Feykir


Feykir - 27.10.2021, Blaðsíða 10

Feykir - 27.10.2021, Blaðsíða 10
Hrútasýning í Hrútafirði Besti hrútur sýningarinnar holdfylltur frá nösum til dindils Þrátt fyrir áföll í sauðfjárbúskap og slaka afkomu sauðfjárbænda undanfarin ár virðist áhugi á sauðfjárrækt í engu hafa dalað. Haustið er uppskerutími þeirra sem unna sauðkindinni þegar árangur kynbótastarfsins birtist skriflega á vigtarnótum sláturleyfishafa og dómablöðum ráðunautanna, en ekki síður við skoðun og áhorf á lagðprúð og læramikil líflömb. Í Húnaþingi vestra er sauðfjárrækt undirstöðu atvinnuvegur enda kjöraðstæður í sveitarfé- laginu til sauðfjárræktar og ættliðaskipti hafa tekist vel með áberandi mörgum ungum bændum í héraðinu. Miðvikudagskvöldið 20. október 2021 var vel heppnuð lambasýning haldin að bænum Bálkastöðum í Hrútafirði þar sem ráðunautarnir Sigríður Ólafsdóttir og Stella Guðrún Ellerts- dóttir röðuðu upp til verðlaunaafhendingar áður stiguðum lömbum. Mættir voru bændur úr Miðfjarðarhólfi sem nær frá Fitjárdal að austan til botns Hrútafjarð- ar í vestri. Margt góðra lamba var til álita og átöku og áttu dómarar í töluverðum vandræðum með að skera úr um hvaða lamb væri best. Keppt var í eftirfarandi flokkum: hyrndir hvítir hrútar, kollóttir hvítir hrútar, mislitir hrútar, skrautgimbrar. ÚRSLIT URÐU EFTIRFARANDI: Hyrndir hvítir: 1. Urriðaá – Dagbjört Diljá Einþórsdóttir 2. Mýrar 2 – Stefán Páll Böðvarsson 3. Bergsstaðir – Ari Guðmundur Guðmundsson Kollóttir hvítir: 1. Mýrar 2 – Stefán Páll Böðvarsson 2. Sandar – Hanife Agnes Mueller-Schoenau 3. Bálkastaðir 1 – Guðný Kristín Guðnadóttir Mislitir: 1. Mýrar 2 – Stefán Páll Böðvarsson 2. Urriðaá – Dagbjört Diljá Einþórsdóttir 3. Bergsstaðir – Elín Anna Skúladóttir Skrautgimbur: 1. Melar 2 – Jóna Elín Gunnarsdóttir 2. Melar 2 – Guðveig Fanney Jónasdóttir 3. Bálkastaðir 1 – Arnfinnur Guðni Ottesen og Bryndís Jóna Ottesen Besti hrútur sýningarinnar var valinn sigur- vegari mislita flokksins og er hann frá Mýrum 2. Virkilega gerðarlegur grár hrútur, holdfylltur frá nösum til dindils, fallegur á velli og almennt góður. Ekki spillti liturinn svo fyrir enda grár litur með fallegri sauðalitum sem finnast. Fjárræktarfélögin í Hrútafirði og Miðfirði veittu verðlaun fyrir fyrstu þrjú sæti í hverjum flokki og einnig Pakkhúsið á Hvammstanga sem gaf saltsteina til bragðbætis. Hrútasýningar á við þessa eru góð skemmtun, þar sem þær mega eiga sér stað, og algerlega um að gera að nýta tækifæri sem bjóð- ast til að koma saman, skoða fallegt fé og hafa gaman. /Sigríði Ólafsdóttur ráðunautur og Gunnar Rögnvaldsson Margir lögðu leið sína í Bálkastaði og nutu veitinga eftir að úrslit lágu fyrir. Það er viðeigandi listaverk á fjárhúsveggnum á Bálkastöðum. Efstu hrútar sýningarinnar hver í sínum flokki. Frá vinstri: Grár frá Mýrum 2 og Bjarni Ole Ingason. Kollóttur frá Mýrum og Stefán Páll Böðvarsson. Hvítur hyrndur frá Urriðaá og Dagbjört Diljá Einþórsdóttir. MYNDIR: GUNNAR RÖGNVALDSSON Efsti misliti hrúturinn og um leið efsti hrútur sýningarinnar Efsti kollótti hrúturinn frá Mýrum Hópurinn frá Mýrum 2 Efsti hyrndi hvíti hrúturinn frá Urriðaá. Stoltir fjáreigendur á Bálkastöðum með mislitu gimbrarnar sínar. Frá vinstri Þórður Ármann Ottesen, Arnfinnur Guðni Ottesen og Bryndís Jóna Ottesen 10 41/2021

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.