Feykir


Feykir - 08.09.2021, Side 8

Feykir - 08.09.2021, Side 8
þá gryfju að dæma fólk af fortíðinni þó svo að við höfum ekki hugmynd um þær forsendur sem búa þar að baki. Þá er nauðsynlegt að átta sig á því að það er ekki okkar að dæma aðra út frá því sem þeir sjálfir, eða þeim tengdir hafa gert eða gengið í gegn um. Það er hins vegar okkar að veita öðrum tækifæri til að sýna þá hæfileika sem viðkomandi hefur, án þess að láta fortíðina hafa áhrif á það tækifæri. Hvert er hann að fara? Öll setjum við okkur einhver markmið. Þessi markmið eru jafn fjölbreytt og þau eru mörg og byggja á forsendum sem við sjálf gefum okkur og aðrir þurfa ekki að skilja. Þær forsendur sem við gefum okkur byggja á blöndu af reynslu úr fortíðinni og væntingum til framtíðarinnar. Til þess að ná þessum markmiðum þurfum við að finna þá leið sem hentar okkur sjálfum til að komast jafn nálægt markmiðunum og við mögulega getum. Það vill oft gerast að þegar við erum búin að finna þá leið sem okkur hentar best þá virðumst við einblína á að sú leið sé sú eina rétta, og höfum því takmarkaðan skilning á því ef aðrir kjósa að nálgast viðfangsefnið eftir öðrum leiðum. Þannig gæti ég haldið því fram að til að komast til Reykjavíkur verði að fara í gegn um Hvalfjarðargöngin, því það er sú leið sem hentar mér. Hins vegar er alveg ljóst að sú leið hentar alls ekki öllum. Fyrir marga hentar betur að fara yfir Hellisheiðina, öðrum hentar betur að keyra Hvalfjörðinn, og enn öðrum hentar betur að ferðast yfir Kjöl. Lykilatriðið í þessu sambandi er að fara þá leið sem hentar manni sjálfum best, en á sama tíma að sýna því skilning að það er ekki eina leiðin sem er í boði, eða sú sem hentar öllum. Hvað er hann? Við tökum ótal ákvarðanir á hverjum degi, hvað þá á heilli ævi. Þessar ákvarðanir eru í langflestum tilfellum byggðar á því sem við teljum rétt fyrir okkur sjálf. Það er nefnilega nákvæmlega þannig sem það á að vera, þær ákvarðanir sem við tökum verða að endurspegla það sem okkur langar og við teljum rétt. Það er hins vegar ekki alltaf auðvelt að láta ekki skoðanir annarra stýra þeim ákvörðunum sem við tökum, ekki síst í nútímanum þar sem áhrifavaldar virðast endurspegla allar þær staðalímyndir sem hægt er að láta sér detta í hug. Lausnina við þessu má finna í einni laglínu sem sem SSSól samdi á sínum tíma: „Vertu þú sjálfur, gerðu það sem þú vilt.“ Þegar öllu er á botninn hvolft skiptir ekki máli hvaðan við erum að koma eða hvaða leið við förum – það sem skiptir máli er að fólk finni þá leið sem hentar því sjálfu til að ná sínum markmiðum, því þannig náum við árangri. - Ég skora á Jóhannes Torfason, framkvæmdastjóra Ámundakinnar, að koma með næsta pistil. Heilir og sælir lesendur góðir. Það er Hallmundur Kristinsson sem er höfundur að fyrstu limru þessa þáttar, er hann þar að segja okkur hinum um afleiðingar sem ástarbrími getur skapað. Hallgrímur meyjuna mærði munaðinn henni svo færði. Þraut ekki þor. Þarnæsta vor með vísnasöng vögguna hrærði. Einhver kannski vafasamur fréttaflutningur hefur verið á kreiki um að svokallaðar þvottalaugar hafi verið lagðar niður fyrir margt löngu. Guðmundur Halldórsson, sem er höfundur að næstu vísu, virðist á öðru máli. Standa hér ennþá hlið við hlið hoknir með þandar taugar pungsveittir kvótaprinsar við peningaþvottalaugar. Einhverju sinni þegar fram fór rannsókn á atgervi ungra Íslendinga og dugnaði þeirra við að hreyfa sig kom í ljós að fólk um áttrætt hreyfði sig álíka mikið. Af því tilefni orti Davíð Hjálmar Haraldsson svo: Hreyfing er gegn og góður siður gleður hún kropp og eykur þor. Æskufólk hreyfist upp og niður áttræðir taka hliðarspor. Það er Davíð Hjálmar sem segir í næstu limru frá kynnum sínum af skörungs konu. Tóta sig töluvert æsti hún tuldraði, rumdi og dæsti og komst í slíkt skap að hún karlinn sinn drap og kolbrjáluð kallaði: „Næsti!“ Mógrafir voru þær holur kallaðar þegar unnið var við að taka upp eldivið úr jörðinni og djúpar gryfjur urðu eftir, sem yfirleitt stóðu fullar af vatni, og urðu oft stórhættulegar bæði mönnum og dýrum. Davíð Hjálmar hefur eftir næstu limru hans að dæma þekkt einn sem kunni vel til verka þar. Freyr sem á Fenjalæk bjó var frábær að taka upp mó og í mýrinni að kafa. Mann til að grafa þurfti ekki þegar hann dó. Í síðasta þætti vildi svo óheppilega til að rangt orð var sett í upphaf vísu Davíðs Hjálmars um léttklædda hlaupara. Rétt er vísan svona: Hljóp þar ein með stóran stert stílnum óðar vel ég kunni. Slettist vinstra brjóstið bert en blöktu hár í rassskorunni. Það er Páll Jónasson í Hlíð sem leggur okkur til næstu limru. „Og hana nú“ sagði hænan „ég hafa vil sprækan og vænan með ógurlegt stél sem embættar vel og auðvitað rauðan og grænan.“ Húnvetningurinn Sigvaldi Sveinsson, sem mun hafa látist 1934, var afbragðs hagyrðingur og orti meðal annars úrvals hringhendur. Sjaldan eða aldrei sér maður Vísnaþáttur 791 ( GUÐMUNDUR VALTÝSSON ) palli@feykir.is eða heyrir vísur eftir hann nú orðið, gott að bæta úr því. Geislastofu glit má sjá glampa ofar löndum. Skýjarofum runninn frá roða ofið böndum. Önnur hringhenda kemur hér eftir Sigvalda: Mennta ei andi náði í not neyðin blandar svona. Allt fer í strand við auraþrot undan landi vona. Að lokum þessi fallega bæn Sigvalda: Meira hart þó kreppi kross kulna margt sem lætur, vona ég bjarta vorið oss vermi um hjarta rætur. Það er okkar góði vinur og félagi hér áður fyrr, Þorsteinn Ásgrímsson bóndi á Varma- landi í Skagafirði, sem er höfundur að næstu vísum. Yl þó fyndi ýmsum hjá allt í skyndi dvínar, þegar bind ég endi á æskusyndir mínar. Mín hjá sprundum vörn er veik. Vopn úr mundum hníga. Hef því stundum lífs í leik látið undan síga. Ýmsir bera þessa þrá og því ég segi. Kannski er fegurst ást, sem á sér enga vegi. Um stúlkur sem biðu eftir bíl, sem reyndar aldrei kom er kvótaöldin var gengin í garð, orti Þorsteinn svo lipra hringhendu: Umframkvóta atlotin engir hljóta vildu. Enda njóta áhrifin ástarbótaskyldu. Gaman að heyra meira úr Skagafirði. Höfundur næstu vísu er Haraldur Hjálmars- son frá Kambi, er hún ort til hins mikla höfðingja, Gísla Magnússonar, bónda í Eyhildarholti, trúlega í tilefni af einhverju merkisafmæli hans. Af öðrum mönnum ungum barstu, af öllum dáður fjær og nær. Hugsjónanna vörður varstu og verður meðan hjartað slær. Næsta vísa mun ort í gleðskap á Hvera- völlum. Höfundur Jakob Jónsson, áður bóndi á Varmalæk í Borgarfirði. Langar stundir leikið var við ljóðaskraf og teiti, en andi Fjalla-Eyvindar er enn á næsta leiti. Gott að enda með vísu eftir okkar góða vin og félaga hér áður fyrr Grím Gíslason frá Saurbæ, er hún ort í gleðskap, með öli og söng. Sitjið heilir söngvamenn. Syngið kvæði og bögur. Því að ljóðin ylja enn ævintýri og sögur. Veriði þar með sæl að sinni. Guðmundur Valtýsson Eiríksstöðum, 541 Blönduósi Sími 452 7154 Hvert liggur þín leið? ÁSKORANDAPENNINN | palli@feykir.is „Hvaðan kom hann?, hvert er hann að fara?, hvað er hann?!“ Með þessum orðum lýsti Adolf Ingi Erlingsson, íþróttafréttamaður, varnarleik íslensks handboltamanns á Evrópumóti í handbolta fyrir rúmum áratug síðan. Þessar þrjár spurningar má með mjög einföldum hætti heimfæra upp á hvaða einstakling sem er. Öll eigum við okkur einhverja fortíð sem mótar okkur með einum eða öðrum hætti. Við höfum einhverjar áætlanir um það hvert við stefnum og loks höfum við ákveðnar hugmyndir og væntingar um það hvað og hvernig við viljum vera. Hvaðan kom hann? Frá fæðingu upplifum við margt sem á endanum mótar okkur sem einstaklinga. Þessir þættir geta bæði haft jákvæð og neikvæð áhrif, en allir skilja þeir eftir sig reynslu. Reynslu sem við reynum að draga lærdóm af og nýta okkur. Í einstaka tilfellum er þessi reynsla þannig að besta leiðin er að halda áfram á sömu braut og reyna með einhverjum hætti að hafa útsýnið út um framrúðuna sambærilegt því sem sést í baksýnisspeglinum. Í öðrum tilfellum getur það reynst best að taka U-beygju og einblína á það sem sést út um framrúðuna, en líta á útsýnið úr baksýnisspeglinum sem verðugt innlegg í reynslubankann. Það er auðvelt að falla í Atli Einarsson. MYND AÐSEND Atli Einarsson Blönduósi 8 34/2021

x

Feykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.