Feykir


Feykir - 20.01.2021, Blaðsíða 8

Feykir - 20.01.2021, Blaðsíða 8
Dagana 8.–10. janúar voru haldin sveinspróf í húsasmíði í Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra á Sauðárkróki og voru niðurstöður prófa kynntar sl. miðvikudag. Metfjöldi nemenda þreytti prófið eða 24 nemendur sem allir gerðu sér lítið fyrir og stóðust verklega prófið. „Aldrei hafa jafn margir þreytt sveinspróf á sama tíma í sögu skólans. Þessi frábæri árangur er góður vitnis- burður um þá starfsemi sem fram fer í verknámsdeildum skólans," segir í frétt á vef skólans. Feykir leit við í trésmíðadeildinni þegar nemendur unnu að undirbún- ingi fyrir prófið og má sjá myndir sem teknar voru þá á Feykir.is. /FE FNV 24 nemendur stóðust sveins- próf í húsasmíði Alloft verður manni hugsað til fyrri tíðar manna og í eitt slíkt skipti varð mér að orði: Lengi hélt á lífsins braut lyndisþéttur velli. Snjallan orðstír snemma hlaut Snorri á Húsafelli. Og fyrst minnst er á þann hetjukarl, mætti auka við kveðskapinn í glettustíl: Espólín úr frakka fór, fannst hann vera garpur stór. Ekki gekk þó allt sem best, illa gat hann tökin fest. Loks með mestu herkjum hann heldur smáan sigur vann. Upp á hné þar hellu tók, hafði næstum gert í brók. Sagði þá með snúið snið Snorri sína dóttur við: ,,Viltu halda völunni á svo vaskmennið það fái að sjá!” Félagi minn einn var eitt sinn hreint ekki bjartsýnn á ástand þjóðmála og fékk þá þessa kveðju: Menn með opna sálarsýn sigurbogann eygja. Ljósið er á leið til þín, láttu það ekki deyja! Sumir hugsa háleitt og fá orð fyrir að vera skýjaglópar, aðrir hugsa á lágu plani og eru kallaðir grasasnar. Best er líklega að vera þarna einhvers staðar mitt á milli. Eitt sinn var ég að hugsa eitthvað um þetta og þá kom þessi vísa sem ég tel réttast að skýra ekki nánar: Langt frá hæðum skýjaskyns, skildi Sókratesar, sparka á moldum spekingsins spældir lúsablesar! Eitt kvöld þegar sjónvarpið var með þátt um íslenskt mál í umsjón Braga Valdimars Skúlasonar kom þessi vísa: Ryður meinum máli frá meður hreinu lagi. Hangir greinum heilum á hreðjasteina Bragi. Heyrði af manni sem sýndi náunga sínum fádæma yfirgang og tillitsleysi, kvað þá: Versna hlýtur verkaspá, víða lýtin dafna. Hver sem brýtur öðrum á ætti í skít að kafna. Var að hugleiða ævi einnar hetju hvers- dagslífsins og kvað: Holl í öllu landi og lýð, lengi að góðu keppti. Einhent var þó alla tíð en engu verki sleppti. Eftir rökum anda hreins, efldi sálarblikið. Ekki gleymist Guðrún Sveins, gildi bar hún mikið. Orti eitt sinn vegna svikullar framkomu: Ekki skilar allt sér rétt, eyðist staðan hreina. Mjög eru sumra loforð létt, lengi má það reyna. Svaraði manni sem var að tala heldur neikvætt um kunningja okkar beggja: Ekki skaltu naga og níða náungann - en á mig hlýða. Innri benjar öllum svíða, á þar hver við sitt að stríða. Læt ég svo þar með staðar numið að sinni. Ritað á Skagaströnd 6. janúar 2021. Rúnar Kristjánsson AÐSENT | Rúnar Kristjánsson skrifar Skorpuendar og skyndibitar! taki þátt í stóru Evrópuverk- efni, CENTRINNO, undir áætluninni Horizon 2020, ásamt Nýsköpunarmiðstöð Íslands og Háskóla Íslands. Verkefnið er ætlað til þriggja og hálfs árs og hófst 1. september sl. Verkefnið snýst um að nota menningararfinn sem innblástur til nýsköpunar og blása lífi í fyrrum blómleg borgarhverfi og landshluta og er mikil áhersla lögð á að nýta möguleika stafrænnar tækni, að því er segir á heimasíðu Textílmiðstöðvarinnar. Að verk- efninu standa 26 stofnanir og fyrirtæki í níu löndum. Í verkefninu er lögð áhersla á að nýta möguleika stafrænnar tækni og að efla kunnáttu í að nýta hana til framleiðslu. Stefnt er að frekari eflingu Textíl- miðstöðvar Íslands sem miðstöð nýsköpunar og þekkingar í staf- rænni textílframleiðslu sem byggð er á menningararfi og handverkskunnáttu íslenskra kvenna með sérstakri áherslu á ull og umhverfisvæna nýtingu hennar. Tveir hestamenn af Norður- landi vestra, þau Þórarinn Eymundsson í Skagfirðingi og Helga Una Björnsdóttir í Þyt, voru valin í fríðan hóp A landsliðs Íslands í hestaíþrótt- um. Í frétt Feykis segir að einnig fái ríkjandi heimsmeistarar og tiltilverjendur inngöngu og þar séu þeir Jóhann R. Skúlason frá Sauðárkróki, ríkjandi heims- meistari í tölti, fjórgangi og samanlögðum fjórgangsgrein- um og Bergþór Eggertsson frá Bjargshóli í Miðfirði, marg- faldur heimsmeistari í skeið- greinum. Báðir búa þeir og starfa erlendis. Íþróttaiðkun eldri borgara og útrás yngri kynslóðarinnar Í 44. tölublaði segir frá því að eldri borgarar í Húnaþingi vestra láti ekki fjöldatakmarkanir í ræktinni koma í veg fyrir leik- fimiiðkun en þeir brugðu á það ráð að stunda sínar íþróttir úti á svölum meðan þjálfarinn leiðbeindi frá gangstéttinni utan við íbúðir eldri borgara. Þá segir frá því að ungur tónlistarmaður á Sauðárkróki, Ásgeir Bragi Ægisson, hefði gert plötusamning við útgáfu- fyrirtækið Twelve Tones í Banda- ríkjunum. Fjölbreytt jólablað Jólablað Feykis var það 45. í Frjálsíþróttasamband Íslands valdi ísak Óla Traustason fjöl- þrautarmann ársins fyrir árang- ur sinn á MÍ í fjölþrautum innanhúss. Hátæknibúnaður í skóla og ungt kvikmyndagerðarfólk Kaupfélag Skagfirðinga færði Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra og grunnskólunum á Hofsósi, Sauðárkróki og í Varmahlíð, hátæknibúnað að gjöf. Var þar um að ræða nýj- ustu útgáfu af háþróuðum þrívíddarprenturum ásamt þrí- víddarforritum. Fimm stúlkur í Höfðaskóla á Skagaströnd urðu hlutskarpast- ar í stuttmyndasamkeppni sem haldin var á landsvísu þar sem unnið var með ævintýraþema og hét mynd stúlknanna Gilitrutt. Þegar þetta síðasta tölublað ársins fór í prentun voru tveir aðilar á Norðurlandi vestra í einangrun og tveir í sóttkví vegna COVID-19. Þá stóðu vonir sóttvarnalæknis til að Íslendingar væru að komast út úr þessari bylgju faraldursins en lítið mætti þó út af bera til að ekki kæmi afturkippur. Kaupfélag Skagfirðinga færði skólum í Skagafirði háþróaða þrívíddarprentara. MYND: FE röðinni og var það stútfullt af viðtölum, uppskriftum og ýms- um fróðleik en hefðbundnar fréttir rötuðu ekki á síður þess. Desember Aðentudagatal kirkjunnar á Facebook Kirkjan hélt áfram að nýta sér samskiptamiðlana. Í Skagafirði var útbúið sérstakt skagfirskt jóladagatal þar sem einn gluggi birtist á Facebooksíðu Kirkj- unnar í Skagafirði á hverjum degi síðustu vikurnar fyrir jólin, einn gluggi frá hverri kirkju í firðinum sem einmitt eru 24 talsins. Kiwanisklúbburinn Drang- ey, í samstarfi við VÍS, færði nemendum yngsta stigs í Árskóla endurskinsvesti en vestunum átti einnig að dreifa í alla aðra grunnskóla á Norður- landi vestra. Bjartsýnir bændur í Miðfirði og fjölþrautamaður ársins Útihús eru í byggingu á tveim- ur bæjum í Miðfirði, Urriðaá og á Bergsstöðum, og eru bænd- ur þar bjartsýnir á framtíð sauðfjárbúskapar, þrátt fyrir lágt afurðaverð til bænda. Sagt var frá byggingunum í 47. tölublaði Feykis. Vandað til verka. MYND: FE 8 03/2021

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.