Feykir - 08.09.2021, Page 11
KROSSGÁTUSMIÐUR Páll Friðriksson
SVÖR VIÐ VÍSNAGÁTU: :Varp.
Sudoku
Krossgáta
FEYKIFÍN AFÞREYING
Feykir spyr...
Hvað er best
í eftirrétt?
Spurt á Facebook
UMSJÓN: klara@nyprent.is
„Heyrðu það er annaðhvort
Toblerone ís eða
„Eftirlæti Báru“ rétturinn.“
Aron F. Þorsteinsson
Finna skal út eitt orð
úr línunum fjórum:
Ótrúlegt - en kannski satt...
Mannanafnanefnd slakaði nýlega á þeim kröfum sem gerðar eru til nýrra
nafna á skrá og teljast tökunöfn nú gjaldgeng þótt þau séu rituð með hætti
sem tíðkast í erlendu máli. Feyki er ekki kunnugt um reglur í Kína en,
ótrúlegt og kannski satt, eru þrjú algengustu vestrænu nöfnin þar Jesús
Kristur, Richard Nixon, og Elvis Presley.
Tilvitnun vikunnar
Ef Guð hefði viljað að við gætum flogið
þá hefði hann látið okkur hafa flugmiða.
– Mel Brooks
„Mér finnst merkilega erfitt að
svara þessari spurningu, flæki
þetta svo fyrir mér! En bananasplitt
vekur alltaf lukku.“
Sandra Gestsdóttir
„Það er klárlega heit
súkkulaðikaka með ís
og berjasósu.“
Birgitte Bærendtsen
LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: Öspin vex á gangstéttinni.
F
„Það myndi vera heit
súkkulaðikaka með mjúkri miðju
og mögulega ís með.“
Gauti Þórarinsson
Folaldavöðvi
og berjaboozt
Matgæðingur vikunnar er Sonja Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir sem
er fædd á Siglufirði en alin upp á Varmalandi í Sæmundarhlíð.
Sonja er gift Sigurjóni Leó Vilhjálmssyni og eru þau að byggja sér
hús í Sæmundarhlíðinni en búa, eins og staðan er í dag, í Kjartans-
staðakoti.
Sonja er í fæðingarorlofi með eina sjö mánaða stelpu en starfar
annars við tamningar og þjálfun á hrossum hjá foreldrum sínum á
Varmalandi. „Við erum dugleg að elda upp úr kistunni hjá okkur
þar sem við höfum aðgang að lambakjöti og folaldakjöti. Við erum
ekki mikið grænmetisfólk og því ekki mikið af því með matnum
hjá okkur,” segir Sonja.
AÐALRÉTTUR
Folaldavöðvi
– með kartöflugratíni
og piparostasósu
folaldavöðvi
salt
pipar
smjör
olía
sellerí
Aðferð: Folaldavöðvinn er lagður
í olíuna og kryddaður með salti
og pipar. Látið liggja eins lengi
og fólk hefur tíma til. Síðan er
smjörið og selleríið sett á pönnu
og kjötið steikt á öllum hliðum til
að loka því. Kjötið er síðan sett í
fat með selleríinu og smjörinu og
inn í ofn á 160°C með blæstri.
Tíminn fer eftir stærð kjöt-
bitans en yfirleitt þarf 800-1000 g
biti að vera u.þ.b. 30 mínútur í
ofninum.
Kartöflugratín:
kartöflur
salt
pipar
rjómi
piparostur
rifinn ostur
Aðferð: Byrjið á því að rífa niður
kartöflurnar í þunnar skífur, hita
saman rjómann og piparostinn.
Því næst er smjör sett í eldfast mót
og raðið kartöflunum í fatið.
Byrjið á að hylja allan botninn og
hella svo smá af rjómablöndunni
yfir og krydda smá.
Raðið svo aftur kartöflum yfir
það og setjið svo restina af
( MATGÆÐINGUR VIKUNNAR ) siggag@nyprent.is
Sonja Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir | Kjartansstaðakoti
Sonja Sigurbjörg, Sigurjón Leó og Alexander Leó. AÐSEND MYND
rjómablöndunni. Að lokum er
rifinn ostur settur yfir allt saman.
Þetta fer svo inn í ofn á 180°C í
u.þ.b. 40 mínútur.
Piparostasósa:
2 stk piparostur
½ l rjómi
1 stk grænmetisteningur (ekki
nauðsynlegt)
Aðferð: Rífið niður piparostinn í
pott. Hellið rjómanum út í og
leyfið þessu að malla saman. Ef
þið viljið nota grænmetistening-
inn þá er hann settur í þegar
sósan er alveg að verða klár.
EFTIRRÉTTUR
Berjaboozt
Vanillumjólk
bláber
jarðarber
banani
klakar
Aðferð: Allt sett saman í blandara
eftir smekk, þ.e. hvað fólk vill
mikið af hverju. Hægt að hafa
þykkt og hafa það eins og ís eða
þynnra og drekka með röri.
Frábærlega ferskt og svalandi.
Verði ykkur að góðu!
Sonja skorar á Berglindi Heiðu
Guðmundsdóttur að taka við
matgæðingnum.
34/2021 11
Vísnagátur Sveins Víkings
Gaman er að ganga það.
Á gömlu skónum sá ég það.
Svælu og eldi ælir það.
Allan daginn glymur það.