Feykir


Feykir - 20.01.2021, Blaðsíða 1

Feykir - 20.01.2021, Blaðsíða 1
03 TBL 20. janúar 2021 41. árgangur : Stofnað 1981 Frétta- og dægurmálablað á Norðurlandi vestra BLS . 6–8 BLS. 11 Ragnar Heiðar Ólafsson á Hvammstanga er matgæðingur vikunnar Folaldafille með fíneríi BLS. 10 Sigurjón Gestsson er heiðursfélagi GSS „Förum aldrei neitt nema settin séu með í för“ Lokahluti Fréttaannáls 2020 Uppgangur á ýmsum sviðum Bjóðum alhliða lagnahreinsun á sérútbúnum bíl Losum stíflur úr salernum, niðurföllum, frárennslislögnum, regnvatns- og skólplögnum. Hreinsum trjárætur úr lögnum. Myndum lagnir sé þess óskað og og afhendum verkkaupa á minnislykil. Sjáum um tæmingar á rotþróm. Bíll okkar er einnig útbúinn til hreinsunar á sandföngum, fitu- og olíugildrum. Holræsa- og stífluþjónusta Leitið nánari upplýsinga í síma 452 2958. Sími 452 2958 • Oddagata 18 • 545 Skagaströnd • terra.is • nordvesturland@terra.is Guðni og Óskar þjálfa Stólastúlkur Knattspyrnudeild Tindastóls semur við tíu leikmenn og tvo þjálfara 31 19. ágúst 2020 0. r r : t f r tt - r l l r rl i tr BLS . 6–7 BLS. 4 Olíutankarnir á Króknum teknir niður Nýttir sem meltu- geymar á Vestfjörðum BLS. 10 Hrafnhildur Viðars hefur opnað sérhæfða naglasnyrti- stofu á Sauðárkróki Game of Nails Hera Birgisdóttir læknir segir frá degi í lífi brottflutts Saknar íslenska viðhorfsins „þetta reddast“ Bjóðu alhliða lagnahreinsun á sérútbúnu bíl Losum stíflur úr salernum, niðurföllum, frárennslislögnum, regnvatns- og skólplögnum. Hreinsum trjárætur úr lögnum. Myndum lagnir sé þess óskað og og afhendum verkkaupa á minnislykil. Sjáum um tæmingar á rotþróm. Bíll okkar er einnig útbúinn til hreinsunar á sandföngum, fitu- og olíugildrum. Holræsa- og stífluþjónusta Leitið nánari upplýsinga í síma 452 2958. Sími 452 2958 • Oddagata 18 • 545 Skagaströnd • terra.is • nordvesturland@terra.is Við þjónustum bílinn þinn! Hesteyri 2 Sauðárkróki Sími 455 4570 Verkstæðið okkar annast viðgerðir fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Menntaðir og hæfir tölvuviðgerða- menn með áralanga reynslu. Meirapróf - Vinnuvélanámskeið Ökunám - Endurmenntun Birgir Örn Hreinsson Ökukennari S: 892-1790 bigh@simnet.isHÁEYRI 1 SAUÐÁRKRÓKI SÍMI 455 4400 www.facebook.com/velavalehf www.facebook.com/velavalehf & 453 88 88 velaval@velaval.is Nýprent ehf. Borgarflöt 1 550 Sauðárkrókur Sími 455 7171 nyprent@nyprent.is Borgaröt 1 550 Sauðárkrókur Sími 455 7171 nyprent@nyprent.is Borgaröt 1 550 Sauðárkrókur Sími 455 7171 nyprent@nyprent.is Borgaröt 1 550 Sauðárkrókur Sími 455 7171 nyprent@nyprent.is Borgaröt 1 550 Sauðárkrókur Sími 455 7171 nyprent@nyprent.is Stórprent í toppgæðum Við prentum strigamyndir, auglýsingaskilti og plaggöt í hinum ýmsu stærðum og gerðum Veðrið hefur leikið við landsmenn undanfarna daga með hita upp á 20 stig og jafnvel meira og að sjálfsögðu stillu norðanlands sem er ávísun á næturdögg. Á mánu- dagsmorgun mátti sjá hvernig áfallið baðaði umhverfið a.m.k. í og við Sauðárkrók. Á Borgarsand- inum höfðu maurköngulær spunnið breiðu af fallegum vefjum svokölluðum vetrarkvíða sem Ingólfur Sveinsson, sá er tók meðfylgjandi mynd, segir sjaldgæfa sjón. Matthías Alfreðsson, skordýrafræð- ingur hjá NÍ segir vetrarkvíða vera náttúrufyrirbrigði sem voðköngulær eru þekktar fyrir að spinna og leggist eins og silki yfir gróður. Blökkuló (Erigone arctica) er dæmi um tegund sem skilur eftir sig slíka þræði. Á vef Náttúrufræðistofnunar Ís- lands kemur fram að maurkönguló sé tiltölulega sjaldgæf en fundin í öllum landshlutum, e.t.v. algengari um norðanvert landið en á landinu sunnanverðu, á miðhálendinu í Fróðárdal við Hvítárvatn. Maurkönguló finnst í runnum og trjám, einnig í klettum og skriðum, ekki eins hænd að vatni og frænka hennar sveipköngulóin (Larinioides cornutus). Vefurinn er hjóllaga, tengdur milli greina inni í runnum eða utan í þeim eða á milli steina. Hér á landi hafa maurköngulær fundist kynþroska í júlí og ágúst. Almennt Maurkönguló er lítt áberandi þar sem lítið er af henni og hún dylst vel í kjörlendi sínu. Auk þess er vefurinn fíngerður og óáberandi, varla nema um hálfur metri í þvermál ef aðstæður leyfa. Maurkönguló er mjög lík sveip- könguló, þó heldur minni, og er stundum vissara að aðgæta kynfæri til að aðgreina þessar frænkur með vissu. Oftast er afturbolur þó dekkri á maurkönguló og ekki ljós rönd aftur eftir honum miðjum. Miðbakið er að mestu dökkt en ljóst þverbelti sker dökka flekkinn í tvo hluta rétt framan miðju á kvendýrum. Þetta getur þó verið breytilegt. Neðan á afturbol eru tveir svigalaga ljósir blettir eins og á sveipkönguló, og fætur eru sömuleiðis rauðleitir eða rauðgulir með dökkum beltum. Í heiminum eru þekktar um 44.000 tegundir köngulóa, á Íslandi 91 tegund auk slæðinga. /PF Köngulóin sveipar melgresið si i Áf ll næturinnar í sólargeislum árdagsins Þessa skemmtilegu mynd tók Ingólfur Sveinsson sl. mánudagsmorgun af maurkönguló sem hafði strengt vef milli melgresisstráa. Sagði hann vefina hafa verið fjölmarga á svæðinu og sagði slíka breiðu vefja sem baðaðir eru næturdögginni kallaða vetrarkvíða. Sáust þeir vel í morgunsárinu áður en döggin hvarf með hækkandi sól. MYND: INGÓLFUR SVEINSSON Síðastliðinn sunnudag skrifuðu tíu heimastúlkur undir samninga við knattspyrnudeild Tindastóls og á sama tíma var gengið frá samningum við nýtt þjálfarateymi, Guðna Þór Einarsson og Óskar Smára Haraldsson. Guðni hefur verið einn af þjálfurum kvennaliðs Tindastóls síðustu þrjú ár en fær nú gamlan félaga sinn, Óskar Smára, til liðs við sig eftir að Jón Stefán Jónsson gaf ekki kost á sér áfram. Óskar hefur þjálfað hjá Stjörnunni undanfarið og var m.a. í þjálfarateymi mfl. kvenna þar sem Kristján Guðmundsson réð ríkjum. Guðni segist hrikalega ánægður með að fá Óskar í hópinn. „Óskar hefur starfað í stórum klúbbi og náið með mjög færum þjálfara. Það er sjaldan mikil ró í kringum Óskar og hann mun koma inn með kraft og fersleika í hópinn okkar,“ segir Guðni. Óskar Smári er mjög spenntur fyrir verkefninu. „Ég á von á bráðskemmtilegri deild þar sem allt getur gerst. Ef við höldum í okkar gildi þá er ég mjög bjartsýnn. Einnig á ég von á því að samstarf okkar Guðna verði gott, við náðum vel saman innan vallar fyrir nokkrum árum og býst ég við því sama á hliðarlínunni!“ Þegar Feykir spyr hann hvað hann komi með að borðinu sem þjálfari segir hann: „Fyrst og fremst tel ég mig vera mjög metnaðarfullan. Með nýjum þjálfara koma oft ferskir vindar, sem ég vonast til að fylgi mér í mitt starf. Ég er með ákveðna reynslu úr efstu deildinni þar sem ég var aðstoðarþjálfari hjá Kristjáni Guðmundssyni í Stjörnunni á síðustu leiktíð. Þar hafði ég meðal annars það hlut- verk að leikgreina andstæðingana. Þannig að ég tel mig þekkja liðin og leikmenn deildarinnar ágætlega. Fyrir tveimur árum fór ég í Garðabæinn með það markmið að eflast sem þjálfari. Mér finnst mér hafa tekist það en geri mér þó fulla grein fyrir ð ég datt í lukkupottinn að hafa fengið þann skóla sem ég fékk hjá Kristjáni Guð- mundssyni síðustu tvö ár. Þannig að ég tel mig hafa fullt fram að færa en geri mér einnig grein fyrir því að ég er að feta í risa fótspor sem Jón Stefán skilur eftir sig.“ Tíu stúlkur skrifa undir samning Sem fyrr segir voru það ekki bara þjálfararnir sem skrifuðu undir því tíu leikmenn settu líka nafn sitt á samninga. Það voru þær Bryndís Rut Haraldsdóttir, fyrirliði liðsins, Anna Margrét Hörpu- dóttir, Bergljót Ásta Pétursdóttir, Birna María Sigurðardóttir, Hugrún Pálsdóttir, Ingibjörg Fjóla Ágústsdóttir, Kristrún María Magnúsdóttir, Magnea Petra Rúnarsdóttir, Margrét Rún Stefánsdóttir og Sólveig Birta Eiðsdóttir. Áður höfðu Amber Michel, Jackie Altschuld og Murielle Tiernan samið við Tindastól. Guðni segir að stefnt sé á að ganga frá ráðningu á aðstoðarþjálfara og styrktar- þjálfara. „Með því viljum við auka fag- mennsku í kringum liðið og ég lít á það sem mikilvægt skref til að bæta umgjörð- ina í kringum liðið. Verkefnið er risastórt sem við erum að ráðast í og með sterku teymi þjálfara munum við bjóða okkar leikmönnum upp á gott umhverfi til að bæta sig enn frekar.“ Sjá nánar á bls. 5. /ÓAB Guðni Þór og Óskar Smári ásamt stúlkunum tíu sem skrifuðu undir sammning nú á sunnudag. MYND: ÓAB

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.