Feykir - 25.08.2021, Page 8
Heilir og sælir lesendur góðir.
Er að veltast í hausnum á mér ágæt vísa
eftir Sigurbjörn Jóhannsson í Fótaskinni,
man alls ekki hvort ég hef birt hana áður
en segjum þá að aldrei sé góð vísa of oft
kveðin.
Bráðum kveð ég fyrða og fljóð
ferðar til ei hlakka.
En kærleiks dyggð og kynni góð
klökkur öllum þakka.
Finn í dóti mínu þrjár ágætar vísur sem
ortar eru í kringum 1977, man því miður
ekki hvaða pólitík ríkti þá, er merkt við þær
að höfundur sé Jón litli.
Á þá set ég allt mitt traust
Einar, Geir og Pétur.
Íslands trosið endalaust
enska trúin étur.
Framsóknar ég manninn met
meir en nokkuð annað.
Af hans beinum aldrei et
illa steikt og hannað.
Framsóknar ég fylli disk
og færi þér hann Pétur.
Minna ket en meiri fisk
melta iðrin betur.
Einhverju sinni upplýsti Davíð Hjálmar
Haraldsson að hann gengi næstum daglega
um svokallaðar Krossanesborgir. Kæmi þá
andinn oft yfir menn og vísur yrðu til. Er
þar hægt að mæta mörgum skokkurum og
gaman að taka eftir hlaupalagi þeirra. Eitt
sinn er hann mætti skokkara á hraðferð
varð þessi vísa til.
Sé ég einn er meta má
mann á skokki.
Hann er eins og hestur á
höstu brokki.
Dag einn þegar mjög hlýtt var í veðri og
sumir hlauparar skemmtilega léttklæddir,
verður þessi til.
Hjón þar ein með stóran stert
stílnum óðar vel ég kunni.
Slettist vinstra brjóstið bert
en blöktu hár í rassskorunni.
Nú stendur yfir sá tími er laxveiðimenn
eltast við sýnda veiði en ekki gefna.
Einhverju sinni er þeir voru við veiðar
í Sandá í Þistilfirði, Arngrímur Jóhanns-
son, flugstjóri, og Ólafur G. Einarsson,
alþingismaður, kom til þeirra bóndinn á
Gunnarsstöðum, Jóhannes Sigfússon og lét
þá heyra eftirfarandi vísu.
Misjafnt hefur maður hvur
af manndómsþreki vöndu.
Alltaf fiskar Arngrímur
en Ólafur fær ei bröndu.
Öðru sinni er bóndinn frétti af þeim félögum
við ána varð þessi til.
Þetta er orðið eintómt baks
ellin þessu veldur.
Vísnaþáttur 790
( GUÐMUNDUR VALTÝSSON ) palli@feykir.is
Arngrímur fékk engan lax
Ólafur ekki heldur.
Ein vísa kemur hér enn eftir Jóhannes og
er hún gerð er þeir félagar voru þar að
veiðum og Arngrími skrikaði fótur og féll í
ána. Ólafur stóð nokkru neðar og hló dátt á
meðan félaginn var að komast upp úr ánni.
Drjúga stund hans drukknun beið
dauðinn mátti vægja.
Er hann loksins upp úr skreið
Ólafur hætti að hlægja.
Ýmislegt hefur enn rifjast upp af skrýtnum
kveðskap Ólafs Bjarnasonar frá Stafni.
Á yfirferð sinni um framhluta gamla
Lýtingsstaðahrepps varð hans álit eftir-
farandi á Einari Björnssyni, bónda í
Svartárdal.
Einars hausinn illa fraus í vetur
með fálkanefið furðu svert.
Fékk hann kvefið merkilegt.
Um Jón bónda á Hofi, sem ég held að sé í
Vesturdal og átti konu sem hét Valgerður,
var þessi ort.
Jón á Hofi jafnan vofu líkur
Hakkar grút úr hámeri.
Hann vill stúta Valgerði.
Bóndinn á Írafelli, Björn Sigfússon, fær
þessa.
Er hann Bjössi eins og þjösni í framan
yrkir sálma undrasnar.
Og vill fálma í stúlkurnar.
Heim kominn aftur á vestursíðuna liggur
leiðin í Bollastaði og fær sá ágæti bóndi
Pétur Pétursson þessa.
Pétur bolli prúðum skolla líkur
yfir svamlar ýsugeim.
Eins og sá gamli hér um heim.
Oft var fjör á dansiböllum hér áður fyrr,
næsta vísa mun ort á einu slíku. Komst hún
á kreik kringum 1966 án þess að höfundar
væri getið, var reyndar af mörgum talin
eftir grínskáldið Böðvar Guðlaugsson. Flott
hringhenda þar á ferð.
Allra handa örvar þrá
asnablandan veika.
Úr því fjandinn eiga má
allan grandvarleika.
Gott er að enda með annarri hringhendu
sem komst á kreik um svipað leyti og einnig
talin eftir Böðvar.
Ég þótt fátt og alltof smátt
ætti þrátt að bjóða.
Taka máttu mig í sátt
mál er að hátta góða.
Veriði þar með sæl að sinni.
Guðmundur
Valtýsson
Eiríksstöðum,
541 Blönduósi
Sími 452 7154
Málþing í Kakalaskála um helgina
Heimur Jóns
og Helgu
Næstkomandi laugardag, 28.
ágúst, verður haldið málþing
um Jón Arason, Hólabiskup, en
hann var síðasti kaþólski
biskupinn á Íslandi fyrir
siðaskipti, og Helgu Sigurðar-
dóttur, fylgikonu hans.
Málþingið átti að fara fram í
fyrrasumar en var frestað
vegna Covid.
Jón var skáld og athafnamaður
mikill og flutti hann m.a. fyrstu
prentsmiðjuna á Íslandi til Hóla.
Hann var tekinn af lífi ásamt
tveimur sonum sínum á
haustdögum 1550 í Skálholti.
Vorið eftir komu dönsk
herskip til landsins með það að
markmiði að bæla niður alla
mótspyrnu og taka meðal
annars Hólastól í sína umsjá.
Þegar fregnir af ferðum danskra
bárust til Hóla fór Helga í felur í
Blönduhlíðarfjöllum og endaði
í mosalituðu tjaldi í Húsgils-
dragi í hlíðum Glóðafeykis. Þar
var Helga að sögn lungann úr
sumrinu ásamt Guðrúnu
Magnúsdóttur, sonardóttur
sinni.
Það var fyrir réttu ári síðan
að minningarplatta um Helgu
Sigurðardóttur var komið fyrir í
Húsgilsdragi af áhugahópi um
sögu og afdrif Helgu en mál-
þingið sem nú er á dagskrá féll
niður þá vegna Covid.
Málþingin verið í sjö ár
í samvinnu við Stofnun
Árna Magnússonar
„Þetta málþing átti að vera í
fyrra, daginn eftir að farið var í
Húsgilsdrag. Við tókum þann
pól í hæðina að fjalla um
siðaskiptin og þau biskupshjón.
Minningarplatti um Helgu Sigurðardóttur, fylgikonu Jóns Arasonar á Hólum, í
Húsgilsdragi suðvestur af Flugumýrardal, við suðurenda Glóðafeykis í Blönduhlíð í
Skagafirði. MYND: PF
Það eru einhverjar smábreyt-
ingar frá því í fyrra en Guðrún
Norðdal hefur bæst í hópinn og
er nú ekki slæmt,“ segir Sigurður
Hansen, listabóndi á Kringlu-
mýri og eigandi Kakalaskála.
„Þessi málþing hafa verið í ein
sjö ár í samvinnu við Stofnun
Árna Magnússonar. Við höfum
verið meira tengd Sturlunga-
tímanum en mér finnst allt í lagi
að teygja sig aðeins fram í
aldirnar.“
Sigurður segir að ef sótt-
varnareglur herðist og setji mál-
þingið í hættu á ný sé ráðgert að
vera með dagskrána í beinu
streymi á netinu.
Málþingið hefst klukkan 14
með erindi Árna Heimis
Ingólfssonar, tónlistarfræðings,
en hann fjallar um kirkjusöng á
Íslandi á dögum Jóns Arasonar.
Eftir honum mun Ásgeir Jóns-
son, seðlabankastjóri, segja frá
biskupi, manninum á bak við
mýtuna og Guðrún Nordal,
forstöðumaður Árnastofnunar,
flytur erindi sitt; Kringum
kvæði Jóns Arasonar. Eftir
kaffihlé stígur Jón Karl Helgason
á stokk og ræðir um helga dóma
biskups og loks Solveig Lára
Guðmundsdóttir, vígslubiskup á
Hólum, og segir frá ævi og
störfum Helgu Sigurðardóttur.
Þann 18. ágúst sl. voru liðin
tvö ár frá opnun sögu- og
listasýningar frá átakatímum 13.
aldar í Kakalaskála. Þrátt fyrir
Covid takmarkanir hefur tekist
að halda sýningunni opinni á
mesta ferðamannatímanum en
lokað var í byrjun ágúst í fyrra
en að sögn Sigurðar Hansen var
því lokað í þessari viku þetta
sumarið. „Það er að verða fátt af
fólki núna á svæðinu þannig að
ég ætlaði að loka núna eftir
helgina. Það var ágætlega sótt í
sumar, sérstaklega í júlí, og
gestir komið flesta daga þangað
til í gær, þá kom enginn,“ sagði
Sigurður í samtali við Feyki sl.
föstudag. „Það hefur verið
einhver reytingur alla daga og í
júlí var talsvert mikið.“ /PF
8 32/2021