Feykir


Feykir - 28.04.2021, Síða 11

Feykir - 28.04.2021, Síða 11
við og hrærið. Hrærið hvít- lauknum, sólþurrkuðu tómötun- um, rjómaostinum, rjómanum og parmigiano reggiani út í. Kryddið með fersku dilli, salti og pipar. Í lokin blandið þið spínatinu saman við og hrærið. Leggið löngubitana í eldfast mót og blandið saman við sósuna. Dreifið rifnum osti yfir. Myljið snakkið í matvinnsluvél eða setjið í lokaðan poka og rúllið yfir það með kökukefli og dreifið yfir réttinn. Bakið í 18 - 20 mínútur við 190°C eða þar til fiskurinn er eldaður í gegn. Gott að bera þetta fram með kartöflubátum eða hrísgrjónum. EFTIRRÉTTUR Marengs í krukku með Daim 1 marengsbotn 4 dl þeyttur rjómi 1/2 Daim súkkulaðipoki 3 msk. rjómi smátt skorin jarðarber eftir smekk 1-2 ástríðuávextir fræ úr ½ granatepli Aðferð: Byrjið á því að bræða Daim súkkulaðið í potti ásamt 3 msk. rjóma við vægan hita og kælið. Saxið smá af súkkulaðinu áður til að skreyta með. Ef blandan er of þykk þá er gott að bæta smá rjóma saman við. Þeytið rjómann. Brjótið mar- engsinn í litla bita og dreifið í botninn í krukku eða glasi. Því næst setjið þið þeyttan rjóma, ber, granateplafræin, ástríðu- ávextina og svo hellið þið bræddu Daim súkkulaði. Þetta endurtakið þið aftur og endið svo á því að skreyta með saxaða Daim súkkulaðinu. Verði ykkur að góðu! KROSSGÁTUSMIÐUR Páll Friðriksson SVÖR VIÐ VÍSNAGÁTUR :Bekkur. Sudoku Krossgáta FEYKIFÍN AFÞREYING Feykir spyr... Hvað gerðir þú skemmtilegt um helgina? Spurt á Facebook UMSJÓN : klara@nyprent.is „Vinna.“ Róbert Hlynur Sverrisson Finna skal út eitt orð úr línunum fjórum: Ótrúlegt - en kannski satt... Daffy Duck, eða Oddur Önd eins og hann hefur verið íslenskaður, er teiknimyndapersóna sem kemur fyrir í þáttum eins og Looney Tunes og Merrie Melodies frá Warner Bros samsteypunni. Millinafn Daffy Duck er Dumas og ótrúlegt, en kannski satt, þá á hann ekkert íslenskt millinafn. Tillaga Feykis er Ómar; Oddur Ómar Önd. Tilvitnun vikunnar Ég er alltaf tilbúinn til að læra þó svo að mér líki ekki alltaf að vera kennt. – Winston Churchill „Skrapp með góðum vinum í sund á Blönduósi og fékk mér kaffi og tertu á uppáhalds kaffihúsinu mínu, Húnabúð.“ Guðbjörg Ósk Valgarðsdóttir „Heyrðu, ég kom heim af sjónum á laugardagskvöldið og tók svo slakann sunnudag.“ Jón Anton Valdimarsson LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: Stefnir í rómantískt kvöld. F „Já, ég kíkti í sveitina og svo bara að njóta blíðunnar og vinna í garðinum.“ Sigríður Ósk Bjarnadóttir Ofnbakaður fiskréttur og krukkugotterí Það er alltof sjaldan sem við borðum fisk á mínu heimili og ákvað ég því að koma með einn mjög góðan sem allir á heimilinu borða. Þá fann ég einn girnilegan eftirrétt sem mig langar til að prufa um helgina, nema ég skipti út namminu í Daim því mér þykir það svo agalega gott. Báðar þessar upp- skriftir koma af heimasíðunni gerumdaginngirnilegan.is AÐALRÉTTUR Ofnbökuð langa 600 g langa (einnig gott að nota t.d. þorsk eða ýsu) ólífuolía 250 g sveppir 1 dl blaðlaukur, smátt saxaður ½ -1 dl hvítvín 1-2 hvítlauksrif, pressað eða rifið 200 g sólþurrkaðir tómatar, skornir í strimla 1 hreinn Philadelphia rjómaostur 2 dl rjómi 1 dl parmigiano reggiano 1-2 msk. ferskt dill, smátt skorið salt & pipar 100 g spínat 1 dl mozzarella ostur 6 dl mulið snakk) Aðferð: Byrjið á því að skera lönguna í bita og kryddið með salti og pipar. Skerið sveppi og blaðlauk smátt og steikið upp úr ólífuolíu. Bætið hvítvíninu saman ( FEYKIR MÆLIR MEÐ ) siggag@nyprent.is Marengskrukka með Daim. MYND AF NETINU Ofnbökuð langa. MYND AF NETINU 17/2021 11 Vísnagátur Sveins Víkings Þreyttur hvílist honum á. Hafður til skrauts á kjóla. Inni í búri eg segginn sá. Og svo er hann kominn í skóla.

x

Feykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.