Feykir


Feykir - 08.09.2021, Side 10

Feykir - 08.09.2021, Side 10
Jóna Halldóra Tryggvadóttir er fædd og uppalin á Hrappstöðum í Víðidal en býr á Hvammstanga og er gift Hjalta Jósefssyni og eiga þau þrjú börn, sjö barnabörn og fjögur langömmubörn. Jóna var að hætta störfum sem matráður við mötuneyti Grunnskóla Húnaþingis vestra eftir rúm 20 ár. Hve lengi hefur þú stundað hann- yrðir? Fyrstu hannyrðir sem ég man eftir var mynd sem ég saumaði um 10 eða 11 ára aldur. Hvaða handavinna þykir þér skemmtilegust? Útsaumur og að prjóna. Hverju ertu að vinna að um þessar mundir? Núna er ég með lopapeysu á prjónunum sem var pöntuð hjá mér. Hvaða handverk sem þú hefur unnið ertu ánægðust með? Það sem mér finnst vænst um að hafa gert er þegar ég saumaði milliverk með harðang- urs- og klaustursaum í rúmföt handa börnum og tengdabörnum mínum og gaf þeim í jólagjöf. - - - - Jóna Halldóra skorar á Aðalheiði Dóru Sigurðardóttur hótelstjóra á Hótel Hvammstanga að segja lesendum Feykis frá hvað hún er með á prjón- unum. Saumaði milliverk með harðangurs- og klaustursaum í rúmföt ( HVAÐ ERTU MEÐ Á PRJÓNUNUM ) klara@nyprent.is Jóna Halldóra Tryggvadóttir á Hvammstanga Jóna Halldóra. Hún prjónaði allar flíkurnar á myndunum hér á síðunni. AÐSENDAR MYNDIR 10 34/2021

x

Feykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.