Feykir - 08.09.2021, Síða 6
Elín Hall svarar Tón-lystinni
að þessu sinni en hún er
árgangur 1998 og býr í
Hlíðunum í Reykjavík, ólst
þar upp sem og í Montreal
í Kanada. „Foreldrar mínir
fluttu fram og til baka á milli
og ég bý svo vel að vera með
tvöfaldan ríkisborgararétt.
Svo mér finnst franska
Kanada alltaf eiga smá
í mér,“ segir Elín.
„Annars þá á ég vegabréf
Leifs Sigurðssonar langafa míns
sem fæddur var í Stokkhólma í
Skagafirði. Ég á því ættingja í
Blönduhlíðinni og þar í kring.
Afi og amma mín, Guðmundur
Ingi og Elín, bjuggu líka heil-
lengi fyrir norðan en afi var
skólastjóri á Hofsósi og svo
fræðslustjóri á Blönduósi þegar
mamma var barn svo það
má segja að ég hafi allavega
smá rætur norður,“ segir
Elín sem er reyndar einnig í
sambandi með Króksaranum
Reyni Snæ Magnússyni,
sem er fastamaður í íslenska
gítarleikaralandsliðinu.
Elín spilar bæði á gítar og
píanó auk þess að syngja
ofur fallega og semja lög sín
og texta. Hún segir helsta
afrek sitt á tónlistarsviðinu
hingað til vera útgáfa
plötunnar sinnar, Með
öðrum orðum, sem
kom út Covid-
sumarið 2000.
toppurinn
Lagalisti Elínar Hall:
Space Song
BEACH HOUSE
Sonate Pacifique
L’IMPERATRICE
Garden Song
PHOEBE BRIDGES
Oh you pretty things
DAVID BOWIE
The adults are talking
THE STROKES
Touch
ALICE PHOEBE LOU
Elín Hall | tónlistarkona
Keyrði gamlan bíl foreldra sinna til
dauða við undirspil Daft Punk
( TÓN-LYSTIN ) oli@feykir.is
Platan var tilnefnd til Íslensku
tónlistarverðlaunanna 2021
í flokki þjóðlagatónlistar –
sem er nú kannski svolítið
sérkennileg flokkun. Á plötunni
voru lög eins og Upp að mér,
Augun mín og Upptekin sem
eru eyrnakonfekt. Nú nýlega
sendi Elín frá sér sumarlagið
Komdu til baka sem hún segir
vera Grease-lagið sitt. Þá má
ekki gleyma því að Elín söng
lagið Í kvöld í
Söngvakeppni Sjónvarpsins
2015 og þá undir nafninu Elín
Sif Halldórsdóttir.
Þegar Elín svaraði Tón-
lystinni í Feyki nú um miðjan
ágúst var hún að hlusta á lagið
Paris með L’Impératrice. „Ég er
með mikla dellu fyrir franskri
tónlist um þessar mundir,“ segir
hún.
Uppáhalds tónlistartímabil?
„Erfitt að gera upp á milli 70’s
og 90’s. Mjög ólík tímabil á
margan hátt en ég sæki mikinn
innblástur í þau bæði.“
Hvaða tónlist fær þig til að
sperra eyrun þessa dagana?
„Frönsk nýbylgju diskótónlist.“
Hvers konar tónlist var hlustað
á á þínu heimili? „Það var
eiginlega lang mest bara sungið
á mínu heimili og það gat verið
allt á milli himins og jarðar.
Við sungum mikið íslensk
dægurlög.“
Hver var fyrsta platan/diskur-
inn/kasettan/niðurhalið sem
þú keyptir þér? „Ég held að
það hafi verið Silfursafnið hans
Palla eftir tónleika sem ég fór á í
Nasa þegar ég var 10 ára.“
Hvaða græjur varstu þá með?
„Heitir það ekki vasadiskó?
Svona geislaspilari í vasanum.
Það var mjög kúl að eiga
þannig.“
Hvert var fyrsta lagið sem þú
manst eftir að hafa fílað í botn?
„Það fyrsta sem mér dettur í hug
er lagið Hey baby með Dj Ötzi af
því að ég man hversu mikið við
sungum það á leikskólanum.
Það var dans við það og allt. Það
var eins og TikTok danslögin
sem allir fá æði fyrir í dag nema
bara árið 2002.“
Hvaða lag getur eyðilagt fyrir
þér daginn? „Glaðasti hundur
í heimi er lag sem ég á mjög
erfitt með vegna þess að það
límist í heilann og maður er
marga daga að losna við það.“
Þú heldur dúndurpartí í kvöld,
hvað læturðu hljóma í græj-
unum til að koma öllum í stuð?
„Ég held ég myndi alltaf treysta
á Abba til að koma fólki í gír-
inn.“
Elín Hall.
MYND AÐSEND
Þú vaknar í rólegheitum á
sunnudagsmorgni, hvað viltu
helst heyra? „Norah Jones -
Feels like Home er mjög góð
byrjun á degi.“
Þú átt þess kost að fara hvert
sem er í heiminum og skella
þér á tónleika. Hvert færirðu,
á hvaða tónleika og hvern
tækirðu með þér? „Ég myndi
fara á Taylor Swift tónleika með
systrum mínum. Það hefur alltaf
verið draumur hjá okkur en við
höfum aldrei látið verða af því.
Ég held að maður þyrfti að taka
upplifunina alla leið og fljúga til
Bandaríkjanna og sjá konuna á
heimavelli.“
Hvað músík var helst blastað
í bílnum þegar þú varst ný-
komin með bílpróf? „Ég held
ég hafi aldrei keyrt jafn mikið
eins og sumarið eftir að ég fékk
bílprófið en ég keyrði gamlan
bíl foreldra minna til dauða en
hann gaf upp öndina þarna
um haustið. Þá var aðal málið
að blasta Daft Punk og opna
gluggana. Ég held að ég hafi
hlustað á Instant Crush yfir
1000 sinnum.“
Hvaða tónlistarmaður hefur
þig dreymt um að vera? „Ég
held ég eigi Taylor Swift það
að þakka að mörgu leyti að ég
fór að semja mína eigin tón-
list. Ég varð fyrir svo miklum
áhrifum að heyra einhvern
semja um upplifun þess að vera
unglingsstelpa að ég fór að gera
það sjálf. Annars hef ég alltaf
litið mjög upp til Coeur de Pirate
sem er quebesk tónlistakona og
Emilíönnu Torrini.“
Hver er að þínu mati besta
plata sem gefin hefur verið út
eða sú sem skiptir þig mestu
máli? „Það er mjög erfitt að
svara svona stórri spurningu.
Það eru svo margar plötur
sem koma til greina hér. David
Bowie, Leonard Cohen og Kate
Bush eiga öll plötur sem ég
dýrka. Ég held að ef ég verði
að svara einhverju samt þá segi
ég Red með Taylor Swift vegna
þess að hún breytti lífi mínu svo
mikið og ég veit ekki hvort ég
hefði kennt sjálfri mér á gítar
hefði ég ekki hlustað svona
mikið á hana.“
6 34/2021