Feykir - 20.01.2021, Blaðsíða 6
September
Aðgöngumiðar í réttirnar
Áhrifa COVID-19 gætti víða
og voru réttastörf með talsvert
öðru móti haustið 2020 en
venja er og víða komust færri
að en vildu enda fjöldatakmörk
á samkomum í gildi vega
faraldursins. Feykir greindi
frá því í septemberbyrjun
að í Miðfirði kæmi safnið á
mismunandi tímum til réttar
eftir upprekstrarsvæðum og að
fjallskilastjórn hygðist útdeila
aðgöngumiðum til þeirra bæja
sem ættu von um að eiga fé í
réttunum og færi fjöldi miða
eftir því hve margs fjár var von.
Góð aðsókn var að Háskól-
anum á Hólum en um 200
nemendur voru skráðir þar í
nám á haustönn.
Þá var greint frá því að
Menningarsjóður Kaupfélags
Skagfirðinga hefði fært Heil-
brigðisstofnun Norðurlands á
Sauðárkróki höfðinglegar gjafir.
Var þar um að ræða fimm stór
snjallsjónvörp, fjóra Bluetooth
hátalara, tíu lítil úrvarpstæki
með heyrnartólum, tvo DVD
spilara og tvö hljóðkerfi.
Grálynd veður á
Grímstunguheiði
Fyrstu dagana í september var
haldið í göngur víða og réttað
í framhaldi af því eins og vera
ber. Ekki er hægt að segja að
veðrið hafi verið í liði með
gangnamönnum og fengu smal-
ar á Grímstunguheiði að kenna
á því þar sem smalamennska
stóð yfir í fimm daga, eða
degi lengur en vani er. Fengu
gangnamenn að upplifa hinar
ýmsu tegundir veðurs, þoku,
snjókomu og hvassviðri, en sem
betur fór viðraði einnig betur
inn á milli.
Í Sæmundarhlíðinni, eða
hverfisbrekkunni á Sauðár-
króki, var hafist handa við að
endurbyggja gamla hlöðu þar
sem athafnafólk á Króknum
hyggst setja á fót veitinga- og
samverustað, s.s. fyrir klúbba-
starfsemi, afmæli og önnur
tilefni.
Á Húnavöllum voru settar
upp tvær rafbílahleðslustöðvar,
tvisvar sinnum 22kW hvor stöð
sem gefa möguleika á að hlaða
þar fjóra bíla í einu.
Krókusum plantað
í kirkjuhólinn
Nemendur í Blönduskóla tóku
þátt í skemmtilegu verkefni
sem fólst í því að setja niður
600 krókusa í kirkjuhólinn
á Blönduósi. Það var Björk
Bjarnadóttir, umhverfisþjóð-
fræðingur og fyrrverandi
nemandi við skólann, sem átti
hugmyndina að verkefninu
og hafði yfirumsjón með því.
Blómin munu væntanlega
gleðja augu vegfarenda á vor-
dögum, ekki bara næsta vor,
heldur um komandi ár þar sem
krókusarnir eru fjölærir og
fjölga sér þar að auki.
Kormákur/Hvöt tók á móti
liði Stokkseyrar í riðlakeppni 4.
deildar um miðjan september.
Voru heimamenn þá þegar
búnir að tryggja sér sæti í
úrslitakeppni 4. deildar en
sigur á Stokkseyri færði þá
upp á topp riðilsins. Svo fór að
Húnvetningar unnu leikinn 5-2
og hrepptu því fyrsta sætið með
28 stig af 36 mögulegum en liðið
vann níu leiki, gerði eitt jafntefli
og tapaði tveimur.
Áskoranir
smábátasjómanna
Smábátafélagið Drangey í
Skagafirði skoraði enn einu
sinni á stjórnvöld að virða
ítrekaðar óskir sveitarstjórnar
Skagafjarðar, Landssambands
smábátaeigenda og Drang-
eyjar um taka upp fyrri tak-
markanir á veiðum með drag-
nót á innanverðum Skagafirði.
Einnig fordæmdi félagið þau
vinnubrögð sem sjávarútvegs-
ráðherra hafði við framkvæmd
grásleppuveiða á þessu ári
þegar veiðar voru stöðvaðar
með nánast engum fyrirvara.
Sömuleiðis var stöðvun strand-
veiða, áður en lögvörðu veiði-
tímabili þeirra lauk, harðlega
mótmælt.
Bakarí á Blönduósi
og byggt við skólann
Ný viðbygging, ein hæð og
kjallari, var í smíðum við
Blönduskóla og í frétt Feykis
sagði að henni væri ætlað að
hýsa kennslustofur fyrir list-
og verkgreinar á fyrstu hæð en
í kjallara væri tæknirými og
fleira. Í sama blaði segir frá nýju
handverksbakaríi, Húnakaffi,
sem tekið hefði til starfa á
Blönduósi. Bakaríið er í eigu
Brynjars Þórs Guðmundssonar
og er staðsett við Húnabraut 4.
Á Sauðárkróki tóku fyrir-
tæki í útbænum sig saman og
afhentu sveitarstjórn áskorun
um átak í umhverfismálum.
Óskað var eftir viðræðum við
sveitarfélagið um umhverfisátak
á atvinnusvæðinu og í útbænum
og lagt til að myndaður yrði
framkvæmdahópur sem saman-
stæði af fulltrúum úr hópi fyrir-
tækjanna og fulltrúum Sveitar-
félagsins Skagafjarðar.
Ágúst
Villa Nova í hendur ríkisins
Villa Nova, húsið sem er af
mörgum talið eitt fallegasta
hús Sauðárkróks, komst í eigu
ríkisins og var greint frá því í
Feyki um miðjan ágúst. Húsið
hafði verið í eigu Alþýðubanda-
lagsfélags Skagafjarðar í tæp
50 ár en unnið hafði verið að
því um tíma að ríkið eignaðist
húsið og yfirtæki rekstur þess.
Minjastofnun er með aðsetur í
húsinu en stofnunin mun fara
með rekstur hússins fyrir hönd
ríkisins. Fram kemur í fréttinni
að stjórn hússins vonist til að
yfirtakan eigi eftir að styrkja og
efla starfsemi Minjastofnunar á
svæðinu.
Björn Líndal var ráðinn
kaupfélagsstjóri Kaupfélags
Vestur-Húnvetninga en hann
hafði starfað sem sparisjóðsstjóri
Sparisjóðs Strandamanna síð-
ustu ár. Hann tók við starfinu
af Reimari Marteinssyni sem
ráðinn var til Kaupfélags Skag-
firðinga.
Tindastólsstúlkur
sprækar á völlinn
Tindastólsstúlkur komu spræk-
ar á völlinn eftir COVID-hlé
þegar þær fengu lið Aftureld-
ingar í heimsókn. Ekki var hægt
að segja að þær færu mjúkum
höndum um gesti sína en
leikurinn fór 4-0, Tindastól í vil.
Á Sauðárkróki hófust fram-
kvæmdir við gerð sjóvarnar-
garðs meðfram Þverárfjallsvegi
og Skarðseyri á 450 m kafla
og lenging sandfangara á
hafnarsvæðinu um 30 metra.
Miklar skemmdir urðu á sjó-
varnargarðinum veturinn áður
þegar ítrekað flæddi yfir í þeim
miklu óveðrum sem þá riðu
yfir landið.
Ristahlið og rækjustuldur
Á forsíðu 32. tölublaðs segir
frá því að Vegagerðin áformi
að fjarlægja þrjú ristahlið á
þjóðvegi 1, tvö í Húnavatnssýslu
og eitt við Héraðsvötn. Land-
búnaðarnefnd Sveitarfélagsins
Skagafjarðar annars vegar, og
Hreppsnefnd og fjallskilanefnd
Akrahrepps, hins vegar, fund-
uðu um málið og kröfðust þess
að varnarlínum búfjárveiki-
varna yrði viðhaldið samkvæmt
lögum þar um og bent var á
að hliðið sem fjarlægja átti í
Skagafirði skildi að virkasta
riðusvæði landsins og annað
sem hafði þá verið laust við
riðu í tvo áratugi. Í svari
Vegagerðarinnar við fyrir-spurn
Feykis kom fram að hliðin
væru í lélegu ástandi og ítrekað
hefði verið óskað eftir því við
Matvælastofnun að þau yrðu
endurnýjuð þar sem slysahætta
gæti stafað af þeim í náinni
framtíð. Hefði MAST veitt
Vegagerðinni leyfi tilað fjarlægja
hliðin á eigin kostnað. Að sögn
Matvælastofnunar var þarna
um misskilning að ræða og
ráðist yrði í að koma upp nýjum
SAMANTEKT
Fríða Eyjólfsdóttir
Áfram skal haldið allt til enda. Í þessum þriðja hluta verður gripið niður í Feyki síðustu
fimm mánuði ársins og eins og fyrr er úr ýmsu að moða og engin leið að gera nema litlu
broti af því einhver skil.
Fréttaannáll 2020 | Annar hluti
Uppgangur á
ýmsum sviðum
hliðum og halda vörnum í lagi.
Tveimur tonnum af rækju
var stolið úr frystigámi hjá
rækjuverksmiðjunni Meleyri á
Hvammstanga. Ljóst þótti að
þjófnaðurinn hafði verið vel
skipulagður þar sem þjófarnir
hefðu þurft sérstakt ökutæki til
að flytja þá 200 tíu kílóa kassa
sem rækjunum var pakkað í.
Talið var að götuvirði rækjunnar
væri um fimm til sex milljónir
króna og góssið því líklega
hugsað til endursölu fremur en
að búa sér til rækjusalad með
sunnudagskaffinu.
Sigurfinnur Jónsson á
Sauðárkróki, eða Finni á Steini,
kom færandi hendi í heimsókn
til Ljóssins, endurhæfingar og
stuðningsmiðstöðvar fyrir fólk
sem fengið hefur krabbamein
og aðstandendur þess, og færði
miðstöðinni rúmar 350 þúsund
krónur að gjöf. Það gerði Finni
í tilefni af 90 ára afmæli sínu
en Elsa, dóttir hans, hefur sótt
endurhæfingu til Ljóssins.
Olíutankarnir á Eyrinni á Sauðárkróki voru fjarlægðir.
MYND: PF
Frá Miðfjarðarrétt
AÐSEND MYND
6 03/2021