Feykir


Feykir - 27.10.2021, Blaðsíða 9

Feykir - 27.10.2021, Blaðsíða 9
Anton Þorri Axelsson er Íþróttagarpur Feykis að þessu sinni, 14 ára Króksari sem fær sína íþróttaútrás í fjalla- hjólreiðum í svokölluðu Downhill fjallabruni. Hann var einn af þeim sem útbjuggu í sumar leynilega hjólabraut í Skógarhlíðinni, ofan Sauðár- króks, og komst í fréttirnar fyrir vikið. Sú braut var alls ekki til einskis gerð því hún hjálpaði honum að æfa sig fyrir stórar keppnir í sumar og því til sönnunar lenti hann m.a. í 2. sæti á Íslandsmótinu í Skála- felli. Foreldrar Antons eru þau Axel Eyjólfsson, vélfræðingur, og Ósk Bjarnadóttir, kjöt- iðnaðarmaður. Hvernig kom það til að þú byrj- aðir að keppa í fjallahjólreið- um? -Ég kynntist strák í útilegu í fyrrasumar sem var að keppa í fjallabruni. Eftir það keypti ég notað, fulldempað hjól og var á því þangað til í vor en þá keypti ég nýtt hjól fyrir fermingar- peningana sem hentaði betur fyrir fjallabrun. Svo hitti ég þennan strák aftur í sumar en hann var að fara að keppa og ég ákvað að skrá mig í keppnina líka. Hvernig og hvar hefur þú æft þig?-Ég er skráður félagi í Hjól- reiðafélagi Akureyrar og þar eru æfingar tvisvar í viku og ég hef reynt að mæta þar þegar ég get. Við gerðum líka „leynibraut“ í Skógarhlíðinni þar sem ég gat líka æft mig. Hvað getur þú sagt mér um keppnir sumarsins, keppnis- búnaðinn, hjól og öryggishlífar? -Hjólið heitir GT Force Elite og er með 160 mm fjöðrun að framan og aftan. Hjálmurinn er 100%, kjálkahjálmur sem er skylda í fjallabruni, einnig þarf að vera í brynju og með hnéhlífar í keppni. Ég fór í bikarkeppni sem samanstendur af fjórum mótum og var það fyrsta haldið í Vífilstaðahlíð. Þar lenti ég í 5. sæti, sem var svo sem allt í lagi miðað við fyrstu keppni. Næsta bikarmót var á Akureyri og þar lenti ég í 3. sæti og svo keppti ég á Íslandsmóti í Skálafelli og þar lenti ég 2. sæti. Þriðja mótið í bikarkeppninni var haldið í Úlfarsfelli og þar datt ég illa og eyðilagði hjálminn minn og fannst erfitt að keppa daginn eftir og lenti þar 6. sæti. Síðasta mótið var svo haldið á Akureyri um miðjan september og lenti ég í 3. sæti og þar með endaði ég bikarkeppnina í 3. sæti. Íþróttafélag/félög: -Hjólreiða- félag Akureyrar. Helstu íþróttaafrek: -Að lenda í 2. sæti á Íslandsmótinu í Skála- felli. Skemmtilegasta augnablikið: -Veit ekki alveg en ætli það sé ekki þegar ég fattaði að ég hefði náð 2. sætinu í Skálafelli. Neyðarlegasta atvikið: -Senni- lega þegar ég flaug á hausinn eftir að ég var kominn í mark í seinni keppninni á Akureyri. Einhver sérviska eða hjátrú? -Já ,ég keppi alltaf í bleiku Pringles brókinni minni – ég þvæ hana eftir keppni. Uppáhalds íþróttamaður? -Sam Pilgrim sem er enskur Freeride hjólari. Ef þú mættir velja þér and- stæðing, hver myndi það vera og í hvaða grein mynduð þið spreyta ykkur? -Ætli það væri ekki pabbi sem ég vildi keppa við í Downhill. Hvernig myndir þú lýsa þeirri rimmu? -Við höfum prófað það og pabbi flaug á hausinn. Bíður eftir næsta keppnis- tímabili í fjallabruni ÍÞRÓTTAGARPURINN | palli@feykir.is Anton Þorri Axelsson | fjallahjólreiðakappi frá Sauðárkróki Helsta afrek fyrir utan íþrótt- irnar? -Ég veit það ekki. Lífsmottó: -Ætli það sé ekki bara að gera sitt besta. Helsta fyrirmynd í lífinu: -Fabio Wibmer sem er austurískur hjól- ari og ástæðan er sú að hann er svo góður í öllum tegundum hjólreiða. Hvað er verið að gera þessa dag- ana? -Bara að græja hjólið fyrir næsta sumar en það þarf að kaupa ýmislegt svo sem gjarðir og fleira sem er ónýtt eftir sumarið. Hvað er framundan? -Næsta keppnistímabil er næsta sumar þannig að það er bara verið að bíða eftir því. Eitthvað sem þú vilt koma á framfæri? -Bara þökkum til þeirra sem hjálpuðu mér í sumar. Það er að ýmsu að huga í fjallahjólreiðum. Anton Þorri sáttur í mótslok. 41/2021 9

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.