Feykir


Feykir - 28.04.2021, Qupperneq 2

Feykir - 28.04.2021, Qupperneq 2
Hvort sem þú trúir því eða ekki þá er Sæluvika. Hvað getur maður annað sagt en helvítis kóvid. Vegna þess er vikan vængstýfð á báðum og stélið rytjulegt svo engu flugi er náð, því miður. En í stað þess að snúa kvikindið úr hálsliðnum er reynt að halda smá lífsmarki með sjúklingnum með von um bata að ári. Það er virðingavert. Finna má nokkrar uppákomur á Króknum í tilefni menningarvik- unnar en flest atriði eru rafræn í ár og ná vonandi að létta fólki lundina og brjóta upp hversdaginn. Hvet ég alla til að kynna sér hvað í boði er. Eins og staðan er núna eru svo miklar takmarkanir vegna sóttvarnareglna að varla tekur því að dreypa á áfengi – öðruvísi mér áður brá. Allar götur frá upphafi Sæluviku, sem rekja má allt til ársins 1885 og jafnvel fyrr þegar sýslunefndarfundir fóru fram á Reynistað, má finna sögur af fólki sem skemmti sér og öðrum, skvettu úr klaufunum, fann mismikið á sér og dansaði fram á rauða nótt. Í bók Kristmundar Bjarnasonar, Saga Sauðárkróks, er skemmtileg lýsing á Sælu- vikustemningu fyrri tíðar og leyfi ég mér að grípa örlítið niður í kaflann Skemmtanalíf: Líklegt má telja, að sýslufundargleðirnar á Sauðárkróki hafi drjúgum hresst upp á geðheilsu gestanna. Þessar sælustundir bar hæst í fábrotnu lífi þeirra, voru kært umræðuefni og birtu- gjafi langt fram í ókomna tíð. Til voru þeir, sem glaumur Sýslufundarvikunnar varð aðeins áfangi á refilstigum ofdrykkjunnar. Brennivínsberserkirnir kunnu sér ekki hóf þá fremur en endranær. Því er ekki heldur að leyna, að stundum varð svakksamt á skemmtunum þessum, pústrar og ryskingar í ölæði. Jóhannes sýslumaður hafði snemma á embættisferli sínum farið þess á leit við amtsráð, að komið væri upp fangageymslu á Sauðárkróki - þó ekki sérstak- lega vegna sýslufundarhalds. Þeirri beiðni var synjað. Varð sýslumaður stundum að sleppa mönnum úr gæzluvarðhaldi sökum húsnæðisskorts. Þegar brennivínsberserkir létu dólgs- lega á skemmtunum í Tindastóli eða Poppspakkhúsi, lét sýslu- maður stinga þeim í stóra poka (ullarballa), og var bundið traustlega fyrir. Var þetta kallað að ,,poka“ menn. ,,Ég man eftir nokkrum drykkju- skap á Sauðárkróki, einkum af því, að þeir drukknu voru settir í poka og gerð háðung að þeim,“ segir Alexander Jóhannesson í bréfi til þess, er þetta ritar [Kristmundar]. Stundum voru pokarnir hengdir upp á bita í danssalnum á Tindastóli, og fengu sak- borningar að dúsa þar við dillandi harmonikuspil Bjarnleifs og höfðu ekki af réttunum nema reykinn. Þung þótti þessi refsing, en talið, að hún gæfi góða raun. Venjulega var dansað framundir morgun. Eldar ásta og afbrýði loguðu stundum glatt, hressilegar hneykslissögur um hin og þessi skötuhjú gengu um bæinn; einhver hefur sagt: ,,að þau hafi haft í frammi hið mesta svínerí, sem hefur heyrzt getið um hér á Sauðárkróki.“ Gangið hægt um gleðinnar dyr, farið varlega í netheimum og gleðilega Sæluviku! Páll Friðriksson, ritstjóri LEIÐARI Stórfurðuleg Sæluvika Útgefandi: Nýprent ehf., Borgarflöt 1, Sauðárkróki Póstfang Feykis: Borgarflöt 1, 550 Sauðárkrókur Ritstjóri & ábyrgðarmaður: Páll Friðriksson, palli@feykir.is & 861 9842 Blaðamenn: Óli Arnar Brynjarsson, oli@feykir.is Sigríður Garðarsdóttir, siggag@nyprent.is | Klara Björk Stefánsdóttir, klara@nyprent.is Prófarkalestur: Fríða Eyjólfsdóttir Auglýsingastjóri: Sigríður Garðarsdóttir, siggag@nyprent.is Áskriftarverð: 615 kr. hvert tölublað með vsk. Lausasöluverð: 755 kr. m.vsk. Áskrift og dreifing: Nýprent ehf. Sími 455 7171. Umbrot og prentun: Nýprent ehf. Óháð fréttablað á Norðurlandi vestra - alltaf á miðvikudögum AFLATÖLUR | Dagana 18. apríl til 24. apríl 2021 á Norðurlandi vestra Fækkun veiðidaga á grásleppunni SKIP/BÁTUR VEIÐARFÆRI KG SKIP/BÁTUR VEIÐARFÆRI KG Blíðfari HU 52 Handfæri 1.632 Dagrún HU 121 Grásleppunet 22.562 Elfa HU 191 Grásleppunet 8.618 Fengsæll HU 56 Grásleppunet 14.397 Hafdís HU 85 Grásleppunet 4.771 Hjalti HU 313 Grásleppunet 9.405 Hrund HU 15 Handfæri 625 Ísak Örn HU 151 Grásleppunet 8.988 Kambur HU 24 Grásleppunet 19.370 Már HU 545 Grásleppunet 8.961 Sæunn HU 30 Handfæri 978 Alls á Skagaströnd 137.482 HOFSÓS Þorgrímur SK 27 Grásleppunet 9.300 Alls á Hofsósi 9.300 SAUÐÁRKRÓKUR Badda SK 113 Grásleppunet 12.335 Drangey SK 2 Botnvarpa 105.457 Fannar SK 11 Grásleppunet 9.820 Hafey SK 10 Grásleppunet 12.284 Kaldi SK 121 Grásleppunet 7.661 Málmey SK 1 Botnvarpa 111.747 Már SK 90 Grásleppunet 8.996 Steini G SK 14 Grásleppunet 11.696 Alls á Sauðárkróki 279.996 SKAGASTRÖND Alda HU 112 Landbeitt lína 5.994 Arndís HU 42 Grásleppunet 3.762 Auður HU 94 Grásleppunet 5.169 Bergur Sterki HU 17 Grásleppunet 22.250 Nú eru þrjár vikur síðan fyrsti báturinn skráði sig inn á grásleppuveiðarnar hér á Norðurlandi vestra og eins og áður hefur komið fram er mjög góð veiði en verðið ekki til að hrópa húrra fyrir en þrátt fyrir það eru nú átján bátar á veiðum. Í fyrstu var gefið út leyfi til að stunda hrognkelsaveiðar í 40 daga samfleytt eftir að bátur skráði sig inn en nú hefur atvinnuvega og nýsköpunarráðuneytið gefið út þá reglugerð að veiði- dögum fækki niður í 35 daga. Þessar fréttir koma ekki á óvart miðað við þá mokveiði sem hefur verið og áttu margir von á að veiðin yrði stöðvuð. Aflahæsti bátur vikunnar á Norðurlandi vestra er Dagrún HU 121 með alls 22.562 kg en ef teknar eru allar þrjár vik- urnar saman þá er Dagrún HU 121 einnig með vinninginn eða alls 35.175 kg. Annars er það að frétta úr öðrum aflafréttum að Málmey SK 1 landaði tæpum 112 tonn- um á Króknum en alls var þar landað 279.996 kg og þar af 62.792 kg af grásleppu. Á Skagaströnd var það Dagrún HU 121 sem var aflahæst með 22.562 kg en alls var landað rúmum 137 tonn-um. Enginn bátur landaði á Hvammstanga þessa vikuna en einn bátur landaði á Hofsósi, Þorgrímur SK 27, alls 9300 kg. Heildarafli á Norðurlandi vestra var 726.778 kg í síðustu viku og af því var alls 191.045 kg af grásleppu. /SG Um helgina fór fram rafrænt forval hjá Vinstri hreyfingunni grænu framboði í Norðvestur- kjördæmi. Bjarni Jónsson, sveitarstjórnarfulltrúi í Sveitarfélaginu Skagafirði, fékk flest atkvæði í fyrsta sæti en Lilja Rafney Magnúsdóttir, núverandi oddviti listans í endaði í öðru sæti. Í tilkynningu frá flokknum kemur fram að valið hafi verið í fimm efstu sæti á framboðslista hreyfingarinnar í alþingiskosn- ingunum sem fram fara í haust. Niðurstaða forvalsins er eftirfarandi: 1. sæti Bjarni Jónsson með 543 atkvæði í 1. sæti 2. sæti Lilja Rafney Magnúsdóttir með 565 atkvæði í 1.-2. sætið 3. sæti Sigríður Gísladóttir með 444 atkvæði í 1.-3. sæti 4. sæti Þóra Margrét Lúthersdóttir með 622 atkvæði í 1.-4. sæti 5. sæti Lárus Ástmar Hannesson með 679 atkvæði í 1.-5. sæti Átta voru í framboði. Á kjörskrá voru 1454. Atkvæði greiddu 1049. Kosningaþátttaka var 72% Auðir seðlar 3. Kjörstjórn leggur fram lista með 16 frambjóðendum fyrir kjördæmisþing til samþykktar í samræmi við lög og stefnu hreyfingarinnar. /PF Forval VG í Norðvesturkjördæmi Bjarni Jónsson leiðir lista VG í komandi alþingiskosningum Málmey SK 1 í höfn á Króknum. MYND: FISK.IS Bjarni Jónsson. 2 17/2021

x

Feykir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.