Feykir - 28.04.2021, Side 8
FRÁ BYGGÐASAFNI SKAGFIRÐINGA
Inga Katrín D. Magnúsdóttir skrifar
Áshús og fyrirhugaðar breytingar í Áskaffi
Breytingar eru í upp-
siglingu hjá Byggðasafni
Skagfirðinga en Auður Herdís
Sigurðardóttir, sem rekið
hefur Áskaffi á safnssvæðinu
í Glaumbæ um árabil, hefur
ákveðið að snúa sér að
öðrum verkefnum.
Áskaffi hefur verið til húsa í
svokölluðu Áshúsi, sem flutt
var á safnssvæðið í Glaumbæ
árið 1991. Húsið var byggt í
Ási í Hegranesi á árunum
1883-1887 af hjónunum Sigur-
laugu Gunnarsdóttur (1828-
1905) og Ólafi Sigurðarsyni
(1822-1908). Aðalsmiðir húss-
ins voru, ásamt Ólafi bónda;
Þorsteinn Sigurðsson trésmið-
ur (f. 1859, d. í Vesturheimi)
en hann varð einkum þekktur
fyrir kirkjubyggingar sínar,
m.a. Sauðárkróks- og Silfra-
staðakirkju; Eiríkur Jónsson
(1863-1948) í Djúpadal sem
byggði fjölmörg timburhús í
Skagafirði; Guðjón Gunn-
laugsson (1862-1945) í Vatns-
koti, trésmiður; Sveinbjörn
Sveinsson (1855-1939) hleðslu-
maður og bóndi í Hornbrekku
á Höfðaströnd og Hallgrímur
Friðfinnsson, smiður, sem lítið
er vitað um.1
Hjónin Ólafur og Sigurlaug
voru miklir framfarasinnar og
unnu ötullega að ungmenna-
uppfræðslu, með námskeiðs-
haldi fyrir bæði drengi og
stúlkur. Ýmsar tækninýjungar
voru teknar í notkun í Ási,
bæði er viðkomu heimilis-
iðnaði og búskap. Þar á meðal
má nefna vindmyllu til að
mala korn, fótstiginn hverfi-
Áshús komið í Glaumbæ. Allt húsið var metið, haldið í þá viði sem stóðu enn
fyrir sínu, nýjum viðum splæst í þar sem þurfti. Klæðninguna þurfti að mestu að
endurnýja, nema að austan.
Gamla timburhúsið í Ási í Hegranesi. Myndin er tekin 1988.
MYNDIR: BYGGÐASAFN SKAGFIRÐINGA
Þegar viðgerðum og málun var lokið árið 1994 kviknaði í húsinu, sennilega út
frá málningar- eða lakktuskum sem gleymst höfðu við stigapallinn. Skemmdir
voru talsverðar, málning bráðnaði og viðir sviðnuðu og koluðust í norður og
austurherbergjum og húsið fylltist af reyk og sóti. Þá þurfti að hefja viðgerðir að nýju.
Húsið flutt frá Ási. Keyrt var Blönduhlíð til suðurs og Langholt til norðurs að
Glaumbæ.
stein, eldavél, spunavél og
hraðskyttuvefstól. Árið 1869
boðaði Sigurlaug konur til
fundar í Ási til að ræða stöðu
kvenna, sjálfstæðis- og hrein-
lætismál og lagði fundurinn
grunninn að stofnun kven-
félags Rípurhrepps, elsta kven-
félags á Íslandi. Sigurlaug var
mikilsvirt hannyrðakona og
leiðbeindi fjölmörgum ungum
konum í handverki á heimili
sínu. Hún stofnaði fyrsta
kvennaskóla héraðsins í Ási
árið 1877.
Í húsinu var búið fram til
1977, sem síðan stóð autt í
rúman áratug. Áhugi fyrrver-
andi safnstjóra Byggðasafns
Skagfirðinga, Sigríðar Sig-
urðardóttur og Þórs Magnús-
sonar, þjóðminjavarðar á hús-
inu leiddi til þess að Magnús
Jónsson (1943-2013) bóndi í
Ási bauðst til að gefa byggða-
safninu húsið ef það nýttist í
Glaumbæ. Á árunum 1989-
1990 var húsið undirbúið fyrir
flutning, hlaðinn var kjallari
fyrir það á safnssvæðinu í
Glaumbæ og snemma vors
1991 var því lyft á bíl og því
ekið að Glaumbæ þar sem því
var komið fyrir. Þá um vorið
hófst viðgerð á húsinu, en það
var Trésmiðjan Borg sem tók
að sér verkið með Braga
Skúlason í broddi fylkingar.
Haldið var í alla þá húsviði
sem hægt var og nýjum viðum
splæst í þar sem þurfti, en
utanhússklæðninguna þurfti
að endurnýja að stórum hluta.
Handavinnan var gífurleg og
tók viðgerðin sinn tíma.
Viðgerðum á húsinu lauk
vorið 1994. Í júní það ár,
þegar lokið var við að mála
húsið, kviknaði í því sennilega
út frá málningartuskum sem
gleymst höfðu á stigapalli að
austan. Eldurinn olli miklum
skemmdum, austur- og norð-
urherbergin sviðnuðu og
húsið fylltist af reyk og sóti.
Litlu mátti muna að allt húsið
brynni. Aftur var hafist handa
við viðgerðir og málningar-
vinnu. Hver einasta spýta var
skafin og gert við mestu
skemmdirnar. Húsið var klárt
á ný vorið 1995.
Með opnun Áshúss skap-
aðist betri aðstaða til að taka á
móti gestum safnsins, fyrir
safnbúð, skrifstofu safnstjóra
og sýningar. Hluti miðhæðar
var leigð út til kaffistofu-
reksturs, en að honum stóðu
nokkrar nágrannakonur sem
kölluðu kaffistofuna Áskaffi.
Safnstjóri fór fram á að veit-
ingarnar myndu endurspegla
8 17/2021