Feykir - 28.04.2021, Page 9
tíðaranda hússins og tækju
mið af góðgæti sem boðið var
upp á á skagfirskum heimilum
um og fyrir miðja 20. öld.
Meðal kaffistofurekenda
fyrstu árin var Ásdís Sigur-
jónsdóttir á Syðra-Skörðugili
sem sá um reksturinn til
aldamóta 2000. Þá keypti A.
Herdís Sigurðardóttir frá
Stóru-Ökrum reksturinn.
Herdís, eins og hún er alltaf
kölluð, hefur rekið Áskaffi í
hartnær tvo áratugi. Hún
hefur boðið upp á ýmsar
hefðbundnar kræsingar og
góðgæti sem sannarlega hafa
lífgað upp á matarupplifun
safngesta.
Í sumar verður fyrirkomu-
lag kaffistofunnar með breyttu
sniði. Vegna heimsfaraldurs
Covid-19 og fyrirhugaðrar
lokunar safnssvæðisins, þar
sem borgað verður fyrir að-
gang að safnssvæðinu, mun
safnið sjálft reka kaffistofuna í
Áshúsinu. Vert er að minna
á að lögheimilisíbúar Akra-
hrepps og Sveitarfélagsins
Skagafjarðar geta keypt að-
gangsmiða á safnið sem gildir
í eitt ár frá kaupum hans, óháð
fjölda heimsókna. Stefnt er að
því að halda áfram að bjóða
upp á hefðbundið góðgæti og
efla matartengda viðburði á
vegum safnsins.
Starfsfólk Byggðasafns Skag-
firðinga þakkar Herdísi fyrir
einstaklega gott og gefandi
samstarf á liðnum árum og
óskar henni velfarnaðar á
nýjum vettvangi.
- - - - -
Heimildir:
1 Pistillinn byggir á texta Sigríðar
Sigurðardóttur, úr bókinni Áshúsið
1989-2009 í Glaumbæ, sem var útgefin
af Byggðasafni Skagfirðinga árið 2011.
Ýmsar kræsingar og góðgæti sem boðið hefur verið upp á í Áskaffi, í anda
húsmæðra í lok 19. aldar og fram eftir 20. öld.
Starfsfólk Byggðasafnsins ásamt Herdísi Sigurðardóttur á sólríkum degi við
Áshúsið. Frá vinstri: Berglind Þorsteinsdóttir, Herdís, Ylfa Leifsdóttir, Inga Katrín
Magnúsdóttir og Hrönn Birgisdóttir.
Áshúsið stendur reisulegt á safnssvæðinu í Glaumbæ, prýðilegur fulltrúi
timburhúsa frá 19. öld. Glaumbæ.
Kanínur eru fyrirtaks inni gæludýr, með
frábæran persónuleika og geta verið mjög
skemmtilegar. Þær eru líka mjög félags-
lyndar en þær þurfa líka sitt einkapláss en
vilja þó alltaf vera nálægt fjölskyldunni því
þær hafa ríka þörf fyrir samskipti og
hreyfingu og þurfa einnig að hafa eitthvað
við að vera. Kanínur eru í eðli sínu mjög
forvitnar skepnur sem finna sér leið að
tölvuvírum, snúrum, húsgögnum, teppum
og geta nagað og skemmt mikið í kringum
sig. Pappakassi með tómum rúllum undan
salernispappír eða annars konar pappírs-
vörur er gott dæmi um fyrirtaks leikfang
fyrir kanínur.
Súsanna Guðlaug, dóttir Halldórs Gunn-
laugssonar og Hildar Þóru Magnúsdóttur á
Ríp 3 í Hegranesi, á eina kanínu sem hún
skírði Snúbba og svarar hér nokkrum spurn-
ingum um þennan krúttlega loðbolta.
Hvernig eignaðist þú gæludýrið? Ég eignað-
ist Snúbba eftir að hafa óskað mér gæludýrs í
langan tíma og verið dugleg að þrífa herbergið
mitt. Hann kom til okkar fyrir ári síðan frá
dýragarðinum Hraðastöðum í Mosfellsdal.
Hvað er skemmtilegast við gæludýrið þitt?
Hvað hann er mjúkur og hress. Gaman að sjá
hann skoppa um húsið hjá okkur hér á Ríp.
Hvað er erfiðast? Það er erfiðast að geta ekki
gefið honum nægjanlega útiveru á veturna, en
hann fær þó stundum að vera úti með
hænunum og það líkar honum vel.
Ertu með einhverja sniðuga eða merkilega
sögu af gæludýrinu? Einu sinni týndum við
Snúbba. Við leituðum um allt hús en fundum
hann hvergi. Svo þegar ég ætlaði út að leita og
fór til að sækja skónna mína, þá fann ég hann
liggjandi ofan í skónum mínum.
Súsanna og Snúbbi.
AÐSEND MYND
Týndi Snúbba sem fannst
svo á öruggum stað
ÉG OG GÆLUDÝRIÐ | siggag@nyprent.is
Súsanna Guðlaug Halldórsdóttir | Kanínan Snúbbi
17/2021 9