Feykir


Feykir - 08.09.2021, Síða 2

Feykir - 08.09.2021, Síða 2
Öðruvísi mér áður brá! Nú hefur Kári Stefánsson, hinn eini sanni, gefið það upp að hann vilji afnema allar fjöldatakmarkanir heilbrigðisráðherra sem nú eru í gildi þar sem þær séu illverjanlegar. Þetta skýtur nokkuð skökku við frá fyrri yfirlýsingum fræðimannsins sem oft hefur gagnrýnt stjórnvöld fyrir að ganga ekki nógu langt í Covid- reglunum. Hann segir nú að erfitt sé að sýna fram á að smitandi einstaklingur myndi smita fleiri í 2000 manna sam- komu en 200 manna. „Leyfum leik- húsum og tónleikasölum að nýta öll sín sæti með þeim skil- yrðum að það yrði hleypt inn og út í hollum, engin hlé og gestir sætu með sóttvarnargrímur,“ skrifaði Kári í aðsendri grein á Vísi fyrr í vikunni. Það vakti athygli í vor þegar Kári spáði því að þann 13. október yrði búið að aflétta öllum Covid-aðgerðum á landinu. Sagði hann í hlaðvarpi Sölva Tryggvasonar að þegar búið yrði að bólusetja 200-250 þúsund Íslendinga ætti að vera óhætt að ætla að lífið verði komið í nokkurn veginn eðlilegt horf. Samkvæmt Covid.is í gær voru fullbólusettir á Íslandi orðnir alls 264.629. Það er ýmislegt sem maður er hugsi yfir. Margir sem horft hafa á landsleiki Íslands í fótbolta undanfarið hafa klórað sér í kollinum yfir fólksskipan í áhorfendastúku Laugardalsvallar en þar sitja stuðningsmenn í einni kös í sóttvarnarhólfum meðan jafn stór svæði eru algerlega mannlaus. Skondið á að horfa svo ekki sé meira sagt. En svona er þetta bara. Reglurnar eru settar og við hlýðum og bíðum eftir því að þetta Covid hverfi fyrir fullt og allt. En þar sem við erum stödd í þessum óvinsæla faraldri má minnast á að ekki er um einstakan atburð að ræða því mannkynið hefur þurft að glíma við sex heimsfaraldra frá upphafi 20. aldar. Á Vísindavefnum segir að tvennt eigi þeir sameiginlegt: Þeir eru allir vegna veirusýkinga og bárust allir til manna úr dýrum. Því miður segja sumar spár að mannkynið þurfi að lifa við þetta í framtíðinni líkt og með fugla- eða svínaflensuna. Sú síðarnefnda getur verið ansi slæm og herjaði á Íslandi 2009 líkt og enginn man í dag. Þar veiktust margir, talið að um 50 til 60 þúsund manns hafi smitast, fjöldi lagður inn á bráðamóttöku og einhverjir létust. Leiðinlegt að enda á neikvæðu nótunum en sagt var frá því fyrir ári síðan að ný svínaflensa í Kína gæti orðið að heimsfaraldri. Krossum fingur og vonum að svo verði ekki. Páll Friðriksson, ritstjóri LEIÐARI Heimsfaraldur handan við hornið Óháð fréttablað á Norðurlandi vestra - alltaf á miðvikudögum AFLATÖLUR | Dagana 29. ágúst til 4. september á Norðurlandi vestra Átta togarar á botnvörpuveiðum SKIP/BÁTUR VEIÐARFÆRI KG SKIP/BÁTUR VEIÐARFÆRI KG Dúddi Gísla GK 48 Landbeitt lína 7.468 Hafrún HU 12 Dragnót 31.432 Hulda GK 17 Landbeitt lína 33.424 Kristinn HU 812 Landbeitt lína 40.120 Rán SH 307 Landbeitt lína 6.379 Steinunn SF 10 Botnvarpa 64.055 Sævík GK 757 Landbeitt lína 24.734 Þingnes SF 25 Botnvarpa 37.776 Alls á Skagaströnd 316.358 HVAMMSTANGI Harpa HU 4 Dragnót 20.436 Alls á Hvammstanga 20.436 SAUÐÁRKRÓKUR Akurey AK 10 Botnvarpa 98.085 Arnar HU 1 Botnvarpa 220.521 Drangey SK 2 Botnvarpa 156.657 Gammur SK 12 Þorskfisk/kolanet 154 Geir ÞH 150 Dragnót 6.087 Málmey SK 1 Botnvarpa 146.913 Onni HU 36 Botnvarpa 16.524 Viðey RE 50 Botnvarpa 160.857 Alls á Sauðárkróki 805.798 SKAGASTRÖND Bárður SH 81 Dragnót 70.970 Þegar tölur síðustu viku eru skoðaðar þá er gaman að sjá hversu margir togarar/bátar landa á norðurlandi vestra eftir veiðar með botnvörpu. En alls voru átta togarar/bátar sem lönduðu á Króknum alls 805.798 kg í tíu löndunum og var Arnar HU 1 aflahæstur með 220.521 kg. Á Skagaströnd voru níu bátar á veiðum með alls 316.358 kg í 27 löndunum og var aflahæsti báturinn Steinunn SF 10 á botnvörpuveiðum með 64.055 kg. Þá landaði einungis einn bátur á Hvamms- tanga, Harpa HU 4, alls 20.436 kg í þrem löndunum og var hún á dragnótarveiðum. Heildarafli á Norðurlandi vestra var 1.142.592 kg. /SG Útgefandi: Nýprent ehf., Borgarflöt 1, Sauðárkróki Póstfang Feykis: Borgarflöt 1, 550 Sauðárkrókur Ritstjóri & ábyrgðarmaður: Páll Friðriksson, palli@feykir.is & 861 9842 Blaðamenn: Óli Arnar Brynjarsson, oli@feykir.is Sigríður Garðarsdóttir, siggag@nyprent.is | Klara Björk Stefánsdóttir, klara@nyprent.is Prófarkalestur: Fríða Eyjólfsdóttir Auglýsingastjóri: Sigríður Garðarsdóttir, siggag@nyprent.is Áskriftarverð: 615 kr. hvert tölublað með vsk. Lausasöluverð: 755 kr. m.vsk. Áskrift og dreifing: Nýprent ehf. Sími 455 7171. Umbrot og prentun: Nýprent ehf. Derringur í Miðgarði Náttúran túlkuð með dansi Skapandi sviðslistavinnustofa fyrir krakka í 4.-10. bekk verður haldin í Menningar- húsinu Miðgarði í Varmahlíð 13.-17. september og ber nafnið Derringur. Dansarar og tónlistarfólk munu leiða þátt- takendur áfram í að skapa hreyfingu í gegnum leiki og skapandi myndir. Námskeiðið er þátttakendum að kostnaðarlausu. Derringur er lifandi dans- vinnustofa leidd af dönsurunum Snædísi Lilju Ingadóttur og Valgerði Rúnarsdóttur auk tón- listarmannsins Sveinbjarnar Thorarensen sem starfar undir nafninu Hermigervill. Í tilkynningu frá Tónadansi, samstarfsaðila Derrings, kemur fram að innblástur vinnustof- unnar verður sóttur í árstíðirnar fjórar þar sem þátttakendur munu ferðast um þær og skapa hreyfingar í gegnum leiki og lifandi myndir. Fá þeir að upplifa hvernig dansinn túlkar vetur og vor, snjó og rok, eldgos og jökulsár og þar fram eftir götunum. Kristín Halla Bergsdóttir, skapari Tónadans, segir vinnu- stofuna sjálfstætt verkefni sem Derringur heldur á landsvísu. „Derringur hafði samband við okkur í Tónadansi og úr varð samvinna en við höfum verið að fá til okkar dansara og sýningar í gegnum árin. Okkur í Tónadansi fannst þetta algjörlega tilvalið verkefni fyrir haustið og í leið- inni að auka áhuga ungs fólks á mismunandi nálgun á sviðslist- um, dansi, hreyfingu og tónlist.“ Kristín segir að þátttakendur megi búast við einhverju mjög svo nýju og spennandi enda topp dansarar að kenna og frá- bær tónlistarmaður. „Þetta er frábært tækifæri fyrir börn og ungmenni til að kynnast listum á annan hátt. Þetta er öllum að kostnaðar- lausu svo það er um að gera að skella sér á námskeið. Ég hvet líka foreldra til að kynna nám- skeiðið fyrir börnum sínum,“ segir Kristín Halla. /PF Dansararnir Snædís Lilja Ingadóttir og Valgerður Rúnarsdóttir. MYNDIN TEKIN AF FB-SÍÐU LIST FYRIR ALLA Farskólinn kominn á skrið Stéttarfélög bjóða félagsmönnum Starfsemi Farskólans, miðstöðvar símenntunar á Norðurlandi vestra, er komin á skrið þetta haustið og hvert námskeiðið af öðru að hefjast. Þar á meðal má finna ýmis tengd stéttar- félögunum, HSN og sveitarfélaginu Skagafirði ásamt íslenskunámskeiðum. Líkt og áður munu stéttarfélögin Samstaða, Kjölur, Sameyki, Aldan og Verslunarmannafélag Skagafjarðar bjóða félagsmönnum sínum að sækja valin námskeið sér að kostnaðarlausu en þau eru öllum opin og eru aðrir hvattir til að kanna rétt sinn hjá sínu stéttarfélagi. Nánari upplýsingar er hægt að nálgast á heimasíðu skólans og Facebook. Í Námsvísi 2021, sem dreift verður í næstu viku, verður þjónusta Farskólans ítarlega kynnt. /PF Landað á Skagaströnd. MYND: ÓAB 2 34/2021

x

Feykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.