sagnaauður sögur ýmsar ganga hér. Hjálmar tekinn, Hjörsi dauður himnafaðir bjargi mér. Næst kemur vísa sem sagt er að hafi verið ort eftir fund hestamanna í Varmahlíð. Stenst sú frásögn ekki nánari skoðun og hef ég nú fengið upplýsingar um, sem ég tek mark á, að umrædd vísa mun vera ort á hestamannamóti, trúlega í Skagafirði, og er höfundur hennar Jón í Skollagróf. Orðafroðan ei mig hreif ofan drjúgt þó moki. Ofurmælgin mun elta Leif allt að kistuloki. Mun þá Pálmi hafa ort þessa mögnuðu vísu: Kappinn átti Kveik og Seif kom þar minnisvarðinn. Ekki læt ég yrkja Leif ofan í kirkjugarðinn. Vona ég að lesendur átti sig á þessum útskýringum og leiðrétti í sínum blöðum. Gott væri að þekkja þann sem ort er um í næstu limru, að minnsta kosti fyrir þá bændur sem kannski vantar fóður fyrir sinn búsmala. Höfundur er Guðmundur Arnfinnsson. Menn telja að Egill á Teigi talsvert af lausafé eigi, hann á kindur og kú og kynduga frú og hlöðu, sem full er af heyi. Í því svartamyrkri sem ríkti nú að venju fyrir jólin varð Ármanni Þorgríms það til nokkurs trafala. Elliglöp ég á mér finn annar týndur sokkurinn hefur linast hugur minn hættur að segja andskotinn. Davíð Hjálmar frétti af þessum vandræðum vinar síns og leysti málið snarlega. Ákall til fjandans forðast má. Fáðu þér heldur sæti, og gáðu hvort báðir eru á einum og sama fæti. Hef lengi kunnað næstu vísu en ekki verið viss um höfund. Finn nú í dóti mínu að hún sé talin eftir Pál Vídalín, gaman að heyra frá lesendum kannist þeir við hana. Vísnaþáttur 775 ( GUÐMUNDUR VALTÝSSON ) palli@feykir.is Fyrir þreyttum ferðasegg fölskvast ljósin brúna. Ráði guð fyrir oddi og egg ekkert rata ég núna. Kunningi Magnúsar Aðalsteinssonar frá Grund átti merkisafmæli. Hann fékk af- mælisvísu. Berist þér á bárum ljóðs bestu óskir huga míns. Njóttu lengi æsku óðs, ásta, gleði, söngs og víns. Höfundur næstu vísu er Guðbjörg Karls- dóttir. Leiðin til þroska er að þrauka hér þó þjaki sorg og tregi. Finna máttinn í sjálfum sér og sættast við lífsins vegi. Enn má gleðjast við að rifja upp þessa ágætu vísu Bjarna frá Gröf. Mun hann þá hafa verið kominn með skalla og voru ýmsir til að stríða honum á honum. Bresti alla Guð mér gaf - gjöfull karl af sínu. Ég hef skalla orðið af ástarbralli mínu. Sá magnaði hagyrðingur, Egill Jónasson á Húsavík, mun hafa eignast mikið sælgæti í rommflösku og þegar hún fór að fölna með sitt góða innihald mun sá snjalli hagyrðingur hafa ort svo: Nálægt tommu ég eftir á yfir kommu er strokið. Ég er domm og þagna þá þegar rommi er lokið. Gaman að rifja næst upp þessa kunnu ferskeytlu Hannesar Björnssonar sem ort mun á erfiðum tíma. Vel gerð hringhenda þar á ferð. Ei skal kvarta um ólánið. Allt hið svarta geigar, meðan hjartað hlýnar við hljóm og bjartar veigar. Gott er að hlýja sér, nú um háveturinn, með þessari góðu ósk Markúsar Jónssonar frá Borgareyrum. Láttu æskuylinn þinn öðrum hlýju veita. Jafnan bræðir jökulinn júní sólin heita. Önnur svipuð vetrarvísa kemur hér næst. Vel gerð hringhenda, höfundur Jónas Jónasson. Frostið vefur fjallasvið flytur efa og kvíða. Sólin hefur varla við varma að gefa og þíða. Gott að enda með þessari fallegu hugsun Ingibjargar Þorgeirsdóttur: Árin líða, öldur falla yfir lífsins töp og feng. Heill sé þeim sem ævi alla eiga vorsins bjarta streng. Veriði þar með sæl að sinni. Guðmundur Valtýsson Eiríksstöðum, 541 Blönduósi Sími 452 7154 Þannig er bærinn alment nefndur nú, og það er sett sem aðalnafnið í Fasteignabókinni (bls. 112). En það er með öllu rangt. Rjetta nafnið, Skytna-, hefir einmitt haldist við fram um miðja síðustu öld (sbr. Ný. J.bók), en samt hefir bólað á afbökun um 1700: „Skipna-“ („Nú alm. Skipna-„ Á. M. Jarðabók 1703). Svo hefir það horfið aftur, en afbakast að nýju í Skyttu-. Elzta vitnið um nafnið er landamerkja- brjef Bólstaðarhlíðar 1382, því þar er ritað: „Skytnadalsbotnar“ (landamerki) (DI. III. 360). Jörðin er svo allvíða nefnd eftir þetta og ætíð á, sömu leið: Skytna- (sjá m.a. DI. III. 42l, 477 o. v.). Bærinn dregur vafalaust nafn af viðurnefn- inu skyti þ. e. bogmaður (skyti af skot), sem er gamalt og gott orð: “Kom þar af veiðum | veðreygr skyti“ segir í Völundarkviðu (Sæm.-E. b. 149). Og auknefnið þekkist líka úr fornsögum: Eylífr skyti er nefndur í Ljósvetningas. (bls. 37 o. v.) og Auðunn skyti í Sturlungu (II. 260) Skytna er eignarf. fleirt. af skyti. Og jafnvel þótt yngsti tilbúningurinn Skyttu- þýði nokkuð hið sama, er einsætt að hafa eldra nafnið, sem geymir forna mynd orðsins. Eflaust hefir verið mikið um rjúpnadráp fyrrum kringum Skytna-dal, því rjúpnaland er þar gott og veiðisælt. Skyttudalur Í Laxárdal TORSKILIN BÆJARNÖFN | palli@feykir.is RANNSÓKNIR OG LEIÐRÉTTINGAR MARGEIRS JÓNSSONAR Guli hringurinn (fyrir neðan miðja mynd) umlykur svæðið þar sem bærinn Skyttudalur stóð áður. Laxárdalur er í Austur- Húnavatnssýslu, oft kallaður Laxárdalur fremri til aðgreiningar frá Laxárdal í Skagafjarðarsýslu sem af sömu sökum er kallaður Laxárdalur ytri. MYND TEKIN AF KORTI LANDMÆLINGA ÍSLANDS Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra, í samstarfi við Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi eystra, Austurbrú, Samtök sunnlenskra sveitarfélaga og Vestfjarðarstofu, bjóða konum í atvinnurekstri á landsbyggðinni upp á svokallaða Hæfnihringi, fræðslu og stuðning sem stýrt er af leiðbeinendum í gegnum netforritið Zoom. Á vef SSNV segir að Hæfnihringir séu byggðir á aðferðafræði, sem kallast að- gerðanám, en það grundvallast á því að nota raunverulegar áskoranir, verkefni og tækifæri sem grunn fyrir lærdóm. Markmiðið er að aðstoða frumkvöðlakonur við að komast yfir hindranir með því að styrkja hæfni og færni þeirra, veita stuðning í formi fræðslu og hagnýtra tækja til eflingar og hvatningar ásamt því að efla tengslanet þeirra. Hringjunum er stýrt af leið- beinendum í gegnum Zoom, sem er gjaldfrjálst netforrit. Konunum gefst tækifæri til að: • Deila sínum áskorunum, verkefnum og tækifærum með öðrum konum og fá ráðleggingar á jafningja- grundvelli. • Vera í mátulega krefjandi en samt öruggu umhverfi þar sem hugmyndir má reyna og þróa. • Stækka tengslanet sitt með konum sem eru í svipuðum sporum. Skráning og nánari upp- lýsingar eru á vef SSNV. /FE SSNV Hæfnihringir fyrir konur í at- vinnurekstri á landsbyggðinni 8 02/2021

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.