Feykir - 27.10.2021, Blaðsíða 12
Álfur og Alvör
Margar eru munnsögur
um uppruna álfa. Þessar
eru almennastar sem
nefndar eru: í Árnaskjali
um höfuðþvott barna
Evu; önnur um það nær englarnir óhlýðnuðust drottni
sínum steypti hann þeim af himnum ofan, féllu sumir í
undirdjúpin, en sumir í loftið milli himins og jarðar,
sumir í vötnin og þá sumir á jörðina, og eru þeir
misjafnir. Sumir vilja sem minnst mönnunum til miska
gjöra, aðrir fremur, og er það á misjafnri tröppu. Því
heita þeir: loftandar, jarðandar og vatnaandar eða
vatnaskrattar. Sýna þeir sig í ýmsum myndum sem bágt
er upp að tína enda gjöra sögurnar sjálfar það bezt.
Hin þriðja frásaga um uppruna trölla og álfa er þessi: Í
öndverðu skapaði guð manninn af moldu og konu
handa honum einnig af moldu. Þessi kona hans var svo
ókyr hjá honum og stygg að Adam gat engu tauti við
hana komið og er guð vildi leiðrétta hana tjáði það ekki.
Því skapaði guð henni mann eftir hennar eðli og nefndi
hann Álf, en hana Alvöru, og af þeim eru öll tröll og
álfar komnir. /PF
Skagfirskur annáll
Kristmundar Bjarnasonar 1847–1947
1853
Ertu með fréttaskot, mynd eða
annað skemmtilegt efni í Feyki?
Hafðu samband. Síminn er 455 7176
og netfangið feykir@feykir.is
41
TBL
27. október 2021 41. árgangur
Frétta- og dægurmálablað á Norðurlandi vestra : Stofnað 1981
Króksamót Tindastóls var haldið í Síkinu á
laugardaginn og var þetta í tíunda skipti sem
þetta mót var haldið. Um 150 krakkar, bæði
stelpur og strákar, tóku þátt og komu þátttak-
endur að þessu sinni frá Þór Akureyri, Samherja
Eyjarfjarðasveit, Smáranum Varmahlíð, Fram
Skagaströnd, Hvöt Blönduósi og Tindastól
Sauðárkróki.
Ég þori að fullyrða að flest allir þátttakendurnir
hafi verið komnir á yfirsnúning af spenningi rétt fyrir
mót því eins og flestir vita þá þurfti að fresta
Króksamótinu síðasta haust sökum Covid og lítið
verið um körfuboltamót síðasta eina og hálfa árið
fyrir þennan aldur. En á þessu móti spiluðu krakkar
frá 1. bekk og upp í 6. bekk og var ekki annað að sjá
en að allir hafi skemmt sér vel.
Fyrstu leikirnir byrjuðu kl. 9:00 og síðustu leik-
irnir flautaðir af um 15:40 og var spilað 2x10 mín-
útur. Í tilkynningu frá mótsnefnd kemur fram að
áherslan hafi verið lögð á leikgleði og að engin stig
hafi verið talin en krakkarnir voru nú alveg með á
hreinu hver lokastaðan var í hverjum leik fyrir sig.
Þá fengu allir þátttakendur vatnsbrúsa að gjöf frá
Steinullarverksmiðjunni og verðlaunapening ásamt
því að boðið var í pizzaveislu.
Stjórn barna og unglingaráðsins vill þakka öllum
þátttakendum kærlega fyrir komuna ásamt því að
senda innilegar þakkir til allra sem hjálpuðu til við
að manna vaktir og öllum dómurunum og þjálf-
urum fyrir frábært samstarf. Án ykkar væri þetta ekki
hægt.
Sjá nánar á Feykir.is. /SG
Sauðárkrókur
Ofurspenntir körfubolta-
krakkar á Króksamóti
Stólastúlkan María Hrönn í layuppi á Króksamóti.
MYND: HELGI FREYR
Forkeppni um Köku
ársins 2022 var haldin
dagana 21.-22. október
sl. en þar gafst bökurum
innan Landssambands
bakarameistara tækifæri
til að senda inn nýjar og
spennandi kökur. Sala
kökunnar hefst á konu-
daginn 20. febrúar 2022
og eflaust bíða nú þegar
einhverjir spenntir með
sínar sætu tennur eftir
því að fá smakk. Fjórar
kökur urðu hlutskarpastar hjá dómnefnd og fer loka-
keppnin fram 19. nóvember nk.
Karsten Rummelhoff, konditormeistari og bakari
hjá Sauðárkróksbakaríi, er einn snillinganna sem
bakaði sig í úrslit keppninnar í ár og ekki í fyrsta skipti
að sögn Róberts Óttarssonar bakarameistara. Þetta
mun þó vera í fyrsta skipti í talsverðan tíma sem
Karsten sendir köku í keppnina. Auk Karstens á Rúnar
Felixson úr Mosfellsbakaríi tvær kökur í úrslitum og
þá á Guðrún Erla Guðjónsdóttir fjórðu kökuna.
Á hverju ári leitar Landssamband bakarameistara að
stuðningsaðila fyrir Köku ársins og að þessu sinni er
það Innbak sem er aðalstuðningsaðili keppninnar og
því er gert að skilyrði að kakan innihaldi Créme Brulée
frá Debic. /ÓAB
Karsten kominn í úrslit
um Köku ársins 2022
Sauðárkróksbakarí
Karsten Rummelhoff.
MYND: FEYKIR
Svipmyndir frá Króksamóti. Fleiri myndir má sjá á Feykir.is..
MYNDIR: SUNNA, THELMA, HANNA OG HELGI FREYR