Feykir - 08.09.2021, Blaðsíða 12
Séra Bjarni Jónsson á
Mælifelli var hið mesta
karlmenni á yngri
árum. Það var
einhverju sinni að
áliðnu vori að Bjarni
reið fram Blönduhlíð
og fór vetrarveg um
mýrar fyrir neðan bæi.
Reið hann fram fyrir neðan Sólheima þar sem var engi
jarðarinnar eins og á flestum bæjum í Hlíðinni. Þá bjó
þar Eldjárn, sonur Hallsteins Jónssonar í Stokkhólma,
stór maður og sterkur. Þegar Eldjárn sá til ferða Bjarna
yfir engi sitt hljóp hann þegar niðureftir í veg fyrir hann
með fáryrðum miklum, hví hann riði engi sitt í
leyfisleysi. Bjarni svaraði hóglega og sagðist vera
ókunnugur en sér hefði hér verið vísað til vegar og eigi
mundu miklar skemmdir verða af ferð sinni með einn
hest. Eldjárn varð því æfari og þreif í tauma á hesti
Bjarna og vildi snúa honum við. Bjarni bað hann sleppa
en Eldjárn sinnti því í engu. Þar sem þeir voru staddir
voru þröngir og djúpir skorningar og steig Bjarni loks
af baki og þreif til Eldjárns. Skipti þar fljótt um. Var svo
mikill aflsmunur þeirra að Eldjárn fékk enga mótstöðu
veitt og tróð Bjarni honum niður á milli þúfna og
þjappaði nokkuð svo að honum. Hélt síðan leiðar
sinnar en Eldjárn gat sig hvergi hrært þaðan er hann
var kominn. Var þá komið að vitja hans heiman frá
Sólheimum og honum hjálpað á fætur. Var hann
þrekaður orðinn því ómjúklega hafði Bjarni farið um
hann höndum. /Byggðasaga Skagafjarðar 4. bindi
Byggðasögumoli | palli@feykir.is
Hraustmenni takast á
Ertu með fréttaskot, mynd eða
annað skemmtilegt efni í Feyki?
Hafðu samband. Síminn er 455 7176
og netfangið feykir@feykir.is
34
TBL
8. september 2021 41. árgangur
Frétta- og dægurmálablað á Norðurlandi vestra : Stofnað 1981
„Við erum með smá
kynningu á körfuboltanum
í Skagafirði og sýna erlendu
leikmennina í meistara-
flokkum karla og kvenna og
reyna að fá smá tengingu
milli krakka og leikmanna
og vera góðar fyrirmyndir
fyrir þessa krakka,“ segir
Friðrik Hrafn Jóhannsson,
en hann og Jan Bezica,
þjálfari kvennaliðsins,
ásamt erlendu körfu-
knattleiksmönnunum
mættu í frímínútur í
Árskóla á Sauðárkróki á
mánudagsmorgun til að lífga upp á
íþróttastarfið, skapa smá skemmtun og hafa
gaman.
Það var ekki annað að sjá en að allir skemmtu sér
Erlendu leikmenn Tindastóls í frímínútunum
Léku körfubolta við Árskólakrakka
Alþjóðleg brúðulistahátíð, Hvammstangi
International Puppetry Festival eða HIP Fest, fer
fram dagana 8.–10. október næstkomandi. Þetta er í
annað sinn sem hátíðin er haldin en von er á á þriðja
tug erlendra listamanna frá átta löndum sem bjóða
upp á fjölda sýninga og vinnusmiðja, auk fyrirlestra
og kvikmyndasýninga með umræðum við
listamennina á eftir.
„HIP Fest er einstök viðbót í menningarlíf lands-
manna, enda eina brúðulistahátíð landsins,“ segir í
tilkynningu frá Handbendi – Brúðuleikhúsi núverandi
Eyrarrósarhafa. HIP Fest var valinn menningarvið-
burður ársins á Norðurlandi vestra árið 2020.
„Þrátt fyrir verulegar samkomutakmarkanir á hátíð-
inni í fyrra tókst hún einstaklega vel við mikla ánægju
þátttakenda og áhorfenda. Brúðulistin er fjölbreytt og
fornt listform sem stöðugt haslar sér meiri völl í menn-
ingarlífi landsins. Á hátíðinni má líta fjölbreyttar sýn-
ingar fyrir alla aldurshópa, sem nýta sér öll blæbrigði
listformsins,“ segir ennfremur í tilkynningunni.
Miðasala fer fram á tix og dagskrá hátíðarinnar má
gaumgæfa á heimasíðu hennar, thehipfest.com eða
Facebooksíðu. /PF
Styttist í flottustu
brúðulistahátíð landsins
HIP Fest á Hvammstanga
Erlendir leikmenn meistaraflokka Tindastóls, ásamt þjálfurunum Friðriki Hrafni og Jan Bezica, léku
sér í körfubolta með krökkunum í Árskóla í morgun. Mikil mildi þótti að hægt var að fá þau til að
standa kyrr rétt á meðan smellt var af myndavélinni.
vel og leikmennirnir hafi fengið mikla athygli unga
fólksins sem sýndi hvað í því býr. Skotið var á körfu
og svo var tekinn einn léttur leikur með óvenju
mörgum í byrjunarliðunum. Nánar á Feykir.is. /PF