Feykir


Feykir - 27.10.2021, Blaðsíða 6

Feykir - 27.10.2021, Blaðsíða 6
sem varð eitthvað hrædd og lítil í sér og prjónar yfir sig og ég lendi á milli hennar og útigerðisins og klemmist á milli en hún kemur á hnéð á mér sem yfirbeygist aftur á bak. Ég var fluttur með sjúkrabíl á heilsugæslu og það sem kom út úr skoðun var að ég væri ekki brotinn þannig að ég lá í hvíld alla helgina. Svo var ég ræstur á Akureyri í fleiri myndatökur eftir vísbendingar um að ég gæti verið brotinn við hnéð. Þar er ég greindur fótbrotinn en þurfti að bíða í fjórar vikur eftir að fá segulómskoðun á hné meðan bólgur minnkuðu og út úr henni kom í ljós að krossböndin væru sködduð. Ég ligg eftir þetta í einhvern mánuð og fæ þá tíma hjá bæklunarlækni og þá var ég búinn að vera með rangar upp- lýsingar um hvernig ég ætti að vinna úr þessu. Var í spelku og alveg kyrr í sex vikur og hnéð stirðnaði svo mikið við það. Ég gat hvorki beygt né rétt úr hnénu. En þarna fæ ég réttar upplýsingar en ég átti að fara að labba með eins fljótt og ég gæti en samkvæmt fyrri upplýsingum átti ég að liggja í sex vikur og láta brotið gróa. Vegna krossbandanna hefði ég átt að hreyfa mig og gera æfingar,“ útskýrir Guðmar sem sá keppnissumarið fyrir sér líklega fyrir bí. En Guðmar spurði þó lækninn hvort hann héldi að það væri einhver möguleiki á að hann gæti tek-ið þátt í Íslandsmóti. Sá sagðist ekki halda það en ef knapinn yrði í standi taldi hann í lagi að skrá í eina grein. „En greinin mátti ekki innihalda Sumarið hjá hinum unga og bráðefnilega knapa, Guðmari Frey Magnússyni, reyndist heilladrjúgt þrátt fyrir skakka- föll sem næstum komu í veg fyrir að hann næði að keppa á helstu hestamótum landsins. Árangurinn var það góður að valnefnd Landssambands hestamanna tilnefndi hann sem efnilegasta knapa ársins 2021, ásamt fjórum öðrum. Auk þess er Íbishóll, sem Guðmar keppir fyrir. tilnefndur sem keppnishestabú ársins og þaðan kemur aðal hestakosturinn. Úrslit verða kunngjörð um helgina á verðlaunahátíð sem einungis er ætluð boðsgestum en beina útsendingu frá verðlaunaafhendingunni verður hægt að nálgast á Alendis TV þann 30. október kl 17. Þá er Guðmar einnig tilnefndur til afreksknapa í ungmennaflokki hjá Hesta- mannafélaginu Skagfirðingi en úrslit þar ráðast á árshátíð félagsins sem haldin verður 6. nóvember í Árgarði. Guðmar segist hafa komið fullur sjálfstrausts inn í sumar- ið eftir mjög gott gengi í KS deildinni í fyrravetur. Þar endaði hann í fjórða sæti í einstaklingskeppninni og var í vinningsliði Íbishóls í liða- keppninni þar sem hann vann eina grein og var í úrslitum í öðrum. En keppni sumarsins hófst á íþróttamóti á Hólum þar sem Guðmar sigrar í tölti, fimmgangi og slaktaumatölti eða í öllum þeim greinum sem hann tók þátt í á mótinu. Einnig sýndi hann nokkur hross á kynbótasýningu um vorið þar sem tvö þeirra enduðu inni á Fjórðungsmóti, sem haldið var í Borgarnesi dagana 7.-11. júlí. „Svo þegar ég kem heim af yfirlitssýningu þeirrar sýningar þá ætla ég að fara að æfa mig fyrir úrtöku fyrir fjórðungsmót sem fer ekki betur en svo að ég fótbrotna þetta kvöld. Það skapaðist einhver misskilningur milli mín og lítillar gerðrar hryssu VIÐTAL Páll Friðriksson Guðmar Freyr Magnússon og Ljósvíkingur frá Steinnesi eftir Fákaflug. Fengu þeir félagar Hnokkabikarinn að launum eftir sigur í A og B-flokki ungmenna. MYND: BERGLIND ÓSK Viðburðaríkt sumar hjá Guðmari Frey Magnússyni Tilnefndur sem efni- legasti knapi landsins stökk né skeið og kom þá bara ein til greina fyrir mig. Ég skráði Sigurstein frá Íbishóli í tölt og það voru fjórir dagar í Íslandsmót þegar ég fer á bak í fyrsta skiptið frá broti. Ég settist þrisvar á hestinn fyrir forkeppnina og það fór svona ljómandi vel. Svo fór ég vikuna eftir og sama uppi á teningn- um með Eld frá Íbishóli, hafði ekkert sest á hann en ég æfði hann fyrir úrtöku fyrir Fjórð- ungsmót.“ Á Fjórðungsmót Það fór þó svo að Guðmar tók ekki þátt í úrtökunni sjálfri en fékk síðar leyfi til að keppa á Fjórðungsmótinu þar sem ungmenni Skagfirðings fylltu ekki keppniskvótann sem félagið átti fyrir á mótið. „Ég fer þá inn á Fjórðungsmót og tek þátt með Eld frá Íbishóli í ungmennaflokki og það vannst einnig. Svo tók ég líka þátt í ræktunarbússýningu með Íbishóli, ásamt pabba og vel völdu liði, sem við sigruðum líka. Svo fór nú að réttast úr kútnum. Á Fjórðungsmótinu prófaði ég einn dagspart að vera án hækjunnar og eftir að ég kom þaðan varð mikil framför hjá mér svo ég fór að geta keppt aðeins meira,“ segir Guðmar sem þátt tók í Fákaflugi sem haldið var um miðjan ágúst á félagssvæði Hestamannafélagsins Skagfirð- ings. Þar hlaut Guðmar Hnokkabikarinn sem veittur er fyrir árangur í sem flestum greinum, eftir að hafa unnið A- og B- flokk ungmenna en einnig keppti hann í gæðinga- tölti með Ljósvíking frá Stein- nesi og endaði í 2.-3. sæti. Stórmót Hestamannafélags- ins Hrings á Dalvík fór fram seinni partinn í ágúst og þangað hélt Guðmar með Eld frá Íbishóli og landaði fyrsta sætinu í ungmennaflokki, 2. sæti í tölti T4 á Gnýfara frá Ríp og á Brimari frá Varmadal vannst gæðingaskeiðið með einkunnina 7,29. Þaðan lá leiðin til Akureyrar á Haustmót Léttis þar sem Guðmar var skráður með Rosa frá Berglandi og Ljósvíking frá Steinnesi í fimmgangi í opnum flokki. Gerði hann sér lítið fyrir og kom klárunum í tvö efstu sætin í forkeppni en sigraði svo á Rosa í úrslitunum. Þá varð hann einnig efstur í T1 ungmenna á Gnýfara frá Ríp með 7,50 í einkunn í úrslitum. Samkvæmt heimildum Feykis er sú einkunn sem Guðmar 6 41/2021

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.