Feykir - 27.10.2021, Blaðsíða 2
Eins og kemur fram á forsíðu Feykis þessa vikuna hefur leyfi
yfirvalda fengist til að starfrækja svokölluð örsláturhús og
geta bændur því selt afurðir sínar milliliðalaust hafi þeir á
annað borð haft fyrir því að afla sér leyfisins. Það hefur reynst
löng og þung ganga að fá þetta í
gegn og kostað ýmsar fórnir.
Bjarni Jónsson, sem þá var vara-
þingmaður VG, varpaði fram fyrir
réttu ári síðan, fyrirspurn til Kristjáns
Þórs Júlíussonar, sjávarútvegs- og
landbúnaðarráðherra, hvort hann
hefði í hyggju að breyta reglum um
örsláturhús og auka frelsi sauðfjár-
bænda til að slátra eigin lömbum og
selja afurðir þeirra beint til neytenda og hvort lagalegt svigrúm
væri til þess. Kristján Þór svaraði því til að hugmyndir um
örsláturhús eða heimasláturhús rýmdust ekki innan gildandi
löggjafar eða alþjóðlegra skuldbindinga þá.
En ráðherra taldi mikilvægt að leita leiða til að auka
verðmætasköpun hjá bændum. „Í stjórnarsáttmála ríkisstjórn-
arinnar kemur fram að Ísland eigi að vera leiðandi í framleiðslu
á heilnæmum landbúnaðarafurðum og að áhersla verði lögð á
nýsköpun og vöruþróun til að stuðla að byggðafestu, auka
verðmætasköpun og nýta tækifæri sem byggjast á áhuga á
matarmenningu með sjálfbærni og gæði að leiðarljósi. Við
skoðun á því hvaða leiðir eru færar til að gera breytingar á
reglum um slátrun sem miða að því að auka tækifæri til
verðmætasköpunar er mikilvægt að kanna svigrúm til þess
innan gildandi regluverks um matvælaöryggi og neytenda-
vernd og þeim alþjóðaskuldbindingum sem Ísland hefur
undirgengist á viðkomandi sviði.“
Kristján Þór bendir á í svari sínu til Bjarna að að hans
frumkvæði hafi ráðuneytið, í samráði við Matvælastofnun og
Bændasamtök Íslands, leitað leiða til að auka verðmætasköpun
hjá bændum í tengslum við slátrun. „Sérstaklega var tekin til
skoðunar tillaga um svokölluð örsláturhús eða heimasláturhús.
Tillagan byggir á því að bændum verði heimilt að slátra, vinna
og selja neytendum milliliðalaust afurðir úr eigin bústofni.“
Það hefur verið lenska hjá Íslendingum að hallmæla póli-
tíkusum og væna þá um leti og ómennsku en að mínu mati á
Kristján Þór Júlíusson hrós skilið fyrir að beita sér í þessu máli.
Samkvæmt þeim heimildum sem ég hef hefur hann þurft að
beita hörðu í baráttu sinni við eigið kerfi, eftirlitsstofnunina
MAST, sem stundum vill birtast manni sem ógurlegt skrímsli og
jafnvel sem ríki í ríkinu.
Hvað svo vinnst með þessari breytingu á eftir að koma í ljós
en það er mín fjallgrimma vissa að sláturleyfishafar munu ekki
verða varir við breytinguna. Það sem hugsanlega mun breytast,
ef reglugerðarfarganið fælir ekki bændur frá því að afla sér
leyfis, er að hin venjulega heimaslátrun, með tilheyrandi ólög-
legri höndlun matvæla út af lögbýlum, leggst af. Það hlýtur að
vera einhver akkur í því!
Góðar stundir.
Páll Friðriksson, ritstjóri
LEIÐARI
Hollur er heimafenginn biti
Óháð fréttablað á Norðurlandi vestra - alltaf á miðvikudögum
AFLATÖLUR | Dagana 17. – 23. október á Norðurlandi vestra
Málmey með rúm 166 tonn
SKIP/BÁTUR VEIÐARFÆRI KG SKIP/BÁTUR VEIÐARFÆRI KG
SKAGASTRÖND
Dagrún HU 121 Þorskfisknet 1.665
Dúddi Gísla GK 48 Lína 18.445
Fjölnir GK 157 Lína 92.676
Hafrún HU 12 Dragnót 5.819
Hulda GK 17 Lína 36.126
Kristinn HU 812 Landbeitt lína 26.877
Loftur Hu 717 Handfæri 1.028
Rán SH 307 Landbeitt lína 21.297
Sighvatur GK 57 Lína 111.794
Alls á Skagaströnd 315.727
HVAMMSTANGI
Harpa HU 4 Dragnót 1.087
Alls á Hvammstanga 1.087
SAUÐÁRKRÓKUR
Drangey SK 2 Botnvarpa 164.606
Fannar SK 11 Lína 1.280
Hafborg SK 54 Þorskfisknet 1.847
Kaldi SK 121 Þorskfisknet 1.201
Lilja SH 16 Lína 20.898
Málmey SK 1 Botnvarpa 166.457
Onni HU 36 Dragnót 5.422
Alls á Sauðárkróki 361.711
Eitthvað hefur verið rólegra á miðunum í
síðustu viku en í þar síðustu viku því aðeins
voru níu bátar sem lönduðu á Skagaströnd í 20
löndunum. Heildaraflinn var 315.727 kg og var
aflahæsti báturinn aðra vikuna í röð, Sighvatur
GK 57, með tæp 112 tonn.
Á Króknum voru sjö togarar/bátar á veiðum
og var heildaraflinn hjá þeim 361.711 kg í tólf
löndunum. Aflahæst var Málmeyjan með 166.457
kg en Drangeyjan var rétt á hælunum á henni
með 164.606 kg. Enginn bátur landaði á Hofsósi
en einn bátur landaði á Hvammstanga, Harpa HU
4, alls 1.087 kg. Heildarafli á Norðurlandi vestra í
síðustu viku var 678.525 kg. /SG
Útgefandi: Nýprent ehf., Borgarflöt 1, Sauðárkróki
Póstfang Feykis: Borgarflöt 1, 550 Sauðárkrókur
Ritstjóri & ábyrgðarmaður:
Páll Friðriksson, palli@feykir.is & 861 9842
Blaðamenn:
Óli Arnar Brynjarsson, oli@feykir.is
Sigríður Garðarsdóttir, siggag@nyprent.is | Klara Björk Stefánsdóttir, klara@nyprent.is
Prófarkalestur: Fríða Eyjólfsdóttir
Auglýsingastjóri: Sigríður Garðarsdóttir, siggag@nyprent.is
Áskriftarverð: 615 kr. hvert tölublað með vsk. Lausasöluverð: 755 kr. m.vsk.
Áskrift og dreifing: Nýprent ehf. Sími 455 7171.
Umbrot og prentun: Nýprent ehf.
Kaupfélag Skagfirðinga
Matargjafir áfram fyrir jólin
Fyrir síðustu jól og fram eftir þessu ári hefur
Kaupfélag Skagfirðinga gefið matvæli sem
dugað hafa í nærri 200 þúsund máltíðir en um
er að ræða kjöt- og mjólkurvörur, grænmeti,
kartöflur og brauð. „Það hefur orðið að
samkomulagi á milli kaupfélagsins og
hjálparstofnana að halda þessu samstarfi áfram
núna í aðdraganda jólanna,“ segir Þórólfur
Gíslason kaupfélagsstjóri í samtali við
Morgunblaðið en KS mun áfram gefa matvæli til
nokkurra hjálparstofnana hér á landi.
Í fréttinni segir að upphaflega hafi staðið til að
gefa mat „...eingöngu fyrir síðustu jól til að létta
undir með fjölskyldum sem höfðu orðið fyrir
barðinu á kórónuveirufaraldrinum og tilheyrandi
atvinnuleysi. Var reiknað með mat í 40-50 þúsund
máltíðir en í ljósi þess hve þörfin var mikil ákvað
KS að halda aðstoðinni áfram eftir síðustu áramót.
Stór hluti matvælanna hefur farið til Fjölskyldu-
hjálpar Íslands en einnig til mæðrastyrksnefnda
víða um land, Hjálparstarfs kirkjunnar, Hjálpræðis-
hersins og Rauða kross Íslands.
„Við sjáum fram á að geta aðstoðað þúsundir
núna í nóvember og desember. Þetta er frábært
framlag frá Kaupfélagi Skagfirðinga og gerir gæfu-
muninn, bara fyrir síðustu jól reiknaðist okkur til
að verðmæti máltíðanna sem við úthlutuðum
hefði verið um 47 milljónir króna. Síðan héldu
gjafirnar áfram til páska og ég hygg að kaupfélagið
hafi gefið alls um 100 milljónir króna, bara til
okkar,“ segir Ásgerður Jóna Flosadóttir hjá Fjöl-
skylduhjálpinni. „Við tökum niður pantanir hjá
okkar skjólstæðingum og fáum matvörur í sam-
ræmi við það frá kaupfélaginu. Hver fjölskylda fær
þrjár eða fjórar máltíðir.“
Reiknað er með að aðstoðin fari fram með
svipuðum hætti og verið hefur. Úthlutanir mat-
vælanna frá KS hefjast hjá hjálparstofnunum í
byrjun nóvember og munu standa yfir fram að
jólum. /ÓAB Heimild: Morgunblaðið
Blönduskóli og Húnavallaskóli
Gætu sameinast næsta haust
Samstarfsnefnd um sameiningu Blönduósbæjar
og Húnavatnshrepps leggur til að stjórnskipulag
nýs sveitarfélags taki mið af þeirri tillögu sem
kynnt var á íbúafundum í vor. Lagt er til að
starfsstöð stjórnsýslu verði ein, staðsett á nýjum
stað á Blönduósi og hafa ýmsir valkostir verið
ræddir í því efni. Einnig er lagt til að á Húnavöllum
verði umhverfisakademía og tiltekin verkefni
þróunarsviðs sem tengist þeirri starfsemi. Þá verði
jafnframt tiltekin verkefni framkvæmdasviðs
staðsett á Húnavöllum.
Nefndin leggur til að sameinað sveitarfélag
sinni sem flestum verkefnum sjálft og eftir atvikum
bjóði öðrum sveitarfélögum í Austur-Húnavatns-
sýslu að kaupa þjónustu samkvæmt þjónustu-
samningi.
Sameining grunn- og leikskóla
Í fræðslumálum leggur nefndin til að byggt
verði á sambærilegum hugmyndum og kynntar
voru í vor. Það er að segja að Blönduskóli og
Húnavallaskóli sameinist haustið 2022 í eina
rekstrareiningu, ef sameining verður samþykkt.
Sameinaður skóli verði með tvo kennslustaði og
nær óbreytt fyrirkomulag fyrstu skólaárin.
Starfsemin verði sameinuð á einn kennslustað
eigi síðar en haustið 2024. Nefndin leggur
áherslu á að undirbúningur að sameiningu skóla
verði vandaður og í góðu samstarfi við foreldra,
nemendur og starfsfólk. Skipulag sameinaðs
skóla taki mið af þörfum nemenda úr dreifbýli
og þéttbýli.
Þá leggur nefndin til að leikskólarnir Barnabær
og Vallaból verði sameinaðir í eina rekstrarein-
ingu, en með tvær starfsstöðvar, á Blönduósi og
Húnavöllum. Á þann hátt mætti ná fram meiri
samlegð í rekstri og mögulega betri nýtingu
leikskólarýma. /Húni.is
2 41/2021