Feykir - 20.01.2021, Blaðsíða 4
Þann 21. desember
síðastliðinn færðu eigendur
Steypustöðvar Skagafjarðar
ehf. Kiwanisklúbbnum
Drangey eina milljón króna að
gjöf vegna söfnunar
klúbbsins fyrir nýjum líkbíl
handa sóknarnefnd
Sauðárkrókskirkju til
minningar um Pálma
Friðriksson.
Pálmi Friðriksson var fæddur
þann 21. desember árið 1943 á
Svaðastöðum í Skagafirði,
hann lést þann 8. janúar 1998,
nýlega orðinn 54 ára gamall.
Hann var meðlimur í Kiwanis-
klúbbnum Drangey til margra
ára og naut þess að starfa þar
með félögum klúbbsins. Hann
var einnig fyrstur til að fara
með vél inn í Kirkjugarð
Sauðárkróks til að taka grafir
árið 1971 en áður hafði það
alltaf verið gert með haka og
skóflu. Fyrirtæki í eigu Pálma
og tengd honum hafa sinnt
grafartöku í garðinum æ síðan.
Í árslok 2019 hóf Kiwanis-
klúbburinn Drangey söfnun
með 500 þúsund króna fram-
lagi til endurnýjunar á líkbíl
fyrir kirkjusóknirnar í Skaga-
firði. Núverandi líkbifreið er
39 ára gömul, afturdrifin og
eyðslufrek, og er bæði dýr og
óhentug í rekstri. Reikna má
með því að það kosti 9-10
milljónir að endurnýja bílinn
með þeim búnaði sem til þarf í
slíka bifreið. Kiwanisklúbbur-
inn samþykkti á fundi sínum
14. janúar að bæta við 250
þúsund krónum í sjóðinn og
sömu upphæð gaf ÓK gáma-
þjónusta. Klúbburinn vonast
til þess að fyrirtæki, félaga-
samtök og klúbbar í Skagafirði
verði ekki eftirbátar Steypu-
stöðvar Skagafjarðar ehf. og
skorar á aðra klúbba og ein-
staklinga að styðja við þetta
þarfa verkefni sem kemur
okkur öllum til góða sem hér
búum. Reikningsnúmer söfn-
unarinnar er 0310-22-001029,
kt. 560269-7659.
Það voru félagarnir Ingólfur
Guðmundsson og Bjarki
Tryggvason frá Kiwanis-
klúbbnum Drangey sem veittu
gjöfinni viðtöku ásamt Ingi-
mar Jóhannssyni og Guðrúnu
Sighvatsdóttur frá sóknar-
nefnd Sauðárkrókskirkju.
Ingimar Jóhannsson
formaður sóknarnefndar
Sauðárkrókskirkju
AÐSENT | Ingimar Jóhannsson skrifar
Söfnun vegna kaupa á líkbíl
Hnjúkabyggð 33 I 540 Blönduósi I Sími 455 4700
FASTEIGNAGJÖLD 2021
Álagning fasteignaskatts:
A-hluti fasteignaskatts (íbúðarhúsnæði) er 0,50% af hús- og lóðarmati.
A-hluti fasteignaskatts (hesthús og gripahús í þéttbýli) er 0,50% af hús- og lóðamati.
B-hluti fasteignaskatts (opinbert húsnæði) er 1,32% af hús- og lóðarmati.
C-hluti fasteignaskatts (atvinnuhúsnæði og annað en að neðan greinir) er 1,65% af hús- og lóðamati.
Vatnsgjald á A-hluta, B-hluta og C-hluta fasteigna (íbúðar-, opinbert- og atvinnuhúsnæði)
er 0,275% af hús- og lóðarmati.
Holræsagjald á A-hluta, B-hluta og C-hluta fasteigna (íbúðar-, opinbert- og atvinnuhúsnæði)
er 0,25% af hús- og lóðarmati.
Lóðarleiga fyrir A-hluta, B-hluta og C-hluta fasteigna (íbúðar-, opinbert- og atvinnuhúsnæði)
er 2,0% af fasteignamati lóðar, fyrir ræktunarlóðir 7.650 kr. á hektara, að lágmarki 10.250 kr.
Sorpgjöld: Innheimt á hverja íbúð vegna sorphirðu: kr. 23.500,-
Innheimt á hverja íbúð vegna sorpeyðingar: kr. 23.500,-
Innheimt á sumarhús, hesthús og gripahús í þéttbýli vegna sorpeyðingar: kr. 23.500,-
Reglur um afslátt fasteignaskatts 2021:
1. gr.: Umsækjandi skal hafa átt lögheimili í Blönduósbæ 1. desember 2020.
2. gr.: Rétt til afsláttar hafa elli- og örorkulífeyrisþegar, á grundvelli
4. mgr. 5. gr. laga nr. 4/1995 um tekjustofna sveitarfélaga.
3. gr. : Niðurfelling á fasteignaskatti er tekjutengd og getur mest orðið kr. 60.500,-
4. gr.: Tekjumörk á árinu 2019 eru:
Einstaklingar með skattskyldar tekjur allt að............ kr. 3.815.000 fá 100% afslátt.
Einstaklingar með skattskyldar tekjur yfir................ kr. 5.100.000 fá 0% afslátt.
Hjón með skattskyldar tekjur allt að......................... kr. 5.100.000 fá 100% afslátt.
Hjón með skattskyldar tekjur yfir..............................kr. 7.000.000 fá 0% afslátt.
Tekjur innan skilgreindra tekjumarka veita hlutfallslegan afslátt.
5. gr.: Skilyrði fyrir niðurfellingu er að viðkomandi búi sjálfur í húsnæðinu og hafi ekki
af því leigutekjur. Við andlát maka styrkir sveitarsjóður eftirlifandi um sömu
upphæð og nemur útreiknaðum afslátti ársins.
6. gr.: Upplýsingar um tekjur vegna útreiknings er sóttur vélrænt á vef Ríkisskattstjóra
www.rsk.is í gegnum álagningarkerfi Fasteignaskrár Íslands.
7. gr.: Ekki þörf á sérstökum umsóknum vegna afsláttar.
8. gr.: Athugasemdir vegna útreiknings afsláttar skulu berast skriflega til
skrifstofu Blönduósbæjar eigi síðar en 1. júní 2021.
Gjalddagar álagðra fasteignagjalda umfram kr. 25.000,- eru: 1. febrúar, 1. mars, 1. apríl, 1. maí, 1. júní,
1. júlí, 1. ágúst, 1. sept., 1. okt. og 1. nóv. Gjalddagi álagðra fasteignagjalda undir kr. 25.000,- er 15. maí. Hægt
er að óska eftir því að greiða öll gjöld á einum gjalddaga sem er 15. maí. Sækja þarf um gjalddagabreytingu
á bæjarskrifstofu fyrir 15. febrúar 2021. Eindagi gjalddaga eru 30 dagar.
Álagningarseðlar eru rafrænir og eru aðgengilegir á www.island.is. Greiðsluseðlar birtast í heimabanka
viðskiptavina. Hægt er að óska eftir útprentuðum álagningarseðli og greiðsluseðli og skal senda beiðni um
þar á netfangið blonduos@blonduos.is.
Frekari upplýsingar um álagninguna er hægt að fá á skrifstofu Blönduósbæjar í síma 455 4700.
Eftirfarandi gjaldskrá var tekin fyrir og samþykkt á fundi
sveitarstjórnar Blönduósbæjar 15. desember 2020.
Sveitarstjórinn á Blönduósi, 12. janúar 2021
Valdimar O. Hermannsson
CMYK%
Cyan = 100 / Magenta = 75 / Yellow = 2 / Black = 18
Cyan = 45 / Magenta = 14 / Yellow = 0 / Black = 0
GRÁSKALI
Black = 40%
Black = 100%
PANTONE
PANTONE 278 C
PANTONE 287 C
Logo / merki
BJÖRGVIN SIGURÐSSON | GRAPHIC DESIGNER FÍT
ÁSVEGI 17 | 104 REYKJAVÍK | ICELAND
T: +354 588 3436 | M: +354 663 0677 | E: 2b@internet.is
Bæjarskrifstofa Blönduósbæjar
Hnjúkabyggð 33
540 Blönduós
Sími: 455 4700
blonduos.is
www.blonduos. is
Frá vinstri: Ingólfur Guðmundsson, Bjarki Tryggvason, Ingimar Jóhannsson, Ásmundur Pálma-
son, Frðrik Pálmason, Svala Jónsdóttir og Ásta Pálmadóttir.
MYND: GUÐRÚN SIGHVATSDÓTTIR
Pálmi Friðriksson.
MYND AÐSEND
Kaupfélag Skagfirðinga svf.
lauk í desember síðastliðnum
innleiðingu á jafnlaunakerfi
fyrir félagið og öðlaðist í
framhaldinu jafnlaunavottun
frá iCert vottunarstofu skv.
Jafnlaunastaðli ÍST 85. Félagið
hefur lagt mikla vinnu í að
koma upp metnaðarfullu
jafnlaunakerfi, með því meðal
annars að móta verkferla,
jafnlaunastefnu og jafn-
réttisáætlun.
Er það gert í þeim tilgangi að
innleiða verklag sem tryggir
öllum starfsmönnum jöfn laun
fyrir sömu og/eða jafnverðmæt
störf. Ennfremur tryggir það að
ákvarðnir um laun og önnur
kjör byggi ávallt á málefnalegum
sjónarmiðum og fyrirbyggi
þannig beinan og óbeinan
launamun kynjanna. Félagið
hefur með þessu skuldbundið
sig til að viðhalda jafnlauna-
kerfinu og ástunda stöðugt um-
bótastarf.
Með þessari vottun er Kaup-
félag Skagfirðinga að framfylgja
lögum um jafna stöðu og jafnan
rétt kynjanna nr. 150/2020 og
gildir hún til ársloka 2023.
Umsjón með innleiðingu
jafnlaunakerfisins fyrir hönd KS
höfðu þær Kristjana Jónsdóttir,
forstöðumaður reikningshalds,
og Helga Jónína Guðmunds-
dóttir, deildarstjóri starfsmanna-
halds, í samvinnu við Attentus,
Mannauður & Ráðgjöf. /Fréttatilk.
Skagafjörður
Kaupfélag Skagfirðinga
hlýtur jafnlaunavottun
Björgunarsveitinni Húnum í Húnaþingi vestra barst góð gjöf nú um
áramótin þegar Gærurnar, sem eru hópur kvenna sem heldur úti
nytjamarkaði á Hvammstanga og lætur ágóðann jafnan renna til
þarfra mála í samfélaginu, færðu sveitinni þrjár samanbrjótanlegar
sjúkrabörur. Verða börurnar settar í jeppa björgunarsveitarinnar,
Húna 1, 2 og 3.
„Björgunarsveitin Húnar færir Gærunum bestu þakkir fyrir
höfðinglega gjöf og þann hlýhug og velvilja sem þær hafa sýnt
sveitinni en þetta er ekki í fyrsta skipti sem þær fært okkur góðar
gjafir," segir á Facebooksíðu Björgunarsveitarinnar Húna.
Sjá nánar á vefnum góða, Feykir.is. /FE
Húnaþing vestra
Gærurnar gefa
Húnunum sjúkrabörur
4 03/2021