Feykir


Feykir - 31.03.2021, Qupperneq 9

Feykir - 31.03.2021, Qupperneq 9
FRÁ BYGGÐASAFNI SKAGFIRÐINGA Inga Katrín D. Magnúsdóttir skrifar Bólu-Hjálmar, líf hans og listagripir Hjálmar Jónsson, betur þekktur sem Bólu-Hjálmar, fæddist á Hallandi á Svalbarðsströnd í Eyjafirði árið 1796.1 Hann var sonur Marsibilar Semingsdóttur og Jóns Benediktssonar. Fæðing Hjálmars hefur verið sveipuð þjóðsagnakenndri dulúð í frásögnum sem segja að Marsibil hafi komið að Hallandi síðla kvölds og eignast Hjálmar þá um nóttina, en hún hafi verið heimilislaus á þessum tíma. Ritaðar heimildir benda þó til að foreldrar Hjálmars hafi verið vistráðin hjú á bænum Miðvík, um dagleið frá Hallandi. Vinnukona á bænum, Margrét (sem Hjálmar nefndi síðar Hallands-Möngu), var falið að færa barnið hreppstjóranum en er hún kom að Neðri-Dálksstöðum tók ekkjan Sigríður Jónsdóttir drenginn í fóstur. Þar ólst hann upp í nokkur ár þar til faðir hans giftist dóttur Sigríðar og ólst hann síðar upp hjá föður sínum og stjúpu. Árið 1820 fluttist Hjálmar að Silfrastöðum í Skagafirði. Á Uppsölum í nágrenni Silfrastaða bjó ung kona að nafni Guðný Ólafsdóttir og varð hún konan hans. Þau voru ennfremur systrabörn. Þau bjuggu fyrst á Bakka í Öxnadal og síðar á Nýjabæ í Austurdal. Vænkaðist nokkuð hagur þeirra á Nýjabæ en Hjálmar átti jafnframt í hörðum illdeilum við nágranna sína sem virtust einbeittir í að flæma hann úr sveitinni. Árið 1829 fluttust þau að Bólstaðargerði í Blönduhlíð, sem Hjálmar kallaði Bólu, sem hann hefur síðan verið kenndur við. Hjónin voru ákærð fyrir sauðaþjófnað og var gerð þjófaleit á heimili þeirra árið 1838. Slík ákæra þótti afar skammarleg og féll atvikið Hjálmari þungt. Þau voru sýknuð af ákærunum en hröktust burt frá Bólu. Þau bjuggu næst í um aldarfjórðung á Minni-Ökrum. Guðný lést árið 1845 og varð andlát hennar Hjálmari afar þungbært. Um 1871 var Hjálmar nauðugur fluttur að Grundargerði, dvaldi síðar til skamms tíma á Starrastöðum í Lýtingsstaðahreppi. Undir lok ævi sinnar hýrðist Hjálmar í Brekkuhúsum, beitarhúsum frá Brekku, skammt frá Víðimýri og þar lést hann snauður þann 25. júlí 1875.2 Hjálmari virðist hafa farist búskapur vel úr hendi, en ýmis harðindi lands og lýðs réðu því að síðustu ár ævi sinnar bjó hann við mikla fátækt. Hann var ýmsum hæfileikum gæddur, sérstaklega er kom að ljóðmælgi. Víða gætir biturleika í ljóðum hans, bæði vegna slæmra kjara, samfélagsaðstæðna og oki yfirvaldsins. Hjálmar virðist hafa verið forn í skapi og orti gjarnan níðvísur um þá sem honum líkaði illa og gat verið illskeyttur og óvæginn. Hann átti oft í erjum við nágranna sína en átti þó líka marga vini enda þótti hann fróður og góður sögu- maður, var vinsæll til skemmtana og gat verið hrókur alls fagnaðar. Hjálmar var einnig mjög listfengur og eftir hann liggja fagurlega útskornir gripir. Hann skar út að fornri íslenskri útskurðahefð, mest á sínum yngri árum en útskurður varð honum erfiðari með aldrinum er fingurnir tóku að kreppast. Eftir hann liggur nokkur fjöldi gripa, stokkar, kistlar, rúmfjalir og skápar. Gripina prýða, ýmist eða allt í senn, höfðaletur, jurtasveigar, blómaflúr eða áletranir. Hjá Byggðasafni Skagfirðinga má berja nokkra útskurðar- gripi hans augum og eru þeir meðal dýrmætustu gripa safnsins. - - - - - Heimildir: 1 Mismunandi er eftir heimildum hvenær hann er sagður fæddur, nefndur hefur verið 29. september en einnig febrúar. Í Kirkjubók hefur fæðingardagur eða skírnardagur verið skráður við nafn hans, en letrið síðan skafið út og er ólæsilegt. 2 Finnur Sigmundsson (tók saman). Hjálmar Jónsson frá Bólu: Æviágrip, þættir og sagnir. (Ritsafn VI). (1960). Ísafoldarprentsmiðja, Reykjavík. Bls. 11-132. Kistill (BSk 2018:8) allur útskorinn og festur á stól. Kistilinn skreyta blómavafningar og laufasveigar, framan á er skorið ártalið 1838 ásamt tveimur ljónum, aftan á kistlinum er útskorið landakort (Guðbrandskort). Kistillinn kom til safnsins eftir krókaleiðum um aldamótin 2000. Forngripasali í Kaupmannahöfn hafði samband við Þjóðminjasafn Íslands varðandi kistil sem hann hafði í fórum sínum. Rannsókn Þórs Magnússonar þjóðminjavarðar á stílbrigði og handverki leiddi í ljós að sennilega væri þar fram komið verk Bólu- Hjálmars. Íslandskortið á bakhlið kistilsins þykir merkilegt, landakort í útskurði frá þessum tíma eru fátíð. Byggðasafn Skagfirðinga keypti þá kistilinn en bakhjarlar til kaupanna voru Steinull, Búnaðarbanki Íslands, Fiskiðjan, Dögun og Trésmiðjan Borg. Prjónastokkur (BSk 2017:24) útskorinn með höfðaletri, latnesku töluletri og blómum. Á loki stendur ANNO MDCCCXI (1811) og stafirnir TIRAS eru skornir með höfðaletri. Á aðra hliðina er skorið með höfðaletri: iohana kri. Á hina: stiansdot. Saman mynda þessir stafir: Jóhan(n)a Kristjánsdóttir a(á) s(stokkinn). Jóhanna þessi var vinnukona á nokkrum bæjum í Gönguskörðum og lést 1843. Þilkista (BSk 48) til að hengja á þil, opin að ofan og notuð sem hirsla fyrir smádót. Neðst í henni er lítil skúffa. Framhliðin er öll útskorin með laufasveigum samhverfum út frá miðju. Á skúffunni eru stafirnir MPDA. Kistan kom frá Árna Sveinssyni á Kálfsstöðum. Ólafur Sigurðsson (1822-1884) bóndi í Langhúsum í Viðvíkursveit lét smíða kistuna handa konu sinni, Margréti Pálsdóttur (1820-1890). MYNDIR: BYGGÐASAFN SKAGFIRÐINGA 05. 2020 Auðkenni fyrir Byggðasafn Skagarðinga, Héraðsbókasafn Skagrðinga, Héraðsskjalasafn Skagrðinga og Listasaf Skagrðinga Breytingar á merkjunum eru brot á höfundarréttarlögum! 1 8 Þórhallur Kristjánsson, grafískur hönnuður FÍT Cyan 18% Magnta 37% Yellow 100% Black 0% PANTONE 7555 C R 209 G 159 B 42 CMYK% PANTONE RGB GRÁSKALI SVART/HVÍTT Cyan 0% Magnta 0% Yellow 0% Black 50% Black 100% 13/2021 9

x

Feykir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.