Feykir - 03.11.2021, Blaðsíða 2
Nú stendur yfir tuttugasti og sjötti aðildarríkjafundur
Loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna (COP26) í Glasgow.
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra var í gær með erindi á
leiðtogaráðstefnu en með henni eru tæplega 60 þátttakendur
frá Íslandi, m.a. Þórdís Kolbrún
Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála- og
nýsköpunarráðherra, sem tekur þátt
í hliðarviðburðum tengdum orku-
málum og Guðmundur Ingi Guð-
brandsson, umhverfis- og auðlinda-
ráðherra, sem einnig mun taka þátt í
hliðarviðburðum og tvíhliðafundum,
m.a. um vernd og endurheimt vot-
lendis, um súrnun sjávar og um
alþjóðlegan samning sem unnið er
að um loftslagsmál, viðskipti og sjálfbærni, eins og hægt er að
fræðast um á vef stjórnarráðsins.
Þar kemur fram að alls séu 26 í formlegri sendinefnd Íslands
en auk fulltrúa frá ráðuneytum eru í henni fulltrúar Umhverfis-
stofnunar, Veðurstofunnar, Landgræðslunnar, Loftslagsráðs og
Orkustofnunar. Þá styrkir umhverfis- og auðlindaráðuneytið
fulltrúa ungmenna til þátttöku á fundinum, en þetta er í fyrsta
sinn sem fulltrúi ungmenna er í hinni opinberu sendinefnd. Fyrir
utan fulltrúa frá stjórnvöldum sækja fulltrúar frá félagasam-
tökum og fyrirtækjum viðburði sem tengjast loftslagsþinginu
beint eða óbeint.
Yfir 40 þúsund manns taka þátt í COP26 og tengdum
viðburðum með staðfundunum og í gegnum fjarfundarbúnað.
Bent hefur verið á að það sé eins gott að slík ráðstefna skili
tilætluðum árangri þar sem yfir 400 einkaþotur hafi verið
notaðar til að flytja þá allra tímanaumustu á staðinn og hefur
breska blaðið Sunday Mail reiknaði út að þær muni ropa út í
andrúmsloftið 13.000 tonnum af koltvísýringi, sem sé umfram-
losun 1600 meðal Skota í heilt ár. Þá er ótalin sú mengun sem
varð til í flugi hinna sem ferðuðust í áætlunarvélum.
En allir meina vel og vilja gera sitt til að jörðin lifi hamfara-
hlýnun af sem margir vilja meina að vofi yfir börnunum okkar.
Aðrir hafa bent á að þótt hlýni eitthvað á jörðinni þurfi það ekki
að þýða neinar hamfarir aðeins breytingar.
Skilaboð Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, í ræðu
sinni á loftslagsráðstefnunni í Glasgow voru þó skýr skv. því
sem segir á stjornarradid.is, þar sem markmiðin frá París duga
ekki til að hemja hlýnun jarðar. Gera þurfi betur og því hefur
Ísland hækkað markmið sitt um samdrátt úr 40% í 55% fyrir árið
2030. Jafnframt kemur fram á heimasíðu stjórnarráðsins að
þrettán íslenskir lífeyrissjóðir ætli að fjárfesta fyrir um 580
milljarða króna í verkefnum sem tengjast hreinni orku og öðrum
umhverfisvænum lausnum fram til ársins 2030.
Vel gert hjá þeim og vonandi fylgja Rússar og Kínverjar í
kjölfarið en heimsathygli vekur að Vladimír Pútín og Xi Yin ping
láta sig vanta á ráðstefnuna. Þá væri nú gott að brasilíska
sendinefndin myndi lofa minni eyðingu regnskóga en fréttir
herma að alls hafi rúmir 11 þúsund ferkílómetrar verið ruddir
frá ágúst 2019 og fram í júlí árið eftir sem er meira en tíundi hluti
alls Íslands eða rúmlega allur Vestfjarðarkjálkinn. Það er pínu!
Góðar stundir.
Páll Friðriksson, ritstjóri
LEIÐARI
Gætt´að hvað þú gerir maður!
Óháð fréttablað á Norðurlandi vestra - alltaf á miðvikudögum
AFLATÖLUR | Dagana 24. – 30. október á Norðurlandi vestra
Páll Jónsson GK 7 með tæp 118 tonn
SKIP/BÁTUR VEIÐARFÆRI KG SKIP/BÁTUR VEIÐARFÆRI KG
Viktor Sig HU 66 Handfæri 767
Alls á Skagaströnd 339.776
SAUÐÁRKRÓKUR
Drangey SK 2 Botnvarpa 188.031
Hafborg SK 54 Þorskfisknet 604
Kaldi SK 121 Þorskfisknet 344
Lilja SH 16 Lína 5.116
Málmey SK 1 Botnvarpa 162.995
Már SK 90 Handfæri 1.104
Onni HU 36 Dragnót 4.616
Alls á Sauðárkróki 362.810
HVAMMSTANGI
Harpa HU 4 Dragnót 3.410
Ragnar Alfreðs GK 183 Lína 3.052
Alls á Hvammstanga 6.462
SKAGASTRÖND
Dúddi Gísla GK 48 Lína 2.372
Fjölnir GK 157 Lína 94.584
Guðrún Petrína GK 107 Landbeitt lína 5.385
Hrund HU 15 Handfæri 2.030
Kristinn HU 812 Landbeitt lína 9.487
Páll Jónsson GK 7 Lína 117.787
Sighvatur GK 57 Lína 107.364
Á Króknum var landað átta sinnum í síðustu
viku en einungis einn bátur landaði tvisvar,
Onni HU 36. Aflahæsti báturinn var Drangey
SK 2 með rúm 188 tonn og var uppistaða
aflans þorskur.
Á vef fisk.is segir að þeir hafi verið tæpa sex
daga á veiðum og voru þeir fyrir vestan, á
Halanum, Kögurgrunni, Þverálshorni og end-
uðu þeir á Skagahrauni. Heildarafli á Króknum
var 362.810 kg. Á Skagaströnd voru átta bátar
sem lönduðu einu sinni hver og var það línu-
báturinn Páll Jónsson GK 7 sem var aflahæstur
með tæp 118 tonn. Uppistaða aflans var bæði
þorskur og ýsa. Enginn bátur landaði á Hofsósi
en tveir bátar lönduðu á Hvammstanga alls
3.410 kg.
Heildarafli á Norðurlandi vestra í síðustu
viku var 709.048 kg. /SG
Útgefandi: Nýprent ehf., Borgarflöt 1, Sauðárkróki
Póstfang Feykis: Borgarflöt 1, 550 Sauðárkrókur
Ritstjóri & ábyrgðarmaður:
Páll Friðriksson, palli@feykir.is & 861 9842
Blaðamenn:
Óli Arnar Brynjarsson, oli@feykir.is
Sigríður Garðarsdóttir, siggag@nyprent.is | Klara Björk Stefánsdóttir, klara@nyprent.is
Prófarkalestur: Fríða Eyjólfsdóttir
Auglýsingastjóri: Sigríður Garðarsdóttir, siggag@nyprent.is
Áskriftarverð: 615 kr. hvert tölublað með vsk. Lausasöluverð: 755 kr. m.vsk.
Áskrift og dreifing: Nýprent ehf. Sími 455 7171.
Umbrot og prentun: Nýprent ehf.
Fjölgun í öllum landshlutum
Norðvestlendingar 7426 talsins
Íbúum fjölgaði í öllum landshlutum á tímabilinu
frá 1. desember 2020 til 1. nóvember sl. en
hlutfallslega var fjölgunin mest á Suðurlandi
eða um 3,2% og á Suðurnesjum um 2,5%.
Samkvæmt samtekt Hagstofunnar hefur íbú-
um Helgafellssveitar fjölgað hlutfallslega mest
þegar horft er til alls landsins þá síðastliðna níu
mánuði eða um 21,5% en íbúum þar fjölgaði um
14 íbúa. Næst kemur Hörgársveit með 8,6% fjölg-
un en íbúum í sveitarfélaginu fjölgaði um 56.
Á Norðurlandi vestra fjölgaði um 0,2% eða um
14 og teljast íbúar nú vera 7426. Trónir Húna-
vatnshreppur hæst hvað hlutfall varðar, 3,8% eða
um sama fjölda, 14 manns. Mesta fækkunin varð
hins vegar á Blönduósi, 27 manns eða um 2,8%.
Í Svf. Skagafirði bættust 19 á íbúaskrána hvar
4109 búa, ellefu í Húnaþingi vestra og teljast þeir
nú vera 1230 og á Skagaströnd fjölgaði um tvo svo
þar eiga lögheimili 477 manns. Fækkun varð hins
vegar í Akrahreppi um fjóra einstaklinga og telj-
ast þeir 206 og á íbúaskrá Skagabyggðar fækkaði
um einn þar sem 91 er skráður. /PF
Húnavatnshreppur
Stefnumörkun ferðaþjónustu
Stefnumörkun ferðaþjónustu í Húnavatnshreppi
hefur verið lögð fram hjá sveitarstjórn en þar er
kveðið á um hvaða verkefni sveitarfélagið muni
leggja áherslu á næstu tvö ár og verður send sem
forgangslisti í áfangastaðaáætlun fyrir árið 2021.
Á heimasíðu hreppsins kemur fram að fleiri
áningarstaðir þarfnist greiningar og síðan fjár-
magns og yrðu þeir teknir fyrir í framhaldinu.
„Í þessari stefnumörkun er lögð áhersla á
hvernig sé best að standa að markaðssetningu á
viðkomandi verkefnum. Ekki er farið í nákvæma
lýsingu á hvað skuli gera í hverju verkefni fyrir sig.
Flest af þessum verkefnum hafa verið á teikni-
borðinu hjá sveitarfélaginu um ákveðinn tíma,“
segir í frétt Húnavatnshrepps.
Þau verkefni sem lögð verður áhersla á í
sveitarfélaginu næstu tvö ár eru Þrístapar sem
lykilverkefni í lokafasa en Gullsteinn, Foss í
Vatnsdal / Mígandi, Ólafslundur, Vatnsdæla saga
og Þrándarhlíðarfjall sem topp fimm verkefni í
Áfangastaðaáætlun Húnavatnshrepps. Þá eru
Þingeyrar og Göngu- og hjólaleið Þingeyrar til
Blönduóss / Þingeyrar til Hvítserks skilgreind sem
önnur mikilvægt verkefni. /PF
Frá Húnavöku sumarið 2021. MYND: ÓAB
2 42/2021