Feykir


Feykir - 28.04.2021, Page 3

Feykir - 28.04.2021, Page 3
Árangursrík uppbygging starfsstöðva á Hvammstanga og Skagaströnd Vinnumálastofnun hlýtur Byggðagleraugu SSNV 2021 Á ársþingi SSNV, sem haldið var í fjarfundi 16. apríl, voru Byggðagleraugu SSNV veitt í fyrsta sinn en á heimasíðu SSNV segir að undanfarið hafi mikið verið rætt um störf án staðsetningar og almennt flutning starfa út á land sem m.a. hefur lengi verið baráttumál sveitarstjórnarmanna á Norðurlandi vestra. Byggðagleraugu SSNV fyrir árið 2021 hlýtur Vinnumála- stofnun fyrir árangursríka uppbyggingu starfsstöðva stofnunarinnar á Hvamms- tanga og Skagaströnd. Til að vekja athygli á þessu, og jafnframt hvetja og þakka þeim sem vel hafa staðið sig, hefur stjórn SSNV ákveðið að veita á ársþingi ár hvert, viðurkenninguna Byggðagleraugun, þeirri stofnun eða ráðuneyti sem þykir hafa skarað fram úr í fjölgun starfa eða verkefna á Norðurlandi vestra eða með öðrum hætti stuðlað að uppbyggingu hans. Á ssnv.is kemur fram að viðurkenningunni sé ætlað að hvetja forsvarsmenn stofnana til að horfa með „byggðagleraugunum“ á verkefni sinna eininga og nýta þau tækifæri sem gefast til flutnings starfa eða verkefna á landsbyggðina í samræmi við áherslur byggðaáætlunar og annarra áherslna ríkisins. „Byggðagleraugu SSNV fyrir árið 2021 hlýtur Vinnu- málastofnun fyrir árangurs- ríka uppbyggingu starfs- stöðva stofnunarinnar á Hvammstanga og Skaga- strönd. Starfsstöðvarnar báðar hafa mikla þýðingu fyrir samfélögin á Norður- landi vestra og þykja fyrir- myndardæmi um árangurs- ríkan flutning verkefna á landsbyggðina. Frá opnun þeirra hafa þær eflst verulega og starfa þar nú samtals vel yfir 40 starfsmenn. Slíkur fjöldi starfa hefur mikil áhrif í hagkerfi svæðisins og stuðl- ar að aukinni byggðafestu og uppbyggingu í landshlut- anum,“ segir í frétt sam- takanna. /PF Til stendur að reisa nýjan gangnamannaskála við Gedduhöfða á Grímstungu- heiði, allt að 500m2 með gistipláss fyrir 60 manns, 300m2 hesthús og aðrar byggingar um 200m2. Skálanum er fyrst og fremst ætlað að þjóna gangna- mönnum en gæti nýst breiðari hópi svo sem ferðamönnum, eftir því sem fram kemur á heimasíðu Húnavatnshrepps. Verkefnið krefst þess að aðalskipulagi Húnavatnshrepps verði breytt og hefur þegar verið auglýst en tillögurnar liggja frammi á skrifstofu hreppsins að Húnavöllum og á skrifstofu skipulagsfulltrúa að Hnjúka- byggð 3 á Blönduósi til 4. júní nk. Þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta eru hvattir til að gera athugasemdir fyrir áðurnefndan tíma og skila á skrifstofu skipulagsfulltrúa. Í greinargerð verkefnisins kemur fram að nýi skálinn muni koma í stað tveggja eldri sem verið hafa í notkun um áratuga skeið en eru mjög illa farnir, Öldumóðuskála og Álkuskála sem munu í kjölfarið verða lagðir niður. Markmið aðalskipulags- breytingarinnar er að bæta að- stöðu og nýtingu svæðisins en nýr gagnamannaskáli mun þjóna gangnamönnum en gæti nýst breiðari hópi svo sem ferðamönnum, eins og fram kemur í greinargerðinni. Þar kemur ennfremur fram að skálinn tengist vel við núverandi vegakerfi og reiðleiðum og staðsetningin góð sé tekið tillit til staðsetningar annarra skála- svæða en Húnavatnshreppur og sveitarfélagið Skagafjörður eiga tvo gangnamannaskála skammt frá, Galtarárskála og Ströngu- kvíslarskála sem mikið eru notaði vegna hestaferða. Í dag er ekki mikil umferð ferðamanna um Grímstungu- heiði og segir í greinargerðinni að þessi nýja skálabygging sé fyrst og fremst hugsuð til þess að koma í stað gömlu skálanna tveggja. Áætlaður heildarfjöldi þeirra sem gista í skálanum yfir árið er undir 500 manns. Nánar má fræðast um verkefnið á heimasíðu Húna- vatnshrepps. /PF Innskotsmyndin er úr greinargerð verkefnis við Gedduhöfða á Grímstunguheiði og sýnir svæðið sem áætlað er að reisa gangnamannaskála. Gulu hringirnir umlykja Galtarár- og Ströngukvíslarskála. Gedduhöfði á Grímstunguheiði Reisa á nýjan gangnamannaskála Keppni í slaktaumatölti T2 í Meistaradeild KS í hesta- íþróttum fór fram í reiðhöllinni Svaðastöðum þann 21. apríl sl. Guðmar Freyr Magnússon og Glymjandi frá Íbishóli sigruðu með einkunnina 7.71 og fleiri fjaðrir fóru í hatta Íbishólsliðsins sem sigraði liðakeppnina eftir keppni kvöldsins. Bjarni Jónasson landaði öðru sætinu í slaktaumatöltinu með hryssuna Þórhildi frá Hamarsey með einkunnina 7,42 og í því þriðja lentu Védís Huld Sigurðardóttir og Hrafnfaxi frá Skeggsstöðum með 7.33. Því næst komu Fanney Dögg Indriðadóttir og Trygglind frá Grafarkoti með einkunnina 7.25, Finnbogi Bjarnason og Harpa Sjöfn frá Hvolsvelli með einkunnina 7.13 og Mette Mannseth og Blundur frá Þúfum með einkunnina 6.04. Eins og fram hefur komið stóð lið Íbishóls uppi sem sigurvegari í liðakeppninni í slaktaumatöltinu og leiðir nú keppnina þegar mótið er hálfnað. 1. Íbishóll 150,2 stig 2. Þúfur 141,5 stig 3. Hrímnir 136,7 stig 4. Storm Rider 117,2 stig 5. Hofstorfan 106,5 stig 6. Uppsteypa 100,5 stig 7. Leiknisliðið 89,5 stig 8. Equinics 88 stig Það er ekkert verið að tefja í Meistaradeildinni því í kvöld er komið að næstu grein þegar keppt verður í fimmgangi. Þau sem ætla sér að mæta í reiðhöllina ættu að hafa í huga að fólk sem ætlar að sitja saman panti miða saman þar sem sæti verða númeruð og einungis þeir sem panta þannig fá sæti hlið við hlið. Fyrir hina sem vilja fylgjast með á skjánum er hægt að nálgast beina útsendingu á slóðinni https://mdks.tindastolltv.com. /PF Kampakátir liðsmenn Íbishóls eftir spennandi keppni Meistaradeildar KS í hestaíþróttum í síðustu viku MYND af FB Meistaradeild KS í hestaíþróttum Íbishóll lið kvöldsins í slaktaumatölti Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, veitir viðurkenningunni viðtöku. Viðurkenningarskjalið er hannað af Ólínu Sif Einarsdóttur, grafískum hönnuði ÓE Design, sem búsett er á Sauðárkróki. MYND: SSNV.IS Allir með Feyki! Það er mikilvægt að halda úti fjölmiðli sem segir fréttir og fjallar um fólk af Norðurlandi vestra. Það gerir Feykir. Áskrifendur eru Feyki nauðsynlegir. Er ekki upplagt að gerast áskrifandi að góðu blaði og fréttum af þínu fólki? Hafðu samband í síma 455 7171 eða sendu póst á feykir@feykir.is BORGARFLÖT 1 | 550 SAUÐÁRKRÓKUR | SÍMI 455 7176 | FEYKIR.IS 17/2021 3

x

Feykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.