Feykir


Feykir - 28.04.2021, Blaðsíða 12

Feykir - 28.04.2021, Blaðsíða 12
Stigabergið beggja vegna Tröllaskarðs [í Hegranesi] er talið mikill álfabústaður. Árni Gunnarsson fyrrum bóndi í Kefla- vík sagði að í berginu sunnan við Tröllaskarð væri ríki svartálfa sem næði suður að svonefndri Kvíalaut sem er skora gegnum bergið út og upp af fjárhúsunum í Keflavík. En í Stigaberginu norðan við skarðið væri heilt kon- ungsríki hvítálfa og nokkur ófriður stundum milli þessara álfabyggða. Það var eitt vor á sauðburði að Árni í Keflavík var um kvöldtíma að ganga við lambfé úti í Tröllaskarði þar sem vegurinn liggur nú í gegn. Þar var þá ein ærin að búast til og Árni ákvað að bíða eftir að hún bæri. Þá syfjaði hann skyndilega svo að hann sofnaði. En innan stundar kenndi hann vanlíðunar og vaknaði að honum fannst. Heyrði hann þá talanda hjá sér, einhverjar þrjár verur og vildi ein þeirra gera árás og klekkja á honum en hinar tvær sögðu hvor eftir annarri: „Það er ekki hægt, hann er svo vel varinn. Við skulum láta hann í friði.“ Opnaði Árni þá augun og sá þrjá svartálfa aftan við höfuð sér þar sem hann lá í lynginu. Þegar þeir sáu hann opna augun og veita sér eftirtekt hurfu þeir í klettinn fyrir ofan. /Byggðasaga Skagafjarðar Byggðasögumoli | palli@feykir.is Álfabyggð í Stigabergi Ertu með fréttaskot, mynd eða annað skemmtilegt efni í Feyki? Hafðu samband. Síminn er 455 7176 og netfangið feykir@feykir.is 17 TBL 28. apríl 2021 41. árgangur Frétta- og dægurmálablað á Norðurlandi vestra : Stofnað 1981 Covid-19 hefur enn klærnar í samfélaginu þó vel gangi að bólusetja landsmenn. Nokkur hópsmit hafa að undanförnu verið mikið í fréttum og nú síðast hefur athyglin beinst að Þorlákshöfn. Lið Tindastóls og Þórs frá Þorlákshöfn mættust í Síkinu sl. sunnu- dag og eflaust hafa einhverjir velt fyrir sér hvort smit hafi mögulega borist norður yfir heiðar. Stefán Vagn Stefánsson, formaður Almannavarna- teymis Norðurlands vestra, segir ekki vitað um neina tengingu á milli hópsmitsins og leikmannahóps Þórs og því ekki ástæða til ótta. „Hinsvegar er alltaf mögu- leiki á smiti burtséð frá þessu og því mikilvægt að fara varlega og fylgja fyrirmælum almannavarna um sóttvarnir,“ sagði Stefán Vagn í samtali við Feyki. Feykir spurði Stefán einnig hvort ástæða þætti til að senda leikmenn Tindastóls í skimun og hverjir tækju ákvarðanir um slíkt. „Það er smitrakningarteymið sem heldur utan um hverjir eru sendir í sóttkví og test. Engin slík beiðni hefur komið eftir umræddan leik mér vitanlega svo væntanlega er ekki nein tenging á milli hópsmitsins og leikmannahóps Þórs,“ segir Stefán. Það er því ekki ástæða til að óttast en fólki er að sjálfsögðu bent á að halda áfram að fara að öllu með gát; nota grímurnar, spritta hendur og passa upp á fjarlægðarmörkin. /ÓAB Förum áfram varlega Skíðasvæði Tindastóls Vel heppnað Snocross- mót í Tindastólnum Snocross-mót fóru fram á skíðasvæðinu í Tindastóli nú um helgina og var keppt bæði laugardag og sunnudag. Mótshald tókst vel og aðstæður voru fínar á laugardag en þoka setti strik í reikninginn á sunnudegi. Það var Vélhjólaklúbbur Skaga- fjarðar sem hélt mótið með góðri aðstoð frá sleðaköppum frá Akureyri. Keppendur voru mjög ánægðir með hvernig til tókst, brautin góð og ekkert vesen. Allur ágóði af keppnishaldinu rann til skíðadeildar Tindastóls þar sem félagar aðstoðuðu við mótshaldið. Báða dagana sýndi TindastóllTV frá keppninni beint en útsendingarnar er nú hægt að skoða á YouTube- rás VJ mynda. Úrslit í keppni laugardags voru á þessa leið: Sport-flokkur 1. sæti Bjarki Jóhannsson 2. sæti Axel Darri Þórhallsson 3. sæti Elvar Örn Jóhannsson Pro Sport 1. sæti Einar Sigurðsson 2. sæti Hákon Birkir Gunnarsson 3. sæti Bergsveinn Ingvar Friðbjörnsson Pro Open 1. sæti Bjarki Sigurðsson 2. sæti Baldvin Þór Gunnarsson 3. sæti Ívar Már Halldórsson Hulda Jónasdóttir Úrslit í keppni sunnudags voru á þessa leið: Sport-flokkur 1. sæti Bjarki Jóhannsson 2. sæti Axel Darri Þórhallsson 3. sæti Elvar Örn Jóhannsson Pro Sport 1. sæti Einar Sigurðsson 2. sæti Hákon Birkir Gunnarsson 3. sæti Bergsveinn Ingvar Friðbjörnsson Pro Open 1. sæti Bjarki Sigurðsson 2. sæti Ívar Már Halldórsson 3. sæti Baldvin Þór Gunnarsson Guðný Sif Gunnarsdóttir tók þessar fínu myndir á keppnissvæðinu í Tindastólnum í blíðunni á laugardeginum. /ÓAB & KBS COVID-19 | Norðurland vestra

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.