Feykir


Feykir - 20.01.2021, Blaðsíða 5

Feykir - 20.01.2021, Blaðsíða 5
Það er ekki nóg með að körfuboltinn hafi farið í gang í síðustu viku því Pepsi Max lið Tindastóls í fótbolta spilaði á föstudag sinn fyrsta leik á árinu. Leikið var í Boganum á Akureyri gegn b-liði Þórs/KA en þetta var opnunarleikur Kjarnafæðis- mótsins. Stólastúlkur gerðu tvö mörk um miðjan fyrri hálfleik og þrátt fyrir mý- mög tækifæri tókst ekki að bæta við fleiri mörkum. Jackie Altschuld gerði fyrsta mark leiksins með skalla á 18. mínútu en Maður ársins 2020 á Norðurlandi vestra, Bryndís Rut Haralds- dóttir, bætti við síðara marki Tindastóls á 25. mínútu. Samkvæmt frétt á Fót- bolti.net reyndist Sara Mjöll Jóhannesdóttir, markvörður Akureyringa, Tindastóls- stúlkum erfið og varði ítrekað úr góðum færum. Lið Tindastóls var mun sterkara liðið og að mestu skipað heimastúlkum. Bæði Jackie og Murielle Tiernan eru komnar á Krókinn og tóku þátt í leiknum en Mur fór af velli í hálfleik. Mark- vörðurinn, Amber Michel, markvörður, er síðan vænt- anleg þegar líður að vori. Ásamt liðum Tindastóls og Þórs/KA 2 taka Þór/KA 1, Fjarðabyggð/Höttur/Leiknir, Völsungur og Hamrarnir þátt í Kjarnafæðismótinu. Næsti leikur Tindastóls er á sunnudag kl. 15 í Boganum en þá mæta stelpurnar sam- einuðu Austfjarðaliði. /ÓAB Kjarnafæðismótið í knattspyrnu Tindastólssigur í fyrsta fótboltaleik ársins Stelpurnar á æfingu fyrir skömmu í vetrarveðri. MYND: ÓAB Skin og skúrir eftir endurræsingu Dominosdeildin í körfubolta | Karlalið Tindastóls Nú er körfuboltinn kominn á fullt að nýju eftir um 100 daga kófpásu. Lið Tindastóls hóf leik í Vesturbænum og átti síðan heimaleik gegn sprækum Njarðvíkingum sl. sunnudagskvöld. Úrslitin bæði kættu og grættu stuðningsmenn Stólanna. KR – Tindastóll 101-104 Í fyrsta leik mættust erki- fjendurnir KR og Tindastóll og það var líkast því að hraðspólað væri yfir pásuna því bæði lið settu í fluggírinn en varnarleikur var einhver eftirþanki sem menn upp- götvuðu í hálfleik. Þrátt fyrir að lið Tindastóls væri yfir lengstum þá kom upp gamalkunnugt skrölt á lokakaflanum en Stólarnir voru seigir og náðu í stigin tvö í blálokin. Lokatölur 101-104. „Ég er í fyrsta lagi ógeðslega ánægður með að hafa unnið leikinn,“ sagði Baldur Þór, þjálfari Tindastóls, í samtali við Vísi að leik loknum. „KR-ingar voru mjög góðir í þessum leik með það sem þeir höfðu. Mér fannst þeir hafa gert eins vel og hægt var að gera miðað við að þeir eru ekki með neina stóra leikmenn. Þetta var náttúrulega stórfurðulegur leikur og ég er bara ánægður að hafa klárað sigurinn.“ Baldur var ekki alveg sáttur við varnarleikinn og sagðist þurfa að skoða hann. Glover var atkvæðamestur Stóla með 30 stig og átta fráköst. Tomsick gerði 26 stig og tók fimm fráköst líkt og Udras sem gerði 20 stig í leiknum og nýtti skotin sín vel. Pétur átti líka góðan leik, gerði 12 stig, tók sjö fráköst og átti sjö stoðara. Tindastóll – Njarðvík 107-108 Það var boðið upp á háspennu í Síkinu sl. sunnudagskvöld þegar Njarðvíkingar heimsóttu Tindastólsmenn í 3. umferð Dominos-deildar- innar. Því miður þá héldu heimamenn áfram að Antonio Hester var hæstánægður með nýjan liðsfélaga sinn, Loga Gunn, í liði Njarðvíkur. MYND: HJALTI ÁRNA vera ósannfærandi þrátt fyrir að hafa á að skipa flottum leikmönnum sem virðast enn ekki hafa áttað sig á að það þarf að spila varnarleik til að vinna leiki. Framlengt var í Síkinu og svo virtist sem Antanas Udras hefði tryggt Stólunum sigur þegar tæpar tvær sekúndur lifðu leiks. Njarð- víkingar eru hins vegar með Loga Gunnars í sínu liði og þá er leikurinn ekkert búinn fyrr en lokaflautið gellur. Hann setti þrist í andlitið á heimamönnum um leið og leiktíminn rann út. Lokatölur 107-108. Stólarnir tóku fleiri skot, hirtu miklu fleiri fráköst og áttu fleiri stoðsendingar. Þeir töpuðu hins vegar fleiri boltum og skoruðu einu stigi minna en gestirnir úr Njarðvík. Varnarleikurinn var ekki til staðar og jafn- vægið innan liðsins ekki í lagi. Var Baldur þjálfari afar ósáttur að leik loknum. Shawn Glover var stigahæstur með 39 stig og er öflugur leikmaður. Það vita allir hvað Tomsick getur en hann hitti úr níu af 26 skotum, gerði 27 stig. Pétur og Brodnik voru aðeins með þrjú stig hvor í leiknum sem er auðvitað ekki normal. Næsti leikur er hér heima gegn Val annað kvöld en síðan fylgja þrír útileikir gegn Hetti, Þór Akureyri og Þór Þorlákshöfn. /ÓAB ÍÞRÓTTAFRÉTTIR F 1. deild kvenna í körfubolta | Tindastóll – Hamar/Þór 70–45 Uppörvandi sigur Stólastúlkna Tindastólsstúlkur spiluðu fjórða leik sinn í 1. deild kvenna í körfubolta sl. laugardag þegar þær tóku á móti liði Hamars/ Þórs Þ. Lið Tindastóls náði undirtökunum strax í byrjun þar sem mikill hraði og dugn- aður einkenndi leik liðsins. Grunnurinn að sigri Stóla- stúlkna var lagður í fyrri hálfleik en lokatölurna voru 70–45. Eva Wium var stigahæst í liði Tindastóls með 23 stig, Marín Lind setti 15 stig og Karen Lind gerði 11 stig og tók 9 fráköst. Eva Rún var með þrefalda sjöu, skilaði 7 stigum, 7 fráköstum og 7 stoðsending- um. Enginn Kani var í liði Tindastóls en Dominique Toussaint fór heim eftir leikinn gegn Grindavík í október. „Hún var ekki það sem okkur vantaði að þessu sinni og við óskum henni góðs gengis á nýjum vettvangi,“ tjáði Árni Eggert þjálfari Feyki. Sjá nánar á Feykir.is. /ÓAB Lið Tindastóls ánægt að leik loknum. MYND AF FB-SÍÐU TINDASTÓLS Pepsi Max deildin Þjálfarateymi Tindastóls Guðni Þór til vinstri, Rúnar Rúnnarsson formaður knattspyrnudeildar Tindastóls í miðjunni og Óskar Smári. MYND: ÓAB Eins og sagt er frá á forsíðu Feykis í dag þá hefur verið gengið frá samningum við Guðna Þór Einarsson og Óskar Smára Haraldsson um að þjálfa kvennalið Tindastóls í sumar en liðið leikur í Pepsi Max deildinni í fyrsta sinn. Guðni er Króksari en Óskar frá Brautarholti. Þeir segjast farnir að skoða leikmannamál en hyggjast byggja áfram á kjarna heimastúlkna. Það er ljóst að styrkja þarf liðið fyrir átök sumarsins. „Hins vegar viljum við fá réttu týpurnar af leikmönnum og karakterarnir þurfa að vera réttir. Við erum að horfa á gæði framyfir magn,“ sagði Óskar í samtali við Feyki en viðtal við þá félaga birtist á Feykir.is í dag. /ÓAB 03/2021 5

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.