Feykir


Feykir - 27.10.2021, Blaðsíða 7

Feykir - 27.10.2021, Blaðsíða 7
sem er mikil viðurkenning í hestaheiminum. Aðspurður segir hann það ánægjulegt enda ekki fengið þá tilnefningu áður. „Þegar maður horfði á þessa krakka sem voru að fá þessa útnefningu þegar ég var að alast upp sem barn þá hugsaði maður til þess hvað það væri gaman að standa einhvern tímann þarna. Já, þetta er mjög spennandi og ég er ánægður með minn árangur og mína framkomu í sumar, alveg burt- séð frá því hvort ég hljóti þessa nafnbót eða viðurkenningu eða ekki. Það eru aðrir verðugir ein- staklingar tilnefndir þarna líka og bara mjög flott hestafólk.“ Guðmar er einnig til- nefndur til afreksknapa í ung- mennaflokki hjá Skagfirðingi en hjá því félagi hefur hann hlotið margar viðurkenningar í gegnum tíðina. Meðal annars var hann valinn skeiðknapi ársins hjá félaginu á seinasta ári. Guðmar er þakklátur fyrir upphefðina en bendir á að hann sé í stöðugri samkeppni við aðra knapa félagsins sem gefa honum ekkert eftir. Hann er þó pínu uggandi yfir endurnýjuninni hjá félaginu sem hann telur ekki nógu góða. „Það vantar fleira ungt fólk í hestamennskuna í Skagafirði. Við stöndum frammi fyrir þeirri staðreynd að við erum orðin svolítið fá. Eins og t.d. með fjórðungsmótið. Ungliða- hreyfingin er ekki að skila eins öflugu starfi og var, um og eftir 2000, þegar 15-20 krakkar voru að keppa í barnaflokki og maður var aldrei öruggur með að komast í úrslit. Þannig að það mætti eitthvað skoða þetta betur en kannski er komið meira sem kallar á krakka en áður. Ásamt Guðmari eru fjögur önnur tilnefnd, þrjár stúlkur og einn piltur og segir Guðmar þau hafa veitt sér harða samkeppni. „Það hjálpar mér mikið að halda mér á tánum. Það er nú þannig að við þekkjumst öll og vitum nokkurn veginn hvað hvert og eitt okkar höfum til brunns að bera þannig að maður gerir sér aðeins grein fyrir hvað þarf að gera og leggja á sig til að bera sigur úr býtum. Ég hef mjög oft þurft að láta í minni pokann fyrir þessum einstaklingum enda mjög flinkir og frambærilegir hestamenn. Ég segi að við séum ekki sérlega mörg en þessa krakka sé ég fyrir mér sem fólk sem mun starfa við þessa grein í framtíðinni. Við erum að skila af okkur hestafólki en það er spurning hve stór hreyfingin okkar verður eftir ákveðið mörg ár.“ Framtíðaráformin ljós Nú nemur Guðmar reiðlist í Háskólanum á Hólum en hann er á öðru ári í hestafræðideild og segir hann það ganga prýðilega. Hann var á fyrsta ári fyrir tveimur árum síðan en tók sér frí í fyrra þar sem pabbi hans varð fyrir sambærilegu áfalli og sonurinn í sumar, og lá fótbrotinn heima. Þá þurfti vinnumann í tamningarnar í hans stað. Eftir áramót er stefnan sett á verknám og segist Guðmar ætla að halda sig í Skagafirði þar sem hann verður í Þúfum hjá Mette Mannseth og Gísla Gíslasyni svo segja má að nokkuð ljóst sé hvert stefnan er sett. „Ég myndi alla vega halda það. Þetta hefur einhvern veginn alltaf verið stefnan og legið ágætlega fyrir mér þannig. Það er þannig að þegar ég hitti hest er eins og þar sé einstaklingur sem ég skil sem maður upplifir ekki alltaf þegar maður hittir fólk,“ segir Guðmar. Fyrir þá sem ekki koma kapp- anum fyrir sig er hann sonur Magnúsar Braga Magnússonar á Íbishóli og Valborgar Stein- unnar Hjálmarsdóttur á Sauðár- króki. Feykir óskar honum velfarnaðar á lendum hesta- mennskunnar og keppnisvöll- um framtíðarinnar. fékk í fimmgangi sé sú hæsta sem ungmenni hefur fengið í þeirri grein. Góður stuðningur fjölskyldunnar Það er óhætt að segja að sumarið hafi verið viðburðaríkt hjá Guðmari og árangurinn kannski framar vonum ef litið er til fótbrotsins sem hann hlaut og þeirra hamla sem það hefði getað orsakað. En Guðmar segist heppinn með fólkið sem að honum stendur og er þakklátur því. „Það hefði verið auðvelt að gefast upp á þessu öllu og leggja árar í bát og hætta. Fjölskyldan mín og tengdafjölskylda hjúkr- uðu mér og sáu til þess að mað- ur sykki ekki í svartsýni í þessu broti. Ég man að það var einn dagur sem var mjög svartur en þá vaknaði ég í einhverju svakalegu stemmuáfalli og svartsýniskasti. Ég skráði mig út úr landsliðshópnum á Facebook, síðasta árið mitt í ungmennaflokki og hugsaði að ég myndi ekki keppa framar sem landsliðsmaður. Svo bless- aðist það nú heldur betur. Maður þurfti á stuðningi að halda í þessu ferli og maður fékk hann, bæði andlegan og verklegan stuðning til að framfylgja því öllu sem búið var að leggja grunn að í vetur og búið að undirbúa. Ég gæti ekki verið þakklátari og ánægðari með mitt fólk sem að mér stendur. Uppáhalds hesturinn Verandi með slíkan hestakost sem Guðmar hefur aðgang að er kannski ósanngjarnt að spyrja hver uppáhalds- hesturinn sé en ekki stendur á svari hjá kappanum. „Uppá- haldshesturinn minn er Sigur- steinn frá Íbishóli. Hann er einn allra besti hestur á tölti sem ég hef sest á, alveg ótrúlegt geðslag og samvinnufús og mjög sporlangur. Það er ótrúlega kraftmikið spor í honum og er algerlega eins og hugur manns. Hann komst í gegnum þetta Íslandsmót með alveg ótrúlega lítilli hjálp frá knapanum sínum,“ segir Guð- mar sposkur á svip. Guðmar viðurkennir að hann búi einstaklega vel þegar kemur að hestakosti og kannski betur en aðrir. „Já, þetta er betra en maður þorði nokkurn tímann að vona. Sem krakki, þegar ég hugsaði til þess hvað ég myndi gera þegar Fjölnir Snillingur frá Íbishóli í gæðingafimi Meistaradeildar KS. MYND: BJARNEY ANNA ÞÓRSDÓTTIR Fræknir feðgar í verðlaunaafhendingu í flokki 7 vetra og eldri hesta á Fjórðungsmóti Vesturlands. MYND: EIÐFAXI Eldur frá Íbishóli á Fákaflugi. MYND: INGUNN INGÓLFSDÓTTIR. Eldur frá Íbishóli eftir sigur á Fjórðungsmóti. MYND: BRYNJA GNÁ BERGMANN frá Sjávarborg og Frami yrðu gamlir, hélt ég að þá yrðu ákveðin tímamót. En ég hef alltaf verið svo heppinn að um leið og einn hestur fer kemur annar í staðinn og núna síðast, til að mynda, er annar af mín- um aðalhestum í sumar að fá nýtt heimili, Eldur frá Íbishóli. Ég hef fulla trú á því að hans skarð verði fyllt fljótlega. Það er alveg einstaklega magnaður einstaklingur sem slíkur sá hestur. En auðvitað get ég ekki annað en þakkað fyrir. Pabbi sá líka til þess að ég gæti keppt á Íslands- og Fjórðungsmóti en hann hélt hestunum mínum við þann mánuð sem ég var frá.“ Efnilegasti knapinn Eins og fram kemur í inngangi viðtalsins er Guðmar tilnefndur sem efnilegasti knapi ársins 2021 af valnefnd Landssambands hestamanna, Glymjandi frá Íbishóli þar sem slaktaumatölt vannst í Meistaradeild KS. MYND: BJARNEY ANNA ÞÓRSDÓTTIR 41/2021 7

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.