Feykir - 25.08.2021, Qupperneq 2
Það er sagt að enginn fæðist með fordóma heldur séu þeir
annað hvort innprentaðir í fólk vegna utanaðkomandi áhrifa
eða viðkomandi einstaklingar tileinki sér þá á einhverjum
forsendum. Fordómar birtast í margs konar myndum og ekki
gera allir sér grein fyrir því hversu
djúpstæðir þeir geta verið í hverjum
og einum. Fordómar hafa alltaf fylgt
manninum og sjálfsagt bæði bjargað
fólki eða fargað.
Flestir þekkja fordóma sem andúð
á öðru fólki, hegðun þess, útliti,
trúarskoðun eða kynþætti svo eitthvað
sé nefnt. Mörg mannskæð stríð og
hryðjuverk hafa átt sér stað, sprottin
upp úr fordómum og fáfræði og í
Gamla testamentinu má m.a. sjá mýmörg dæmi um fordóma
sem enn eimir eftir af í hinni víðri veröld, svo ekki sé talað um
ágrein-ing milli múslima og nærtækt að taka ágreining súnníta
og sjíta sem dæmi.
En fordómar snúast ekki bara um fólk eða ættbálka. Á
vísindavefnum segir að fordómar séu þeir dómar sem við fellum
án þess að hugsunin fái að gerjast eða þegar aðeins ein hlið
máls hefur verið skoðuð. Fordómar séu oft skilgreindir sem
andstæða gagnrýninnar hugsunar.
Þetta hljóta allir að kannast við úr sínum ranni og við eigum
eflaust eftir að sjá mikið af næstu vikur eða mánuði úr pólitíkinni.
En hví ætli ég sé að spá í fordóma. Kveikjan er ekki
merkileg. Ég var að skoða Facebook og sá að Vestfirðingur
einn prísaði sig sælan að heimaslóðir hans væru laus við
starrann, þann ófétisfugl, sem hreiðraði um sig í híbýlum fólks
og væri algert flóabæli. Þetta minnti mig á þegar fuglinn sá var
að gera sig heimakominn á Sauðárkróki á sínum tíma og
ófagrar lýsingar hafði ég heyrt og lesið um þann varg. Mér leist
satt að segja ekkert á þetta landnám og vildi helst halda honum
í skefjum með róttækum aðferðum.
Núna þykir mér vænt um starrann. Ég hef aldrei lent í neinu
veseni með hann þó hann sæki sér æti í garðinum, sitji á
sjónvarpsgreiðunni og skíti svalirnar út. Ég hef ekki hugmynd
um hvort hann hafi gert sér hreiður við húsið mitt eða hvort
flóin sem bítur mig sé ættuð af honum eða maríuerlunni, sem
mér skilst að sé ekki síðri flóahýsill, sem einnig skoppar í
kringum heimili mitt. Hann er einn af fáum fuglum sem nennir
að draga fram lífið hér á Fróni á veturna og oft gleður hann mig
með skemmtilegum eftirhermum. Hver hefur ekki heyrt hann
herma eftir lóu til dæmis?
Ég man nú ekki hvenær starrinn settist að á Króknum en
ímynda mér svona 20 ár til að segja eitthvað. Á þeim tíma hef
ég alla vega lagt niður fordóma gagnvart þessum litla vini. Það
á einnig við um hrafninn sem ég man eftir að var talinn
skaðræðisskepna til sveita og skrattans geitungarnir, sem þó
hafa aldrei stungið mig. En það er efni í annan pistil.
„Burtu með fordóma og annan eins ósóma,“ sungu
Pollapönkararnir forðum. Dæmum ekki fyrirfram það sem við
ekki þekkjum. Öflum okkur vitneskju og tökum skynsamlegar
ákvarðanir er varða náungann og okkur sjálf.
Góðar stundir.
Páll Friðriksson, ritstjóri
LEIÐARI
Fljúgandi fordómar
Óháð fréttablað á Norðurlandi vestra - alltaf á miðvikudögum
AFLATÖLUR | Dagana 15. til 21. ágúst á Norðurlandi vestra
Strandveiðitímabilið á enda
SKIP/BÁTUR VEIÐARFÆRI KG SKIP/BÁTUR VEIÐARFÆRI KG
Hafrún HU 12 Dragnót 7.458
Hafrún HU 13 Handfæri 5.034
Hjalti HU 313 Handfæri 2.478
Hjördís HU 16 Handfæri 1.232
Hrund HU 15 Handfæri 2.960
Jenny HU 40 Handfæri 2.245
Kambur HU 24 Handfæri 2.375
Kópur HU 24 Handfæri 1.733
Kristín HU 168 Handfæri 1.216
Loftur HU 717 Handfæri 2.843
Ólafur Magnússon HU 54 Handfæri 1.580
Rán SJ 307 Landbeitt lína 8.331
Smári HU 7 Handfæri 634
Steini HU 45 Handfæri 1.572
Svalur HU 124 Handfæri 1.097
Sæunn HU 30 Handfæri 2.249
Særif SH 25 Lína 19.021
Sævík GK 757 Lína 4.874
Viktor Sig HU 66 Handfæri 1.964
Viktoría HU 10 Handfæri 2.046
Víðir EA 432 Handfæri 836
Von HU 170 Lína 17.122 Alls á Skagaströnd 117.038
HVAMMSTANGI
Harpa HU 4 Dragnót 8.509 Alls á Hvammstanga 8.509
SAUÐÁRKRÓKUR
Álborg SK 88 Handfæri 712
Drangey SK 2 Botnvarpa 204.196
Gammur SK 12 Þorsk/kolafisknet 1.081
Gjávík SK 20 Handfæri 2.392
Hafborg SK 54 Þorskfisknet 4.326
Helga María RE 1 Botnvarpa 139.248
Kristín SK 77 Handfæri 1.935
Maró SK 33 Handfæri 2.261
Málmey SK 1 Botnvarpa 142.760
Silver Framnes NO 999 Rækjuvarpa 854.690
Skvetta SK 7 Handfæri 2.016
Steini G SK 14 Handfæri 1.593
Tara SK 25 Handfæri 566
Vinur Sk 22 Handfæri 1.590
Alls á Sauðárkróki 1.359.366
SKAGASTRÖND
Alda HU 112 Handfæri 6.303
Auður Hu 94 Handfæri 2.627
Bergur Sterki HU 17 Handfæri 1.753
Bjartur í Vík HU 11 Handfæri 2.658
Blíðfari HU 52 Handfæri 2.366
Blær HU 77 Handfæri 1.423
Bragi Magg HU 70 Handfæri 1.623
Dagrún HU 121 Handfæri 2.411
Elfa HU 191 Handfæri 2.750
Greifinn SK 19 Handfæri 2.224
Þann 20. ágúst enduðu strandveiðarnar og má
segja að veiðin hafi farið fram úr björtustu
vonum hér á Norðurlandi vestra. Á vef smá-
bátaeigenda er einnig sagt frá því að veiðin
hafi aldrei verið meiri en í ár og var heildaraflinn
12.146 tonn á öllu landinu og þar af var
þorskur alls 11.159 tonn. Verðmæti aflans er
um fjórir milljarðar. Agla ÁR 79 var aflahæsti
báturinn á öllu landinu með 51.115 kg en
aflahæstu bátarnir á Norðurlandi vestra voru
Loftur HU 717 með 37.716 kg, Blíðfari HU 52
með 36.139 kg og svo Auður HU 94 með
35.136 kg.
Í síðustu viku fóru 27 bátar á strandveiðar frá
Skagaströnd og var aflahæsti báturinn Alda HU
112 með 6.303 kg. Alls lönduðu strandveiðibát-
arnir rúmum 60 tonnum. Þrír bátar voru á línu-
veiðum, Særif SH 25, Sævík GK 757 og Von HU
170, með rúm 41 tonn saman. Rán SH 307 var eini
báturinn á veiðum með landbeitta línu og land-
aði 8.331 kg. Þá var Hafrún HU 12 eini báturinn
sem var á dragnótarveiðum og landaði alls 7.458
kg. Alls var landað 117.038 kg í 79 löndunum á
Skagaströnd.
Á Króknum voru átta bátar á strandveiðum í
síðustu viku og voru með rúm 13 tonn, aflahæstur
var Gjávík SK 20 með 2.392 kg. Togararnir
Drangey, Helga María og Málmey lönduðu
samtals 486.204 kg en þar átti Drangey SK 2
vinninginn með 204.196 kg. Gammur SK 12 og
Hafborg SK 54 voru á veiðum með þorskfisk- eða
kolanet og lönduðu saman alls 5.407 kg. Þá
landaði Silver Framnes 854.690 kg af rækju í
Sauðárkrókshöfn og var þá heildaraflinn alls
1.359.366 í 33 löndunum. Enginn bátur landaði á
Hofsósi en einn bátur var á dragnótaveiðum á
Hvammstanga, Harpa HU 4, með alls 8.509 kg.
Alls var landað 1.484.913 kg á Norðurlandi vestra
í síðustu viku. /SG
Útgefandi: Nýprent ehf., Borgarflöt 1, Sauðárkróki
Póstfang Feykis: Borgarflöt 1, 550 Sauðárkrókur
Ritstjóri & ábyrgðarmaður:
Páll Friðriksson, palli@feykir.is & 861 9842
Blaðamenn:
Óli Arnar Brynjarsson, oli@feykir.is | Sæþór Már Hinriksson, bladamadur@feykir.is
Sigríður Garðarsdóttir, siggag@nyprent.is | Klara Björk Stefánsdóttir, klara@nyprent.is
Prófarkalestur: Fríða Eyjólfsdóttir
Auglýsingastjóri: Sigríður Garðarsdóttir, siggag@nyprent.is
Áskriftarverð: 615 kr. hvert tölublað með vsk. Lausasöluverð: 755 kr. m.vsk.
Áskrift og dreifing: Nýprent ehf. Sími 455 7171.
Umbrot og prentun: Nýprent ehf.
Vegagerðin
Skagfirskir verktakar með
lægsta tilboð í Þverárfjallsveg
Í síðustu viku opnaði Vegagerðin tilboð í bygg-
ingu nýs vegar á milli Blönduóss og Skaga-
strandar eða nánar tiltekið Þverárfjallsvegar
(73) í Refasveit og Skagastrandarvegar (74) um
Laxá. Tilboðin reyndust þrjú; frá Ístaki hf. í
Mosfellsbæ, Borgarverki ehf. í Borgarnesi og
Skagfirskum verktökum ehf. á Sauðárkróki sem
voru með lægsta tilboðið sem var um 100 mill-
jónum hærra en áætlaður verktakakostnaður.
Áætlaður kostnaður var kr. 1.391.123.414 en
tilboð Skagfirskra verktaka ehf. var 7,6% yfir þeim
kostnaði eða kr. 1.496.400.000. Tilboð Ístaks og
Borgarverks voru um og yfir 17% hærri en
áætlaður verktakakostnaður Vegagerðarinnar.
Um er að ræða byggingu nýs Þverárfjallsvegar í
Refasveit frá frá Hringvegi norðan Blönduóss að
núverandi Þverárfjallsvegi, um 8,5 km að lengd og
nýs Skagastrandarvegar frá nýjum Þverárfjallsvegi
að Skagastrandarvegi norðan Höskuldsstaða, um
3,3 km að lengd. Á Skagastrandarveg skal byggja
nýja 106 m langa brú á Laxá í Refasveit. Brúin er í
þremur höfum, steinsteypt og eftirspennt. Einnig
skal byggja nýjar tengingar og heimreiðar, samtals
um 4,5 km að lengd.
Margir hafa beðið spenntir eftir þessum nýja
vegi sem leysir af hólmi vegarkafla sem mörgum
finnst leiðinlegur og jafnvel hættulegur á milli
Blönduóss og Skagastrandar en vegurinn er bæði
mjór og hæðóttur. Verkinu skal að fullu lokið fyrir
1. nóvember 2023. /ÓAB
Loftur HU 717 var aflahæstur strandveiðibáta á svæðinu.
MYND: HALLDÓR GUNNAR ÓLAFSSON
2 32/2021